Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Frumkvöðullinn Ingi Björn Sigurðsson kynnti viðburðinn á fundi Landbúnaðarklasans á dögunum.
Frumkvöðullinn Ingi Björn Sigurðsson kynnti viðburðinn á fundi Landbúnaðarklasans á dögunum.
Mynd / smh
Fréttir 19. apríl 2017

Matarhakkaþon haldið í húsakynnum Sjávarklasans

Höfundur: smh

Viðburðurinn LYST - Future of the food verður haldinn dagana 27.-30. apríl næstkomandi. Honum er meðal annars ætlað að örva nýsköpun í matvælageiranum.

Viðburðurinn samanstendur af þremur liðum; ráðstefnu um framtíð viðskipta með matvæli, sem fer fram í Gamla Bíói í Reykjavík þann 27. apríl, Matarferðalagi þar sem erlendir gestir ráðstefnunar fara út á land – og hitta þá sem eru raunverulega að búa til og framleiða mat –  og að endingu fer fram fyrsta íslenska matarhakkaþonið fram í húsakynnum Íslenska Sjávarklasasans.

Finna lausnir saman á 36 tímum

Frumkvöðullinn Ingi Björn Sigurðsson kynnti viðburðinn á fundi Landbúnaðarklasans fyrir skemmstu. Hann segir að Matarhakkaþon sé viðburður þar sem þátttakendur fá tækifæri til þess að finna lausnir saman á tilteknum vandamálum, á 36 klukkutímum. „Nafnið hakkaþon er einmitt sett saman úr því að hakka eitthvað saman og maraþoni. Hakkaþon er vel þekkt úr tækniheiminum þar sem fyrirtæki á borð við Google og Facebook nota þessa aðferð til að fá starfsmenn sína til þess að hakka saman lausnir og veita verðlaun fyrir bestu lausnirnar. Fyrirtækin nýta hakkaþon til þess að örva sköpunarkraft starfsmanna og jafnframt til þess að finna ný tækifæri.

Það sem er gaman við matarhakkaþon er að það geta allir tekið þátt. Það geta allir skapað eitthvað í kringum mat, búið til mat, búið til matarkonsept og eða blandað mat og tækni saman. Á matarhakkaþoni á heima fólk á öllum aldri; ömmur, afar og barnabörn. Fólk með allskonar bakgrunn; matareiðslufólk, matvælaframleiðendur, markaðsfólk, hönnuðir, sjómenn, bændur og búalið. Í rauninni það eina sem þarf til, er að vera umhugað um matvæli og hafa áhuga á sköpun. 

Þema Matarhakkaþonsins er sjálfbærni. Lausnir eða afurðir út úr því gætu til dæmis verið barnamatur úr íslenskum fiski, gulrótarsnakk, markaðstorg fyrir matarafganga, app sem hjálpar viðskiptavinum að finna íslenskar vörur, lamb til leigu, rabarbaraís. Svo eru auðvitað ótal aðrar hugmyndir,“ segir Ingi Björn.

Nánari upplýsingar um viðburðinn er að finna á vefnum lyst.is og þar er einnig hægt að skrá sig til þátttöku.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...