Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Matvælastofnun gert að afhenda upplýsingar um sauðfjárbændur og greiðslur til þeirra
Mynd / BBL
Fréttir 8. ágúst 2018

Matvælastofnun gert að afhenda upplýsingar um sauðfjárbændur og greiðslur til þeirra

Höfundur: smh

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað upp úrskurð þann 31. júlí um að Matvælastofnun skyldi afhenda aðila upplýsingar sem viðkomandi óskaði eftir aðgangi að og varðar búskap sauðfjárbænda og greiðslur til þeirra. Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum í vörslu Matvælastofnunar um eftirlit stofnunarinnar með gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu.

Kærandi hafði fengið aðgang að hluta umbeðinna gagna en um tilteknar upplýsingar í svonefndum landbótaáætlunum kom fram í hinni kærðu ákvörðun að um einkamálefni viðkomandi bónda væri að ræða. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að kærandi ætti rétt á áætlunum án útstrikana. Nefndi lagði fyrir Matvælastofnun að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar varðandi þau gögn sem ekki hafði verið tekin fullnægjandi afstaða til upplýsingaréttar kæranda. Það felur í sér að veita beri upplýsingar um eftirfarandi atriði:

  1. 1. Nöfn og staðsetningu allra býla eða framleiðslueininga í sauðfjárframleiðslu sem hljóta greiðslur samkvæmt búvörusamningum, sundurliðað eftir ærgildum.
    2. Upplýsingar um heildargreiðslur til hvers bús fyrir sig samkvæmt búvörusamningi fyrir sauðfjárrækt fyrir árið 2015 eða 2016.
    3. Upplýsingar um það hvort framleiðslan standist ákvæði landnýtingarþáttar gæðastýringarinnar árið 2015 eða 2016.

Úrskurðinn má lesa á vef Stjórnarráðs Íslands í gegnum tengilinn hér fyrir neðan, en hann var birtur 7. ágúst.

 

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Mismunur bændum í óhag
5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Þjóðarréttur Íslendinga
4. desember 2024

Þjóðarréttur Íslendinga

Baldur Högni
4. desember 2024

Baldur Högni

Tildra
4. desember 2024

Tildra