Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ársæll Markússon með kartöflur í vistvænar umbúðum frá 1000 ára sveitaþorpi ehf.
Ársæll Markússon með kartöflur í vistvænar umbúðum frá 1000 ára sveitaþorpi ehf.
Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson
Fréttir 7. september 2018

Með kartöflur úr Þykkvabæ á markað í vistvænum pappírsumbúðum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Vaxandi eftirspurn hefur verið eftir vistvænum umbúðum fyrir matvörur í stað plastumbúða sem tröllriðið hafa markaðnum á undanförnum árum. Nú hefur fyrirtækið 1000 ára sveitaþorp ehf. hafið markaðssetningu á kartöflum úr Þykkvabæ í smekklega hönnuðum bréfpokum. 
 
Ársæll Markússon er hugmyndasmiðurinn á bak við þetta fyrirtæki, en hann býr á bænum Hákoti í Þykkvabæ þar sem faðir hans, Markús Ársælsson, og Halldóra Hafsteinsdóttir, móðir hans, hafa verið kartöflubændur í yfir 30 ár. Hann segir að sér hafi sviðið að sjá allt það plast sem notað er við pökkun á kartöflum auk þess sem þar fer mikið plast til spillis. 
 
„Vegna þessarar sóunar á plasti fór ég að hugsa hvort ekki væri hægt að gera þetta á umhverfisvænni hátt. Ég er síðan búinn að vera með umbúðirnar í þróun og vinnslu í um hálft ár. Pokarnir eru framleiddir fyrir okkur í Danmörku og hafa samskiptin við Danina snúist talsvert um að gæði pokanna séu nægilega mikil. 
Ég kaupi kartöflur af foreldrum mínum og kartöflubændum hér í kring. Síðan er þeim pakkað í höndum, pokarnir vigtaðir og saumað fyrir með handvirkum saumavélum. Ef þetta gengur upp þá vonast maður til að geta keypt aðeins stærri pökkunarvélar sem keppt geti við plastpokapökkunina. 
 
Sem stendur eru kartöflurnar frá 1000 ára sveitaþorpi eingöngu í boði í öllum Krónubúðunum, en ég hef fullan áhuga á að útvíkka starfsemina.  Viðtökurnar hafa verið mjög fínar, enda hittir markaðssetningin á þessu fyrir tilviljun á plastlausan september,“ segir Ársæll Markússon. 
Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...