Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Mercedes-Benz – Unimog
Á faglegum nótum 3. júlí 2015

Mercedes-Benz – Unimog

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bæði Mercedes og Daimler-Benz voru leiðandi fyrirtæki í framleiðslu dísilvéla í upphafi 20. aldar. Árið 1925 sameinuðust fyrirtækin undir heitinu Daimler-Benz sem síðar var breytt í Mercedes-Benz.

Fyrir samrunann höfðu bæði fyrirtæki framleitt vélar og dráttarvélar með góðum árangri.Daimler setti sína fyrstu dísilvél á markað 1912 en Benz fyrstu traktorana 1919. Traktorarnir frá Benz voru 40 og 60 hestöfl sem þóttu stórir á þeim tíma.

Fyrsti dísiltraktorinn

Árið 1922 setti Benz á markað fyrsta traktorinn með dísilvél sem þótti mikil bylting. Vélin var tveggja strokka, 30 hestöfl og á þremur hjólum en fljótleg breytt í fjögurra hjóla. Framleiðsla dráttarvélanna gekk vel allt fram að kreppunni 1930 þegar henni var hætt.
Framleiðsla Mercedes-Benz á traktorum hófst aftur 1950 þegar fyrirtækið setti Unimog á markað. Unimog var margnota vél, hálfur traktor og hálfur vörubíll, svipaður þeim og dráttarvélaframleiðandinn Boeringer hafði sett á markað nokkrum árum fyrr.

Marghæfar vélar

Vinsældir Unimog voru gríðarlegar, vélarnar voru fjórhjóladrifnar, sterkar, meðfærilegar og nánast hæfar til allra verka. Unimog varð sérstök deild innan Mercedes-Benz og þeir framleiddir enn í dag. Dráttargetan var mikil og þær náðu 45 kílómetra hraða á klukkustund. Notagildi þeirra náði því langt út fyrir hefðbundin landbúnaðarstörf.

Hefðbundinn traktor

Árið 1973 setti svo Mercedes-Benz á markað landbúnaðarvél sem líktist hefðbundnum traktor undir vörumerkinu MB.

Vélin var á margan hátt sérstæð og var með tengibúnað fyrir viðbótartæki eins og sláttuvél bæði að framan og aftan. Bílstjórahúsið var staðsett á miðri vélinni en ekki að aftanverðu eins og algengast var. MB er fjórhjóladrifinn og öll hjólin fjögur jafn stór sem dreifir þunga vélarinnar vel. Aftan við stýrishúsið er skúffa til vöruflutninga.

Framleiðendur dráttar­véla eins og Fendt, JCB Fastrac, tóku útlitið upp og hóf framleiðslu á svipuðum vélum fljótlega.

WT trac í dag

Vinsældir MB-dráttarvélanna urðu strax miklar og árið 1980 kom tíu þúsundasta vélin af færibandinu. Sama ár seldi Mercedes-Benz hönnunina á MB-traktorunum til Schluter. Framleiðslu MB var formlega hætt 1991 en árið 2002 hófst framleiðsla þeirra á ný undir heitinu Doppstandt trac eða WT trac eins og framleiðandinn Werner Forst- und Industrietechnik kallaði þá.

Unimog á Íslandi

Á heimasíðu Land­búnaðar­safns Íslands segir meðal annars um Unimog: Um miðja síðustu öld voru, einkum í Evrópu, smíðuð tæki til bústarfa sem sameina skyldu kosti dráttarvéla og jeppa. Eitt þeirra var Unimog nafnið var myndað úr orðunum UNIversal-MOtor-Gerät eða  Múkkinn og Mugginn eins og vélarnar voru kallaðar hér.

Unimog var formlega kynntur Íslendingum á bílasýningu Ræsis hf. í Reykjavík sumarið 1954. Næstu tvö ár var tugur Múkka fluttur inn, líklega flestir til búverka, því með þeim komu sláttuvélar, plógar og ef til vill fleiri verkfæri. Aflúttök eru að framan og aftan og undir kvið mátti koma fyrir sláttuvél, sem gekk út til vinstri. Unimog mun hafa þótt stirður til búverka en þeim mun betri til aksturs í torfærum.

Deilur risu um álagningu opinberra gjalda hvort flokka ætti Unimog sem bifreið eða dráttarvél, einkum vegna þess hve hraðgengur Múkkinn væri. 

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f