Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Matvælastofnun gert að afhenda upplýsingar um sauðfjárbændur og greiðslur til þeirra
Mynd / BBL
Fréttir 8. ágúst 2018

Matvælastofnun gert að afhenda upplýsingar um sauðfjárbændur og greiðslur til þeirra

Höfundur: smh

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað upp úrskurð þann 31. júlí um að Matvælastofnun skyldi afhenda aðila upplýsingar sem viðkomandi óskaði eftir aðgangi að og varðar búskap sauðfjárbænda og greiðslur til þeirra. Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum í vörslu Matvælastofnunar um eftirlit stofnunarinnar með gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu.

Kærandi hafði fengið aðgang að hluta umbeðinna gagna en um tilteknar upplýsingar í svonefndum landbótaáætlunum kom fram í hinni kærðu ákvörðun að um einkamálefni viðkomandi bónda væri að ræða. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að kærandi ætti rétt á áætlunum án útstrikana. Nefndi lagði fyrir Matvælastofnun að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar varðandi þau gögn sem ekki hafði verið tekin fullnægjandi afstaða til upplýsingaréttar kæranda. Það felur í sér að veita beri upplýsingar um eftirfarandi atriði:

  1. 1. Nöfn og staðsetningu allra býla eða framleiðslueininga í sauðfjárframleiðslu sem hljóta greiðslur samkvæmt búvörusamningum, sundurliðað eftir ærgildum.
    2. Upplýsingar um heildargreiðslur til hvers bús fyrir sig samkvæmt búvörusamningi fyrir sauðfjárrækt fyrir árið 2015 eða 2016.
    3. Upplýsingar um það hvort framleiðslan standist ákvæði landnýtingarþáttar gæðastýringarinnar árið 2015 eða 2016.

Úrskurðinn má lesa á vef Stjórnarráðs Íslands í gegnum tengilinn hér fyrir neðan, en hann var birtur 7. ágúst.

 

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...