Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Matthías frá Brún á Matthildi úr hans ræktun.
Matthías frá Brún á Matthildi úr hans ræktun.
Mynd / Þórir Tryggvason
Fréttir 28. maí 2019

Matthías frá Brún heiðraður fyrir hrossarækt

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Matthías Eiðsson, lengst af kenndur við bæinn Brún ofan Akureyrar, var heiðraður á sýningu sem Hestamannafélagið Léttir efndi til á dögunum með yfirskriftinni Hestaveisla. Það voru Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga sem stóðu að heiðrun Matthíasar fyrir ævistarf hans við hrossaræktun hér á landi.
 
Matthías hefur í áratugi stundað hrossarækt og hefur ræktun hans skipt sköpum í hrossarækt á landinu „og skilað þeim árangri að nú er um allt land mikill fjöldi hrossa sem eiga með einum og eða öðrum hætti tengsl sín og ættir að rekja við hross Matthíasar og formóður farsæls ræktunarstarfs hans,“ segir í umsögn hrossaræktarsamtakanna um Matthías.
 
Hekla frá Árgerði í Eyjafirði er formóðir þessarar ræktunar og dóttir hennar og eina folald, Ósk frá Brún, hefur skilað af sér mörgum afkvæmum og farsælum stóðhestum sem svo sannarlega hafa sett svip sinn á hestaheiminn á Íslandi á liðnum áratugum. 
 
Með þessu vilja Hrossaræktar­samtök Eyfirðinga og Þingeyinga þakka Matthíasi af heilum hug framlag hans til hestamennskunnar í landinu,“ segir enn fremur í umsögninni. 
 
Sigfús Ólafur Helgason, framkvæmdastjóri Hestamannafélagsins Léttis, afhenti Matthíasi Eiðssyni viðurkenninguna. 
 
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...