Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Menningarveisla Sólheima
Líf&Starf 2. júní 2015

Menningarveisla Sólheima

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sólheimar fagna í ár 85 ára afmæli og verður Menningarveisla sett í  10. skipti laugardaginn 6. júní kl. 13.00.

Ómar Ragnarsson heiðra samfélagið með nærveru sinni og opna Menningarveisluna með formlegum hætti. Það eru allir velkomnir á opnunina en þá verða sýningar formlega opnaðar og verða fyrstu tónleikar Menningarveislunnar með íbúum Sólheima. 

Metnaðarfull dagskrá hefur verið undirbúin og mun veislan standa fram til 22 ágúst. Í ár eru 30 ár síðan Reynir Pétur gekk hringinn í kringum Ísland með eftirminnilegum hætti. 

Sett hefur verið upp sýning í íþróttaleikhúsi Sólheima til að minnast þess merka atburðar, en íþróttaleikhúsið er einmitt sú bygging sem safnað var fyrir með göngunni.

Ljósmyndasýningar hafa verið settar upp, umhverfistengdar sýningar eru í Sesseljuhúsi auk þess sem fræðandi og skemmtilegir fyrirlestrar verða í boði í allt sumar. 

Sýning á listmunum íbúa verður í Ingustofu, en þar verður að finna verk sem íbúar hafa unnið á vinnustofum Sólheima. Tónleikar eru alla laugardaga í Sólheimakirkju þar sem fjölbreyttur hópur listamanna mun koma fram. Lögð hefur verið sérstök áhersla á fjölbreytileika í dagskrá Menningarveislunnar og mun t.d. Háskólalestin koma í heimsókn, hestadagar verða í boði, brúðuleikhús og sænskur fjöllistahópur svo eitthvað sé nefnt. 

Það eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, ókeypis er á alla viðburði og er það von íbúa Sólheima að sem flestir komi í heimsókn og njóta þess einstaka samfélags sem Sólheimar er og fagni með okkur 85 ára afmælisárinu.

Skylt efni: Sólheimar | hátíð | uppákomur

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...