Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Matjurtaræktarhefð í stærri stíl er hverfandi á Austurlandi, en Framfarafélag Fljótsdalshéraðs vinnur nú að verkefni sem hefur að markmiði að blása lífi í slíka ræktun í fjórðungnum. Á myndinni, sem tekin var í fyrrahaust, er Friðjón Þórarinsson, bóndi á
Matjurtaræktarhefð í stærri stíl er hverfandi á Austurlandi, en Framfarafélag Fljótsdalshéraðs vinnur nú að verkefni sem hefur að markmiði að blása lífi í slíka ræktun í fjórðungnum. Á myndinni, sem tekin var í fyrrahaust, er Friðjón Þórarinsson, bóndi á
Mynd / MÞÞ
Fréttir 29. október 2015

Matjurtarækt í stærri stíl hverfandi fyrir austan

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
,,Matjurtarækt á Austurlandi“ er undirbúningsverkefni, sem Framfarafélag Fljótsdalshéraðs stendur fyrir, ásamt nokkrum samstarfsaðilum, en þeir eru Gróðrar­stöðin Barri, Búnaðar­samband Austurlands og Hitaveita Egilsstaða og Fella.
 
Styrkur fékkst frá Uppbyggingar­sjóði Austurbrúar til að vinna að verk­efninu. 
 
Ræktun heima í héraði uppfyllir lítið brot af þörfinni
 
Þórarinn Lárusson í  Framfarafélagi Fljótsdalshéraðs segir að samkvæmt fremur grófri en allviðamikilli könnun verkefnastjórnar félagsins uppfylli matjurtaframleiðsla eystra mjög lítinn hluta af matjurtaþörf mötuneyta og veitingastaða og greinilegt að þar er mikið borð fyrir báru, jafnvel á sviði algengustu matjurta, eins og rótarávaxta, kál- og salattegunda, hvað þá heilsársframleiðslu í gróðurhúsum, svo sem eins og á tómötum, en þó er mikið heitt vatn til staðar á Héraði. 
 
Félagið stóð fyrir kynningarfundum á dögunum, enginn mætti á Reyðarfirði, en í Valaskjálf á Egilsstöðum var haldinn ágætur fundur um málið.  Í kjölfarið hefur verið unnið að námskeiðsáætlun að frumkvæði Guðríðar Helgadóttur frá Landbúnaðarháskóla Íslands. 
 
Skortur á reynslu og þekkingu
 
Nú stendur fyrir dyrum stjórnarfundur hjá FF, og með samstarfsaðilum í kjölfarið, þar sem mál þessi verða m.a. rædd og teknar ákvarðanir um fleiri kynningarfundi og námskeið í matjurtarækt víðs vegar í fjórðungnum á næstunni. Þórarinn segir  of snemmt að fjalla um þau sem og frekari áform, fyrst þurfi að sjá hver þátttakan verði. 
 
„Greinilegt er að hér eystra er matjurtaræktarhefð, a.m.k. í stærri stíl, alveg hverfandi, þegar lífræna ræktunin í Vallanesi er frátalin, og vöntun á sérfæðiþekkingu og reynslu á þessu sviði er mikil, miðað við það sem þekkist víða annars staðar á landinu,“ segir Þórarinn og það sé þrátt fyrir að náttúruskilyrði séu að mörgu leyti góð. 

2 myndir:

Skylt efni: Matjurtarækt

Kjötskortur, hvað?
Fréttir 24. mars 2023

Kjötskortur, hvað?

Sé horft til ásetningsfjölda gripa á landinu er fyrirsjáanlegt að framboð á kjöt...

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum
Fréttir 24. mars 2023

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum

Aðalfundur deildar svínabænda Bændasamtaka Íslands var haldinn í Saltvík 16. mar...

Um 5% fækkun sauðfjár
Fréttir 24. mars 2023

Um 5% fækkun sauðfjár

Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum úr matvælaráðuneytinu hefur orðið um fimm prósen...

Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa
Fréttir 24. mars 2023

Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa

Tvö eggjabú munu hætta framleiðslu í júní nk. Formaður deildar eggjabænda segir ...

Áburðarframleiðsla á döfinni
Fréttir 23. mars 2023

Áburðarframleiðsla á döfinni

Á Búnaðarþingi mun Þorvaldur Arnarsson, verkefnastjóri hjá Landeldi hf., kynna v...

Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra
Fréttir 23. mars 2023

Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra

Matvælaráðherra fundaði með eyfirskum bændum síðastliðið sunnudagskvöld í mötune...

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin
Fréttir 23. mars 2023

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin

Á mánudaginn var hið íslenska Næra fiskinasl frá Responsible Foods útnefnt besta...

Ekki féhirðir annarra
Fréttir 23. mars 2023

Ekki féhirðir annarra

Þórarinn Skúlason og Guðfinna Guðnadóttir, bændur á Steindórsstöðum, eru á meðal...