Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Massey Ferguson 5610 var vinsælasta nýja dráttarvélin meðal bænda á Íslandi árið 2014. Hér er sams konar vél komin alla leið á Suðurpólinn eftir að hafa fyrst farið í reynsluakstur á Vatnajökli.
Massey Ferguson 5610 var vinsælasta nýja dráttarvélin meðal bænda á Íslandi árið 2014. Hér er sams konar vél komin alla leið á Suðurpólinn eftir að hafa fyrst farið í reynsluakstur á Vatnajökli.
Fréttir 16. janúar 2015

Massey Ferguson er langvinsælasta dráttarvélin ár eftir ár

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Samkvæmt tölum Samgöngustofu voru seldar 105 nýjar hefðbundnar dráttarvélar á árinu 2014 sem er nærri um 1% samdráttur frá árinu 2013 þegar seldar voru 108 vélar.  Það ár hafði verið 6,5% samdráttur í heildina frá 2012 svo lítið virðist vera að glæðast í dráttarvélasölunni hér á landi miðað við stöðuna fyrir efnahagshrunið 2008.
 
Sala upp á 105 dráttarvélar er ekki sérlega mikið að mati þeirra sem þekkja vel til á markaðnum. Eðlileg endurnýjunarþörf er talin vera um 150 til 170 dráttarvélar á ári og nú hefur salan verið langt undir þeim tölum í fjölda ára. Meðalaldur dráttarvélaflota landsmanna hækkar því stöðugt. 
 
Massey Ferguson á toppnum
 
Söluhæsta nýja dráttarvélin á síðasta ári var hinn fornfrægi Massey Ferguson, sömu gerðar og fór á Suðurpólinn undir árslok 2014 (MF 5610) og var m.a. í reynsluakstri á vegum Artic Trucks á Vatnajökli á síðastliðnu hausti.
 
Á síðasta ári voru fluttar inn  30 nýjar Massey Ferguson vélar. Er hann greinilega langvinsælasta tegundin, með 28,6% hlutdeild af heildarsölu dráttarvéla hér á landi á síðasta ári. Á árinu 2013 voru seldar 28 Massey Ferguson vélar sem veltu þá úr sessi Valtra sem var söluhæst árið 2012 en er nú í öðru sæti eins og í fyrra. Í þriðja sæti er svo Claas sem kemst þar upp fyrir New Holland sem var í þriðja sætinu á síðasta ári. 
 
Jötunn Vélar með 51,4% markaðshlutdeild
 
Athygli vekur að Jötunn Vélar á Selfossi var með tvær söluhæstu dráttarvélarnar rétt eins og árið 2013 og bætir heldur við markaðshlutdeild sína. Er Jötunn Vélar nú með 51,4% markaðshlutdeild af sölu allra nýrra dráttarvéla á Íslandi en var með 46% hlutfall árið áður. 
 
Finnbogi Magnússon, fram­kvæmda­­stjóri Jötuns Véla, segir að þó þeim hafi gengið vel í sölunni á síðasta ári, þá sé sú staða ekkert sjálfgefin. 
 
Á síðasta ári var Massey Ferguson með 30 seldar vélar og Valtra með 24. Samanlagt þýðir þetta 51,4% markaðshlutdeild hjá umboðsaðilanum Jötni Vélum.
 
Vélfang er með Claas, Fendt og JCB. Seldi fyrirtækið 17 Claas vélar og 3 Fendt en JCB komst ekki á blað frekar en árið áður. Er fyrirtækið því með 19% markaðshlutdeild og er komið í annað sætið á markaðnum, en var með 11% hlutdeild árið 2013 samkvæmt fyrirliggjandi tölum.  
Kraftvélar í Kópavogi eru í þriðja sæti í samanlögðum tölum með New Holland og Case IH. Af þessum tegundum voru seldar 13 dráttarvélar, þ.e. 9 stykki af New Holland og 4 Case, sem gerir 12,4% markaðshlutdeild. Er það heldur lægri markaðshlutdeild en á árinu 2013 þegar fyrirtækið var með 17% hlutdeild á dráttarvélamarkaðnum og í öðru sæti. 
 
Þór er í fjórða sætinu og seldi 5 Kubota og 5 Deutz Fahr dráttarvélar. Var Þór því samanlagt með 9,5% hlutdeild á síðasta ári en var með 14% markaðshlutdeild árið 2013. 
 
VB Landbúnaður seldi 3 Zetor dráttarvélar en enga John Deere vél. Markaðshlutdeild fyrirtækisins er því 2,8% en var 12% hlutdeild árið 2013. Vegur hver einasta vél þungt í slíkum útreikningi og ekki þarf mikið til að breyta stöðunni á markaðnum.
 
Samkvæmt heimildum Bænda­blaðsins munu hafa verið seldar tvær kínverskar Dong Feng dráttarvélar á síðasta ári, ein Belarus frá Hvíta Rússlandi, ein kínversk Unique og ein Branson dráttarvél frá Suður-Kóreu. 
 
/Sjá tölur um notaðar vélar á bls. 4 í nýjasta tölublaði Bændablaðsins.

6 myndir:

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MA...

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...