Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ræktarland 43 bænda var bætt á síðasta ári, en 33 fengu bætur árið 2020.
Ræktarland 43 bænda var bætt á síðasta ári, en 33 fengu bætur árið 2020.
Mynd / smh
Fréttir 4. febrúar 2022

Meira tjón á síðasta ári af völdum álfta og gæsa

Höfundur: smh

Úttekið tjón á ræktarlöndum bænda vegna ágangs álfta og gæsa var alls 309 hektarar á síðasta ári. Vegna þess greiddi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið alls um 4,8 milljónir króna. Ræktarland 43 bænda var bætt af þessum sökum, en af þessum 309 hekturum varð tjón á 245 hekturum kornakra. 

Þetta er tæpum tveimur milljónum meira en greitt var fyrir árið 2020, þegar úttekið tjón vegna ágangs álfta og gæsa var á 213 hektara ræktunarspildna, 33 bænda.

Eingöngu greitt fyrir tjón á ræktunarspildum

Samkvæmt upplýsingum úr atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytinu er eingöngu greitt út á tjón á ræktunarspildum, það er spildum sem sáð var í fyrir viðkomandi ár. Ekki er greitt út á eldri tún þótt tjón sé oft mikið á nýræktum á öðru og þriðja ári.

Tjón er eingöngu bætt ef tjónið er metið meira en 30 prósent af heildarstærð spildunnar. Þegar tjón er 31-70% er greitt 50 prósenta álag, en þegar tjón er meira er 75 prósenta álag greitt.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...