Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Matarsóun á Íslandi var 60,3 þúsund tonn fyrir viðmiðunarárið 2022.
Matarsóun á Íslandi var 60,3 þúsund tonn fyrir viðmiðunarárið 2022.
Mynd / Earth.org
Fréttir 21. febrúar 2025

Matarsóun mælist mest á frumframleiðsluþrepi

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Matarsóun mælist mest í frumframleiðsluþrepi virðis- keðjunnar; 29.130 tonn, eða 48% af heildarmatarsóun árið 2022.

Tæpur helmingur allrar matar- sóunar á sér stað í frumframleiðslu matvæla en um 40% á heimilum skv. niðurstöðum mælinga Umhverfis- og Orkustofnunar. Stofnunin hefur í fyrsta sinn mælt matarsóun í allri virðiskeðju matvæla eftir staðlaðri aðferðafræði Evrópusambandsins. Niðurstöðurnar hafa verið kynntar áður, en nákvæm skýrsla var birt 23. janúar sl.

Matarsóun var mæld fyrir öll stig virðiskeðjunnar; frumframleiðslu, vinnslu og framleiðslu, verslun og dreifingu, veitingahús og matvælaþjónustu og heimili. Niðurstöðurnar sýndu að matarsóun á Íslandi var alls 60,3 þúsund tonn fyrir viðmiðunarárið 2022. Það jafngildir 160 kg/íbúa. Mæld matarsóun var stærst í frumframleiðsluþrepi virðiskeðjunnar; 29.130 tonn, eða 48% af heildarmatarsóun árið 2022.

Næstmest var matarsóun frá heimilum, sem mældist 23.781 tonn, eða 39% af heildinni. Veitingastaðir og matarþjónusta nam 6% af heildar matarsóun (3,86 tonn), smásala og dreifing 3% (1,93 tonn) og vinnsla og framleiðsla nam 3% matvælaúrgangs, eða 1,6 tonn. Niðurstöðurnar skapa að sögn skýrsluhöfunda grunn fyrir framtíðarrannsóknir og markmið í minnkun matarsóunar.

Ísland hefur sett sér markmið um að draga úr matarsóun, bæði sem hluta af aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og framlags þjóðarinnar til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Lágmörkun matarsóunar er loftslagsmál, efnahagsmál og mikilvægur þáttur í innleiðingu hringrásarhagkerfisins, segir í kynningu Umhverfis- og orkustofnunar.

Skylt efni: matarsóun

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...