Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ræktarland 43 bænda var bætt á síðasta ári, en 33 fengu bætur árið 2020.
Ræktarland 43 bænda var bætt á síðasta ári, en 33 fengu bætur árið 2020.
Mynd / smh
Fréttir 4. febrúar 2022

Meira tjón á síðasta ári af völdum álfta og gæsa

Höfundur: smh

Úttekið tjón á ræktarlöndum bænda vegna ágangs álfta og gæsa var alls 309 hektarar á síðasta ári. Vegna þess greiddi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið alls um 4,8 milljónir króna. Ræktarland 43 bænda var bætt af þessum sökum, en af þessum 309 hekturum varð tjón á 245 hekturum kornakra. 

Þetta er tæpum tveimur milljónum meira en greitt var fyrir árið 2020, þegar úttekið tjón vegna ágangs álfta og gæsa var á 213 hektara ræktunarspildna, 33 bænda.

Eingöngu greitt fyrir tjón á ræktunarspildum

Samkvæmt upplýsingum úr atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytinu er eingöngu greitt út á tjón á ræktunarspildum, það er spildum sem sáð var í fyrir viðkomandi ár. Ekki er greitt út á eldri tún þótt tjón sé oft mikið á nýræktum á öðru og þriðja ári.

Tjón er eingöngu bætt ef tjónið er metið meira en 30 prósent af heildarstærð spildunnar. Þegar tjón er 31-70% er greitt 50 prósenta álag, en þegar tjón er meira er 75 prósenta álag greitt.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...