Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fulltrúar sveitarstjórnar Blöndu­óss telja að nýta beri þau augljósu tækifæri sem felist í sam­einingu við Húnavatnshrepp.
Fulltrúar sveitarstjórnar Blöndu­óss telja að nýta beri þau augljósu tækifæri sem felist í sam­einingu við Húnavatnshrepp.
Mynd / HKR
Fréttir 14. júlí 2021

Meirihlutinn í Húnavatnshreppi telur ekki tímabært að hefja viðræður

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkti á fundi í liðinni viku að óska formlega eftir við­ræð­um við sveitarstjórn Húna­vatns­hrepps um sameiningu sveitar­félaganna byggða á þeirri miklu undirbúningsvinnu sem þegar hefur farið fram. Fulltrúar sveitarstjórnar Blöndu­óss telja að nýta beri þau augljósu tækifæri sem felist í sam­einingu þessara tveggja sveitarfélaga og óska eftir því við sveitarstjórn Húna­vatnshrepps að taka eins fljótt og hægt er afstöðu til beiðninnar. Sveitarstjórn Húnavatnshrepps kom saman á fund nokkru áður en Blönduósingar lögðu fram beiðni um viðræður og á þeim fundi var niðurstaðan sú að meirihluti sveitarstjórnar Húnavatnshrepps telur ekki tímabært að hefja viðræður um sameiningu við Blönduósbæ að svo stöddu.

Sameining fjögurra sveitarfélaga var felld

Sameining fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu, Húna­vatns­hrepps, Blönduósbæjar, Skaga­strandar og Skagabyggðar var felld í kosningu í byrjun júní í tveimur síðastnefndu sveitarfélögunum. Hún var hins vegar samþykkt í tveimur þeim fyrrnefndu. Miklar umræður urðu um sam­einingar­málið á fundi sveitar­stjórnar Húnavatnshrepps nýverið en meirihluti sveitarstjórnar telur mikilvægt að öll sveitarfélögin vinni áfram sameiginlega að þeim mála­flokkum sem þau hafi nú þegar byggða­samlög um. Niðurstöður kosning­anna í júní sé með þeim hætti að ekki sé tímabært að hefja viðræður um annars konar sameiningu að því er fram kemur í bókun frá fundinum.

Mikill vilji fyrir sameiningu á Blönduósi

Í kosningu um sameiningu sveitar­félaganna allra í Austur-Húna­vatnssýslu í byrjun júní var sam­eining samþykkt í Húnavatns­hreppi og Blönduósbæ en hafnað í Skaga­byggð og á Skagaströnd. Tæplega 90% íbúa á Blönduósi samþykktu sameiningu og nær 57% íbúa í Húnavatnshreppi. Skiptar skoðanir eru innan Húna­vatnshrepps um sameiningar­málið.Fulltrúar E lista telja að brotið hafi verið á lýðræði íbúa hreppsins þegar meirihlutinn ákvað að hafna viðræðum við Blönduósbæ og þykir þeim valdið ekki liggja hjá íbúum sveitarfélagsins. Telja þeir sterkan grunn fyrir áframhaldandi viðræðum í stað þess að fara á ný á byrjunarreit. Meirihlutinn vísaði á fundinum á bug að verið væri að brjóta á lýðræðislegum réttindum íbúa. 

Mikill áhugi á íbúðum
Fréttir 7. október 2024

Mikill áhugi á íbúðum

Þrettán umsóknir um sex íbúðir á Kirkjubæjarklaustri bárust íbúðarfélagi Brákar.

Þrjár efstu frá sama bæ
Fréttir 7. október 2024

Þrjár efstu frá sama bæ

Fjórtán hryssur hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í ár. Þrjár efstu hryssurna...

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...