Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Matjurtaræktarhefð í stærri stíl er hverfandi á Austurlandi, en Framfarafélag Fljótsdalshéraðs vinnur nú að verkefni sem hefur að markmiði að blása lífi í slíka ræktun í fjórðungnum. Á myndinni, sem tekin var í fyrrahaust, er Friðjón Þórarinsson, bóndi á
Matjurtaræktarhefð í stærri stíl er hverfandi á Austurlandi, en Framfarafélag Fljótsdalshéraðs vinnur nú að verkefni sem hefur að markmiði að blása lífi í slíka ræktun í fjórðungnum. Á myndinni, sem tekin var í fyrrahaust, er Friðjón Þórarinsson, bóndi á
Mynd / MÞÞ
Fréttir 29. október 2015

Matjurtarækt í stærri stíl hverfandi fyrir austan

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
,,Matjurtarækt á Austurlandi“ er undirbúningsverkefni, sem Framfarafélag Fljótsdalshéraðs stendur fyrir, ásamt nokkrum samstarfsaðilum, en þeir eru Gróðrar­stöðin Barri, Búnaðar­samband Austurlands og Hitaveita Egilsstaða og Fella.
 
Styrkur fékkst frá Uppbyggingar­sjóði Austurbrúar til að vinna að verk­efninu. 
 
Ræktun heima í héraði uppfyllir lítið brot af þörfinni
 
Þórarinn Lárusson í  Framfarafélagi Fljótsdalshéraðs segir að samkvæmt fremur grófri en allviðamikilli könnun verkefnastjórnar félagsins uppfylli matjurtaframleiðsla eystra mjög lítinn hluta af matjurtaþörf mötuneyta og veitingastaða og greinilegt að þar er mikið borð fyrir báru, jafnvel á sviði algengustu matjurta, eins og rótarávaxta, kál- og salattegunda, hvað þá heilsársframleiðslu í gróðurhúsum, svo sem eins og á tómötum, en þó er mikið heitt vatn til staðar á Héraði. 
 
Félagið stóð fyrir kynningarfundum á dögunum, enginn mætti á Reyðarfirði, en í Valaskjálf á Egilsstöðum var haldinn ágætur fundur um málið.  Í kjölfarið hefur verið unnið að námskeiðsáætlun að frumkvæði Guðríðar Helgadóttur frá Landbúnaðarháskóla Íslands. 
 
Skortur á reynslu og þekkingu
 
Nú stendur fyrir dyrum stjórnarfundur hjá FF, og með samstarfsaðilum í kjölfarið, þar sem mál þessi verða m.a. rædd og teknar ákvarðanir um fleiri kynningarfundi og námskeið í matjurtarækt víðs vegar í fjórðungnum á næstunni. Þórarinn segir  of snemmt að fjalla um þau sem og frekari áform, fyrst þurfi að sjá hver þátttakan verði. 
 
„Greinilegt er að hér eystra er matjurtaræktarhefð, a.m.k. í stærri stíl, alveg hverfandi, þegar lífræna ræktunin í Vallanesi er frátalin, og vöntun á sérfæðiþekkingu og reynslu á þessu sviði er mikil, miðað við það sem þekkist víða annars staðar á landinu,“ segir Þórarinn og það sé þrátt fyrir að náttúruskilyrði séu að mörgu leyti góð. 

2 myndir:

Skylt efni: Matjurtarækt

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...