Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fulltrúar sveitarstjórnar Blöndu­óss telja að nýta beri þau augljósu tækifæri sem felist í sam­einingu við Húnavatnshrepp.
Fulltrúar sveitarstjórnar Blöndu­óss telja að nýta beri þau augljósu tækifæri sem felist í sam­einingu við Húnavatnshrepp.
Mynd / HKR
Fréttir 14. júlí 2021

Meirihlutinn í Húnavatnshreppi telur ekki tímabært að hefja viðræður

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkti á fundi í liðinni viku að óska formlega eftir við­ræð­um við sveitarstjórn Húna­vatns­hrepps um sameiningu sveitar­félaganna byggða á þeirri miklu undirbúningsvinnu sem þegar hefur farið fram. Fulltrúar sveitarstjórnar Blöndu­óss telja að nýta beri þau augljósu tækifæri sem felist í sam­einingu þessara tveggja sveitarfélaga og óska eftir því við sveitarstjórn Húna­vatnshrepps að taka eins fljótt og hægt er afstöðu til beiðninnar. Sveitarstjórn Húnavatnshrepps kom saman á fund nokkru áður en Blönduósingar lögðu fram beiðni um viðræður og á þeim fundi var niðurstaðan sú að meirihluti sveitarstjórnar Húnavatnshrepps telur ekki tímabært að hefja viðræður um sameiningu við Blönduósbæ að svo stöddu.

Sameining fjögurra sveitarfélaga var felld

Sameining fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu, Húna­vatns­hrepps, Blönduósbæjar, Skaga­strandar og Skagabyggðar var felld í kosningu í byrjun júní í tveimur síðastnefndu sveitarfélögunum. Hún var hins vegar samþykkt í tveimur þeim fyrrnefndu. Miklar umræður urðu um sam­einingar­málið á fundi sveitar­stjórnar Húnavatnshrepps nýverið en meirihluti sveitarstjórnar telur mikilvægt að öll sveitarfélögin vinni áfram sameiginlega að þeim mála­flokkum sem þau hafi nú þegar byggða­samlög um. Niðurstöður kosning­anna í júní sé með þeim hætti að ekki sé tímabært að hefja viðræður um annars konar sameiningu að því er fram kemur í bókun frá fundinum.

Mikill vilji fyrir sameiningu á Blönduósi

Í kosningu um sameiningu sveitar­félaganna allra í Austur-Húna­vatnssýslu í byrjun júní var sam­eining samþykkt í Húnavatns­hreppi og Blönduósbæ en hafnað í Skaga­byggð og á Skagaströnd. Tæplega 90% íbúa á Blönduósi samþykktu sameiningu og nær 57% íbúa í Húnavatnshreppi. Skiptar skoðanir eru innan Húna­vatnshrepps um sameiningar­málið.Fulltrúar E lista telja að brotið hafi verið á lýðræði íbúa hreppsins þegar meirihlutinn ákvað að hafna viðræðum við Blönduósbæ og þykir þeim valdið ekki liggja hjá íbúum sveitarfélagsins. Telja þeir sterkan grunn fyrir áframhaldandi viðræðum í stað þess að fara á ný á byrjunarreit. Meirihlutinn vísaði á fundinum á bug að verið væri að brjóta á lýðræðislegum réttindum íbúa. 

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...