Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Aytenew Endeshaw Tatek umhverfis- og auðlindafræðingur.
Aytenew Endeshaw Tatek umhverfis- og auðlindafræðingur.
Líf og starf 28. apríl 2015

Matarskortur afleiðing jarðvegseyðingar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Aytenew Endeshaw Tatek er umhverfis- og auðlindafræðingur frá Eþíópíu og starfar hjá stofnun sem hefur umsjón með landnýtingar- og umhverfismálum í stærsta héraði landsins.

Stofnunin nefnist Bureau of Agriculture og mikilvægur hluti af starfi þeirra felst m.a. í ráðgjafarþjónustu. Hann segir jarðvegsvernd og fæðuöryggi vera sitt helsta áhugamál enda séu bæði jarðvegseyðing og matarskortur mikið vandamál í sínu heimalandi.

Tatek segir að þurrkar séu algengir í Eþíópíu en á milli rigni mikið á skömmum tíma og að við slíkar aðstæður geti jarðvegi hæglega skolað burt. „Slíkt er algengt í fjallahéruðum landsins og víða hefur allur jarðvegurinn skolast burt. Fyrir 30 árum ríkti gríðarleg hungursneyð í landinu í kjölfar langvarandi þurrka.“ Hann segir að þurrkarnir komi á um það bil tíu ára fresti og úrkoma sem fellur í kjölfarið valdi enn meiri jarðvegseyðingu en ella.
„Fyrir nokkrum árum hrintu stjórnvöld í Eþíópíu í framkvæmd gríðarstóru umhverfisverndarverkefni þar sem bændur eru meðal annars hvattir og studdir til að setja upp varnargarða til að fanga regnvatn og verjast þannig jarðvegseyðingunni. Verkefnið hefur þegar skilað árangri á nokkrum stöðum og leitt til þess að dregið hefur úr jarðvegseyðingu þar.“

Að lokinni dvöl sinni hér segist Taker ætla að snúa aftur heim og fara að sinna verkefnum tengdum jarðvegsvernd og endurheimt jarðvegs. „Þar mun ég nýta mér þá þekkingu og reynslu sem ég öðlast í náminu sem ég er sannfærður að koma muni að gagni.“

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...