Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Matarsóun á Íslandi var 60,3 þúsund tonn fyrir viðmiðunarárið 2022.
Matarsóun á Íslandi var 60,3 þúsund tonn fyrir viðmiðunarárið 2022.
Mynd / Earth.org
Fréttir 27. febrúar 2025

Matarsóun mælist mest á frumframleiðsluþrepi

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Matarsóun mælist mest í frumframleiðsluþrepi virðiskeðjunnar; 29.130 tonn, eða 48% af heildarmatarsóun árið 2022.

Tæpur helmingur allrar matar- sóunar á sér stað í frumframleiðslu matvæla en um 40% á heimilum skv. niðurstöðum mælinga Umhverfis- og Orkustofnunar. Stofnunin hefur í fyrsta sinn mælt matarsóun í allri virðiskeðju matvæla eftir staðlaðri aðferðafræði Evrópusambandsins. Niðurstöðurnar hafa verið kynntar áður, en nákvæm skýrsla var birt 23. janúar sl.

Matarsóun var mæld fyrir öll stig virðiskeðjunnar; frumframleiðslu, vinnslu og framleiðslu, verslun og dreifingu, veitingahús og matvælaþjónustu og heimili. Niðurstöðurnar sýndu að matarsóun á Íslandi var alls 60,3 þúsund tonn fyrir viðmiðunarárið 2022. Það jafngildir 160 kg/íbúa. Mæld matarsóun var stærst í frumframleiðsluþrepi virðiskeðjunnar; 29.130 tonn, eða 48% af heildarmatarsóun árið 2022.

Næstmest var matarsóun frá heimilum, sem mældist 23.781 tonn, eða 39% af heildinni. Veitingastaðir og matarþjónusta nam 6% af heildar matarsóun (3,86 tonn), smásala og dreifing 3% (1,93 tonn) og vinnsla og framleiðsla nam 3% matvælaúrgangs, eða 1,6 tonn.

Niðurstöðurnar skapa að sögn skýrsluhöfunda grunn fyrir framtíðarrannsóknir og markmið í minnkun matarsóunar.

Ísland hefur sett sér markmið um að draga úr matarsóun, bæði sem hluta af aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og framlags þjóðarinnar til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Lágmörkun matarsóunar er loftslagsmál, efnahagsmál og mikilvægur þáttur í innleiðingu hringrásarhagkerfisins, segir í kynningu Umhverfis- og orkustofnunar.

Skylt efni: matarsóun

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...