Bændur sturtuðu kartöflum á götur Brussel til að mótmæla Mercosur-samningi ESB og landa í Suður-Ameríku
Bændur sturtuðu kartöflum á götur Brussel til að mótmæla Mercosur-samningi ESB og landa í Suður-Ameríku
Mynd / Skjáskot
Fréttir 16. janúar 2026

Mercosur-samningurinn samþykktur

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

ESB hefur samþykkt Mercosursamning sem felur í sér tollalækkanir, loftslagsákvæði og verndarráðstafanir, þrátt fyrir harða mótstöðu m.a. Frakklands.

Evrópusambandið samþykkti nú í janúar að undirrita viðskiptasamning við Mercosur-ríkin í Suður-Ameríku eftir 25 ára samningaviðræður. Samningurinn, sem skiptist í „Interim Trade Agreement“ og samstarfssamning (EMPA), felur í sér niðurfellingu tolla á yfir 90% vöruviðskiptum í áföngum og tollkvóta fyrir kjöt, sykur og hrísgrjón. Hann inniheldur einnig verndarráðstafanir fyrir evrópska bændur og ákvæði um loftslagsábyrgð, þar á meðal aðgerðir gegn skógareyðingu í Amazon. Aukinn meirihluti aðildarríkja ESB samþykkti samninginn en Frakkar og fleiri ríki lögðust gegn honum.

Samningurinn verður formlega undirritaður í Asunción í Paragvæ nú á laugardaginn, 17. janúar, og tekur gildi að hluta, en bíður samþykktar Evrópuþings og þjóðþinga aðildarríkja. Þýskaland og Spánn fagna samningnum sem lykilskrefi til að styrkja stöðu ESB gagnvart Kína og Bandaríkjunum, en pólitísk átök halda áfram.

Hörð mótmæli voru á götum Varsjár í Póllandi þar sem Mercosur-gerningnum var mótmælt. Aukinn meirihluti aðildarríkja ESB samþykkti samninginn.

Harðvítug gagnrýni frá Frakklandi

Franska ríkisstjórnin hefur lýst yfir andstöðu og hyggst greiða atkvæði gegn samningnum. Hún telur verndarráðstafanir ekki nægjanlegar til að tryggja hagsmuni franskra bænda. Pólland, Austurríki, Ungverjaland og Írland hafa einnig gagnrýnt samninginn, en þessi ríki ná væntanlega ekki að mynda nægjanlegt vægi til að stöðva ferlið.

Franska dagblaðið Le Monde greinir frá því að evrópskir bændur óttist einkum að samningurinn muni grafa undan landbúnaði í Evrópu. Samningurinn heimilar tollfrjálsa innflutningskvóta á nautakjöti, kjúklingi, hrísgrjónum, hunangi og sykri frá Suður-Ameríku, sem gæti leitt til undirboða á verði. Þrátt fyrir að tollar taki gildi eftir kvótana, telja bændur 40% verndartolla ófullnægjandi. Auk þess eru áhyggjur af samkeppni við framleiðendur sem starfa undir mun lægri umhverfis-, dýravelferðar- og vinnuskilyrðum en gilda í Evrópu, sem gæti skapað ósanngjarna samkeppni og þrýst á evrópska framleiðendur.

Loftslagsákvæði og verndarráðstafanir

Samkomulagið felur í sér strangar reglur um efnafræðilegar leifar, neyðarsjóði og styrkjapakka fyrir bændur. Loftslagsákvæði eru talin lykilatriði, þar á meðal skuldbindingar gegn skógareyðingu í Amazon. Stuðningsríki innan ESB telja samninginn opna nýja markaði og styrkja efnahagslega stöðu sambandsins á heimsvísu.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...