Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Matthías frá Brún á Matthildi úr hans ræktun.
Matthías frá Brún á Matthildi úr hans ræktun.
Mynd / Þórir Tryggvason
Fréttir 28. maí 2019

Matthías frá Brún heiðraður fyrir hrossarækt

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Matthías Eiðsson, lengst af kenndur við bæinn Brún ofan Akureyrar, var heiðraður á sýningu sem Hestamannafélagið Léttir efndi til á dögunum með yfirskriftinni Hestaveisla. Það voru Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga sem stóðu að heiðrun Matthíasar fyrir ævistarf hans við hrossaræktun hér á landi.
 
Matthías hefur í áratugi stundað hrossarækt og hefur ræktun hans skipt sköpum í hrossarækt á landinu „og skilað þeim árangri að nú er um allt land mikill fjöldi hrossa sem eiga með einum og eða öðrum hætti tengsl sín og ættir að rekja við hross Matthíasar og formóður farsæls ræktunarstarfs hans,“ segir í umsögn hrossaræktarsamtakanna um Matthías.
 
Hekla frá Árgerði í Eyjafirði er formóðir þessarar ræktunar og dóttir hennar og eina folald, Ósk frá Brún, hefur skilað af sér mörgum afkvæmum og farsælum stóðhestum sem svo sannarlega hafa sett svip sinn á hestaheiminn á Íslandi á liðnum áratugum. 
 
Með þessu vilja Hrossaræktar­samtök Eyfirðinga og Þingeyinga þakka Matthíasi af heilum hug framlag hans til hestamennskunnar í landinu,“ segir enn fremur í umsögninni. 
 
Sigfús Ólafur Helgason, framkvæmdastjóri Hestamannafélagsins Léttis, afhenti Matthíasi Eiðssyni viðurkenninguna. 
 
Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...