Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Matthías frá Brún á Matthildi úr hans ræktun.
Matthías frá Brún á Matthildi úr hans ræktun.
Mynd / Þórir Tryggvason
Fréttir 28. maí 2019

Matthías frá Brún heiðraður fyrir hrossarækt

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Matthías Eiðsson, lengst af kenndur við bæinn Brún ofan Akureyrar, var heiðraður á sýningu sem Hestamannafélagið Léttir efndi til á dögunum með yfirskriftinni Hestaveisla. Það voru Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga sem stóðu að heiðrun Matthíasar fyrir ævistarf hans við hrossaræktun hér á landi.
 
Matthías hefur í áratugi stundað hrossarækt og hefur ræktun hans skipt sköpum í hrossarækt á landinu „og skilað þeim árangri að nú er um allt land mikill fjöldi hrossa sem eiga með einum og eða öðrum hætti tengsl sín og ættir að rekja við hross Matthíasar og formóður farsæls ræktunarstarfs hans,“ segir í umsögn hrossaræktarsamtakanna um Matthías.
 
Hekla frá Árgerði í Eyjafirði er formóðir þessarar ræktunar og dóttir hennar og eina folald, Ósk frá Brún, hefur skilað af sér mörgum afkvæmum og farsælum stóðhestum sem svo sannarlega hafa sett svip sinn á hestaheiminn á Íslandi á liðnum áratugum. 
 
Með þessu vilja Hrossaræktar­samtök Eyfirðinga og Þingeyinga þakka Matthíasi af heilum hug framlag hans til hestamennskunnar í landinu,“ segir enn fremur í umsögninni. 
 
Sigfús Ólafur Helgason, framkvæmdastjóri Hestamannafélagsins Léttis, afhenti Matthíasi Eiðssyni viðurkenninguna. 
 
Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...