Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Matur er manns gaman
Fræðsluhornið 2. febrúar 2017

Matur er manns gaman

Höfundur: Jóhannes F. Halldórsson

Í Glouchesterskíri á Englandi er haldinn heldur óvenjulegur viðburður vor hvert þar sem fólk keppist við að elta ost sem er látinn rúlla niður brekku. Viðburðurinn myndi líklegast útleggjast á íslensku sem ostahlaup.

Viðburðurinn fer ávallt fram á Cooper-hæð sem er í eigu sveitarfélagsins á svæðinu. Sveitarstjórnin á svæðinu hefur undanfarin ár sett upp skilti á leið áhorfenda og þátttakenda sem hvetja fólk til að hætta við þátttöku í viðburðinum sökum slysahættu.

Takmarkið að ná ostinum

Reglur leiksins eru ósköp einfaldar. Þátttakendur taka sér stöðu efst á hæðinni, bíða þess að ræsirinn rúlli um níu punda hringlaga osti af stað niður brekkuna. Því næst eru þátttakendur ræstir af stað og keppast þeir við að hlaupa niður brekkuna með það takmark að ná ostinum. Það gefur auga leið að líkurnar á því að ná ostinum eru hverfandi enda getur osturinn náð allt að 122 kílómetra hraða á klukkustund á leið sinni niður brekkuna. Sá sem er fyrstur í mark neðst í brekkunni er svo krýndur sigurvegari kapphlaupsins.

Fyrstu rituðu heimildir um þennan viðburð eru frá árinu 1826 en talið er skýrt út frá þeim gögnum að hefðin er mun eldri en það. Sögur frá fjölskyldum sem hafa búið á svæðinu í gegnum aldanna rás telja sig geta rakið söguna allt til byrjun 17. aldar ef ekki lengra aftur í tímann.

Ævaforn hefð

Í raun er ekki vitað hvenær fyrstu leikar voru haldnir. Ein kenningin er sú að hefðin hafi skapast um 100 árum eftir Krist af landnemum sem settust að á svæðinu. Ostahlaupið var áður hluti af stærri hátíð á svæðinu þar sem fleiri viðburðir áttu sér stað, það styður aðra kenningu sem segir að heiðnir menn á svæðinu hafi verið að heiðra guðina og biðja um frjósamt sumar.

Cooper-hæð er brött og þýfð og slys eru tíð í hlaupinu. Til allrar hamingju eru áverkar yfirleitt minni háttar mar og hnjask þótt beinbrot komi fyrir. Flest meiðsli á einu ári voru árið 1997 þegar 33 þátttakendur meiddust og var leikum næsta árs þá aflýst. Vinsældir hlaupsins hafa aukist gríðarlega og flykkist fólk hvaðanæva að úr heiminum til að taka þátt eða einfaldlega bara til þess að fylgjast með. T.d er talið að 15.000 manns hafi verið á svæðinu árið 2009. Með auknum kröfum nútímans um öryggi og heilsu fólks hefur reynst erfitt að stýra þeim fjölda fólks sem sækist eftir að koma á viðburðinn. Hlaupinu hefur því nokkrum sinnum verið aflýst nú á seinni árum.

Í nálægu þorpi, Shurdington, sem er í um 5 kílómetra fjarlægð frá Cooper-hæð er bar að nafni „The Cheese Rollers pub“. Hann dregur nafn sitt af þessum atburði og er vinsæll viðkomustaður þátttakenda fyrir hlaupið. Þar safnast fólk saman til að ræða hvernig best er að haga hlaupinu til að auka vinningslíkur sínar og eflaust til að drekka í sig kjark fyrir verk­efnið sem fram undan er.

Skylt efni: Stekkur

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...

Lindarbrekka í Berufirði komin með sláturleyfi  en ætlar ekki að nýta það í ár
Fréttir 24. nóvember 2021

Lindarbrekka í Berufirði komin með sláturleyfi en ætlar ekki að nýta það í ár

Á tveimur sauðfjárbúum hefur nú í haust verið slátrað samkvæmt nýlegri reglugerð...