Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Aytenew Endeshaw Tatek umhverfis- og auðlindafræðingur.
Aytenew Endeshaw Tatek umhverfis- og auðlindafræðingur.
Líf og starf 28. apríl 2015

Matarskortur afleiðing jarðvegseyðingar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Aytenew Endeshaw Tatek er umhverfis- og auðlindafræðingur frá Eþíópíu og starfar hjá stofnun sem hefur umsjón með landnýtingar- og umhverfismálum í stærsta héraði landsins.

Stofnunin nefnist Bureau of Agriculture og mikilvægur hluti af starfi þeirra felst m.a. í ráðgjafarþjónustu. Hann segir jarðvegsvernd og fæðuöryggi vera sitt helsta áhugamál enda séu bæði jarðvegseyðing og matarskortur mikið vandamál í sínu heimalandi.

Tatek segir að þurrkar séu algengir í Eþíópíu en á milli rigni mikið á skömmum tíma og að við slíkar aðstæður geti jarðvegi hæglega skolað burt. „Slíkt er algengt í fjallahéruðum landsins og víða hefur allur jarðvegurinn skolast burt. Fyrir 30 árum ríkti gríðarleg hungursneyð í landinu í kjölfar langvarandi þurrka.“ Hann segir að þurrkarnir komi á um það bil tíu ára fresti og úrkoma sem fellur í kjölfarið valdi enn meiri jarðvegseyðingu en ella.
„Fyrir nokkrum árum hrintu stjórnvöld í Eþíópíu í framkvæmd gríðarstóru umhverfisverndarverkefni þar sem bændur eru meðal annars hvattir og studdir til að setja upp varnargarða til að fanga regnvatn og verjast þannig jarðvegseyðingunni. Verkefnið hefur þegar skilað árangri á nokkrum stöðum og leitt til þess að dregið hefur úr jarðvegseyðingu þar.“

Að lokinni dvöl sinni hér segist Taker ætla að snúa aftur heim og fara að sinna verkefnum tengdum jarðvegsvernd og endurheimt jarðvegs. „Þar mun ég nýta mér þá þekkingu og reynslu sem ég öðlast í náminu sem ég er sannfærður að koma muni að gagni.“

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...