Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hagkaup selur Grænegg með merkinu á.
Hagkaup selur Grænegg með merkinu á.
Mynd / smh
Fréttir 13. janúar 2017

Merkið um vistvæna landbúnaðarafurð enn í notkun

Höfundur: smh
Merkið sem notað var sem vottun fyrir vistvænni landbúnaðar­framleiðslu er enn í notkun. 
 
Í kjölfarið á Brúneggjamálinu, frá því í lok nóvember á síðasta ári, fjölluðu fjölmiðlar talsvert um notkunina á merkinu – sem Brúnegg skörtuðu á eggjabökkum sínum. Svo virtist vera, þegar eftirlits­skýrslur Matvælastofnunar voru skoðaðar, að um vörusvik væri að ræða. Bæði hafði merkið ekki lengur stoð í reglugerð um vistvæna vottun, sem var felld úr gildi í nóvember 2015, auk þess sem búreksturinn hjá Brúneggjum var ekki í neinu samræmi við það sem merkið stóð fyrir.
 
Þegar mál Brúneggja kom upp lýstu ýmsir verslunareigendur því yfir að þeir myndu ekki selja vörur sem væru þannig merktar. Meðal annars hafði fréttamaður Ríkisútvarpsins eftir eigendum verslana Haga, sem reka Bónus og Hagkaup, að þeir myndu framvegis ekki ætla að selja vörur með slíkum merkingum.
 
Grænegg segir merkinguna eiga fullan rétt á sér
 
Grænegg á Svalbarðsströnd eru að sögn með vistvæna framleiðslu. Þau nota merkið á Bónusmerktum eggjabökkum í Bónusverslunum, en eru með aðrar pakkningar fyrir Hagkaup og aðrar verslanir. Þórður Halldórsson, annar eigenda Græneggja, segir að eggjabúið í Sveinbjarnargerði hafi verið fyrsta eggjabúið sem fékk vistvæna vottun árið 1998 og þar af leiðandi fékk það heimild til þess að nota merkið. Grænegg, sem nú rekur eggjabúið, endurnýjaði heimildina árið 2013. Frá 1998 hefur, að sögn Þórðar, verið árlegt eftirlit á vegum Búnaðarsambands Eyjafjarðar.
 
,,Með tilkomu nýrra laga um dýravelferð – og lögfestingu evrópskrar matvælalöggjafar – voru teknir upp margir þeir þættir sem lögð var áhersla á í vistvænu reglugerðinni. Því fannst mörgum ekki nauðsynlegt að vistvæna reglugerðin héldi gildi þar sem eftirlitið með framkvæmd hennar hafði verið ábótavant sums staðar á landinu. Í tengslum við það var rætt um að merkja sérstaklega egg úr búrhænum eins og sums staðar er gert erlendis. Það náði ekki fram að ganga, kannski vegna þess að mikill meirihluti af íslenskri eggjaframleiðslu er framleidd í búrum.
 
Nú er í gildi áætlun um hvernig og hvenær menn skulu hætta framleiðslu í hefðbundnum búrum. Því teljum við rétt að á umbúðunum komi ávallt fram við hvers konar framleiðsluaðstæður eggin eru framleidd. Því á merkingin á vistvænum landbúnaði ennþá fullan rétt á sér,“ segir Þórður.
 
Samkvæmt upplýsingum frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar fór úttektaraðili frá sambandinu í reglulegar heimsóknir til Græneggja eftir að vistvæna vottunin var fengin, en að sjálfsögðu ekki eftir að hún var felld úr gildi. 
 
Garðyrkjubændur nota líka merkið
 
Merki vistvænnar landbúnaðar­framleiðslu hefur einnig verið að finna á umbúðum garðyrkjubænda frá því að mál Brúneggja komu upp. Katrín María Andrésdóttir, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, segir að það sé stefnan að allar merkingar á vörum frá þeim verði fullkomnlega réttar. 
 
,,Merki vistvænnar landbúnaðar­framleiðslu hefur einnig verið að finna á umbúðum garðyrkjubænda frá því að mál Brúneggja komu upp. Katrín María segir að merkið sé í raun Sambandi garðyrkjubænda óviðkomandi. 
 
Stefnan er að allar merkingar á vörum frá garðyrkjubændum séu vandaðar og fullkomnlega réttar. „Við styðjum menn til að vinna markvisst að því að hafa þetta í lagi. Ég held að í langflestum tilvikum þar sem þetta merki hefur sést á umbúðum hjá garðyrkjubændum eftir að reglugerðin var felld úr gildi, uppfylli varan þau skilyrði sem krafist var í henni. Garðyrkjubændur hafa notað merkið í góðri trú og áttu einhvern umbúðalager sem verið var að klára. Svo veit ég til þess að einhver hópur hafði bundið vonir við að brugðist yrði hratt við að koma vottunarferli undir merkið en sú vinna virðist hafa dregist. 
 
Það er auðvitað þannig að hver og einn framleiðandi ræður því hvernig hann merkir vöruna sína, en við leggjum hins vegar áherslu á að nota íslensku fánaröndina sem okkar merki. Hún segir skýrt til um uppruna vörunnar og stendur fyrir ákveðna verkferla sem eftirlitsaðilar okkar taka út. Við erum að fara af stað í vinnu við að endurskoða reglurnar um fánaröndina til að skerpa enn frekar á því að hún sé notuð rétt,“ segir Katrín María.  
 
Framleiðandi mögulega að villa um fyrir neytendum
 
Samkvæmt upplýsingum sem fengust úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu var merkið í eigu íslenskra stjórnvalda sem settu það á fót með reglugerð. Það sé hins vegar ekki til staðar lengur og hefur því enga lagalega þýðingu. Með notkun á því sé framleiðandi að nota úrelt merki sem ekki sé í eigu neins aðila. Ef framleiðandi notar merkið þá verður hann að geta staðið við það sem merkið stendur fyrir og varið notkun þess. Með því að nota fyrrgreint merki sem hefur enga lagalega merkingu í dag eða frá því að reglugerðin um vistvæna landbúnaðarframleiðslu var felld úr gildi, þá er framleiðandinn mögulega að villa um fyrir neytendum.
 
Ráðuneytið leggur áherslu á að neytendur fái réttar upplýsingar um viðkomandi vöru og ef merki er notað sem stendur fyrir ákveðin gæði þá þarf eitthvað að vera á bakvið þá vottun og það staðfest með eftirliti, sem ekki er í þessu tilviki. Ráðuneytið bendir neytendum á að hafa samband við Neytendastofu, Matvælastofnun og/eða heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga ef framleiðendur nota merkið á framleiðsluna sem ekki stenst. 

12 myndir:

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...