Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Frumkvöðullinn Ingi Björn Sigurðsson kynnti viðburðinn á fundi Landbúnaðarklasans á dögunum.
Frumkvöðullinn Ingi Björn Sigurðsson kynnti viðburðinn á fundi Landbúnaðarklasans á dögunum.
Mynd / smh
Fréttir 19. apríl 2017

Matarhakkaþon haldið í húsakynnum Sjávarklasans

Höfundur: smh

Viðburðurinn LYST - Future of the food verður haldinn dagana 27.-30. apríl næstkomandi. Honum er meðal annars ætlað að örva nýsköpun í matvælageiranum.

Viðburðurinn samanstendur af þremur liðum; ráðstefnu um framtíð viðskipta með matvæli, sem fer fram í Gamla Bíói í Reykjavík þann 27. apríl, Matarferðalagi þar sem erlendir gestir ráðstefnunar fara út á land – og hitta þá sem eru raunverulega að búa til og framleiða mat –  og að endingu fer fram fyrsta íslenska matarhakkaþonið fram í húsakynnum Íslenska Sjávarklasasans.

Finna lausnir saman á 36 tímum

Frumkvöðullinn Ingi Björn Sigurðsson kynnti viðburðinn á fundi Landbúnaðarklasans fyrir skemmstu. Hann segir að Matarhakkaþon sé viðburður þar sem þátttakendur fá tækifæri til þess að finna lausnir saman á tilteknum vandamálum, á 36 klukkutímum. „Nafnið hakkaþon er einmitt sett saman úr því að hakka eitthvað saman og maraþoni. Hakkaþon er vel þekkt úr tækniheiminum þar sem fyrirtæki á borð við Google og Facebook nota þessa aðferð til að fá starfsmenn sína til þess að hakka saman lausnir og veita verðlaun fyrir bestu lausnirnar. Fyrirtækin nýta hakkaþon til þess að örva sköpunarkraft starfsmanna og jafnframt til þess að finna ný tækifæri.

Það sem er gaman við matarhakkaþon er að það geta allir tekið þátt. Það geta allir skapað eitthvað í kringum mat, búið til mat, búið til matarkonsept og eða blandað mat og tækni saman. Á matarhakkaþoni á heima fólk á öllum aldri; ömmur, afar og barnabörn. Fólk með allskonar bakgrunn; matareiðslufólk, matvælaframleiðendur, markaðsfólk, hönnuðir, sjómenn, bændur og búalið. Í rauninni það eina sem þarf til, er að vera umhugað um matvæli og hafa áhuga á sköpun. 

Þema Matarhakkaþonsins er sjálfbærni. Lausnir eða afurðir út úr því gætu til dæmis verið barnamatur úr íslenskum fiski, gulrótarsnakk, markaðstorg fyrir matarafganga, app sem hjálpar viðskiptavinum að finna íslenskar vörur, lamb til leigu, rabarbaraís. Svo eru auðvitað ótal aðrar hugmyndir,“ segir Ingi Björn.

Nánari upplýsingar um viðburðinn er að finna á vefnum lyst.is og þar er einnig hægt að skrá sig til þátttöku.

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...