Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Meðalhófið er best
Mynd / BBL
Skoðun 11. september 2018

Meðalhófið er best

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Mikið hefur verið talað um að gengi íslensku krónunnar sé höfuðorsök þess að fjara taki undan fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Á þessu hefur verið hamrað látlaust í allt sumar, en ekki er þó allt sem sýnist í þeim efnum. 
 
Gengi krónunnar er vissulega búið að vera hátt skráð á tímabilum í tæplega tvö ár. Sveiflur á gengi hafa þó verið talsvert miklar og undanfarnar vikur virðast hreyfingar benda til að töluverðar breytingar kunni að vera í uppsiglingu. Þó verður að hafa í huga að vegna óróa á alþjóðamarkaði eru miklar sveiflur á milli gjaldmiðla eins og dollars og evru. Erlendir gjaldmiðlar eru síðan langt frá því að vera samstiga í sínum sveiflum gagnvart íslensku krónunni. 
 
Gengi evrunnar gagnvart krónu stóð í gær, 5. september 2018,  í rúmlega 125,9 krónum og Bandaríkjadollar  kostaði þá 108,9 krónur samkvæmt miðgengi Seðlabanka Íslands. Þann 5. september 2017 kostaði evran  124,9  krónur og Bandaríkjadollar 104,9 krónur.  Sama dag árið 2016 var gengi evrunnar í 129,2 og Bandaríkjadollar kostaði 115,7 krónur.  Gengi krónunnar gagnvart evru var því um 3% hærra í gær en á sama tíma 2016 og um 6% hærra gagnvart dollar. 
 
Þegar skoðuð er gengisstaðan miðað við fréttir og upphrópanir á markaði, þá  var gengi krónunnar langsamlega hæst á þessu ári í mars. Þá kostaði evran ekki „nema“ 121.5 krónur og dollarinn var á rétt tæplega 99 krónur. Staðan fyrir útflutningsatvinnuvegina hefur því batnað töluvert frá þeim tíma þvert á það sem ætla mætti af umræðunni. Staðan er þó langt frá því jafn góð fyrir útflutningsgreinarnar eins og hún var í ársbyrjun 2016. Þá kostaði evran 141,3 krónur og Bandaríkjadollar 131,2 krónur. Þá var sannkölluð gósentíð fyrir útgerð og aðra sem seldu útlendingum vörur og þjónustu. 
 
Ári seinna, eða í janúar 2017, var orðin gjörbreyting á stöðunni. Þá kostaði evran ekki nema 118,3 krónur og dollarinn 113,3 krónur. Útflutningsgreinarnar fengu mun minna fyrir sinn snúð, en innflytjendur og Íslendingar sem vildu ferðast til útlanda réðu sér vart fyrir kæti. Síðan þá hefur ríkt hálfgert gullgrafaraæði í þessum efnum og ferðamönnum til landsins hefur fjölgað gríðarlega og varla til sá Íslendingur sem ekki hefur farið til útlanda einu sinni eða oftar yfir árið. 
 
Gallinn við þessar sveiflur er þó margþættur. Vöruútflytjendur og sér í lagi ferðaþjónustuaðilar verða að selja samkvæmt langtímaplani langt fram í tímann. Verðlagningin getur því oft miðast við stöðuna þegar gengi krónunnar var lágt og ef gengið hækkar á sölutímabilinu, þá fást færri krónur fyrir þann gjaldeyri sem kemur í kassann. Gagnvart erlendum ferðamönnum er staðan hins vegar afleit þegar verð eru miðuð við þann tímapunkt þegar krónan er í hæstu hæðum. Þá fá þeir mun minna fyrir sinn snúð og upplifa hreint okur í verðlagningu. Það er einmitt það sem virðist hafa verið að gerast síðustu mánuði og misseri.
 
Eftir því sem ferðamönnum hefur fjölgað hefur þetta orðspor auðvitað dreifst mun víðar um heiminn og það er  ekki alltaf sérlega fallegt. Slíkt orðspor getur orðið ansi lífseigt og virkar þá mjög neikvætt til langs tíma litið. Því hlýtur að vera mikilvægt að menn hagi verðlagningu á vörum og þjónustu hér innanlands  samkvæmt einhverju meðalhófi, en spenni það ekki í takt við hæstu toppa og dýpstu lægðir í gengisskráningu. Hafa verður í huga að ofsagræðgi og líka ofsaauðmýkt í verðlagningu getur magnað sveiflur stórlega gagnvart viðkvæmum þjónustugreinum og skapað óþarfa glundroða og fjárhagsvandræði. Það er því ekki bara hægt að skella skuldinni á gengissveiflur, menn mættu stundum líta  sér nær. Meðalhófið er alltaf best. 
Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...