Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Mercedes-Benz – Unimog
Á faglegum nótum 3. júlí 2015

Mercedes-Benz – Unimog

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bæði Mercedes og Daimler-Benz voru leiðandi fyrirtæki í framleiðslu dísilvéla í upphafi 20. aldar. Árið 1925 sameinuðust fyrirtækin undir heitinu Daimler-Benz sem síðar var breytt í Mercedes-Benz.

Fyrir samrunann höfðu bæði fyrirtæki framleitt vélar og dráttarvélar með góðum árangri.Daimler setti sína fyrstu dísilvél á markað 1912 en Benz fyrstu traktorana 1919. Traktorarnir frá Benz voru 40 og 60 hestöfl sem þóttu stórir á þeim tíma.

Fyrsti dísiltraktorinn

Árið 1922 setti Benz á markað fyrsta traktorinn með dísilvél sem þótti mikil bylting. Vélin var tveggja strokka, 30 hestöfl og á þremur hjólum en fljótleg breytt í fjögurra hjóla. Framleiðsla dráttarvélanna gekk vel allt fram að kreppunni 1930 þegar henni var hætt.
Framleiðsla Mercedes-Benz á traktorum hófst aftur 1950 þegar fyrirtækið setti Unimog á markað. Unimog var margnota vél, hálfur traktor og hálfur vörubíll, svipaður þeim og dráttarvélaframleiðandinn Boeringer hafði sett á markað nokkrum árum fyrr.

Marghæfar vélar

Vinsældir Unimog voru gríðarlegar, vélarnar voru fjórhjóladrifnar, sterkar, meðfærilegar og nánast hæfar til allra verka. Unimog varð sérstök deild innan Mercedes-Benz og þeir framleiddir enn í dag. Dráttargetan var mikil og þær náðu 45 kílómetra hraða á klukkustund. Notagildi þeirra náði því langt út fyrir hefðbundin landbúnaðarstörf.

Hefðbundinn traktor

Árið 1973 setti svo Mercedes-Benz á markað landbúnaðarvél sem líktist hefðbundnum traktor undir vörumerkinu MB.

Vélin var á margan hátt sérstæð og var með tengibúnað fyrir viðbótartæki eins og sláttuvél bæði að framan og aftan. Bílstjórahúsið var staðsett á miðri vélinni en ekki að aftanverðu eins og algengast var. MB er fjórhjóladrifinn og öll hjólin fjögur jafn stór sem dreifir þunga vélarinnar vel. Aftan við stýrishúsið er skúffa til vöruflutninga.

Framleiðendur dráttar­véla eins og Fendt, JCB Fastrac, tóku útlitið upp og hóf framleiðslu á svipuðum vélum fljótlega.

WT trac í dag

Vinsældir MB-dráttarvélanna urðu strax miklar og árið 1980 kom tíu þúsundasta vélin af færibandinu. Sama ár seldi Mercedes-Benz hönnunina á MB-traktorunum til Schluter. Framleiðslu MB var formlega hætt 1991 en árið 2002 hófst framleiðsla þeirra á ný undir heitinu Doppstandt trac eða WT trac eins og framleiðandinn Werner Forst- und Industrietechnik kallaði þá.

Unimog á Íslandi

Á heimasíðu Land­búnaðar­safns Íslands segir meðal annars um Unimog: Um miðja síðustu öld voru, einkum í Evrópu, smíðuð tæki til bústarfa sem sameina skyldu kosti dráttarvéla og jeppa. Eitt þeirra var Unimog nafnið var myndað úr orðunum UNIversal-MOtor-Gerät eða  Múkkinn og Mugginn eins og vélarnar voru kallaðar hér.

Unimog var formlega kynntur Íslendingum á bílasýningu Ræsis hf. í Reykjavík sumarið 1954. Næstu tvö ár var tugur Múkka fluttur inn, líklega flestir til búverka, því með þeim komu sláttuvélar, plógar og ef til vill fleiri verkfæri. Aflúttök eru að framan og aftan og undir kvið mátti koma fyrir sláttuvél, sem gekk út til vinstri. Unimog mun hafa þótt stirður til búverka en þeim mun betri til aksturs í torfærum.

Deilur risu um álagningu opinberra gjalda hvort flokka ætti Unimog sem bifreið eða dráttarvél, einkum vegna þess hve hraðgengur Múkkinn væri. 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...