Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Massey Ferguson á Suðurpólinn
Fréttir 2. janúar 2015

Massey Ferguson á Suðurpólinn

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Ferð Massey Ferguson á Suðurpólinn, sem fjallað var um í Bændablaðinu 6. nóvember, gekk vonum framar og eftirfarandi tilkynning frá hópnum barst hinn 9. desember:

„Klukkan er 2:30 að morgni 9. desember. Eftir 17 daga ferðalag og 2.500 kílómetra akstur erum við núna stödd við röndóttu súluna sem markar sjálfan Suðurpólinn. Það er ótrúlegt á að horfa, en á Suðurpólnum stendur núna rauð Massey Ferguson dráttarvél! Við erum í skýjunum yfir að hafa náð markmiði okkar og þakklát öllum þeim sem aðstoðuðu okkur við að ná hingað.“ 

Skiptust á að keyra í 23 tíma á sólarhring

Hugmyndina að ferðinni átti Manon Ossevoort sem ók vélinni. Hana hafði lengi dreymt um að aka á dráttarvél „á enda heimsins“. Þessi 38 ára leikkona hafði áður lagt að baki um 38 þúsund kílómetra á dráttarvél, frá heimili sínu í Hollandi þvert yfir Evrópu og Afríku. Með hjálp Massey Ferguson tókst henni nú að ljúka þessum lokalegg ferðarinnar.

Leiðin á Suðurpólinn var mjög erfið. Leiðangursmenn óku dráttarvélinni í 23 klukkustundir í senn og stoppuðu aðeins stutta stund til að sinna viðhaldi og skipta um ökumann áður en lagt var í hann aftur. Dráttarvélin og bílarnir sem henni fylgja hafa því í raun verið í gangi stanslaust frá því að leiðangurinn lagði af stað frá Novo á strönd Suðurskautslandsins þann 23. nóvember síðastliðinn. Á leiðinni á Suðurpólinn var ekið yfir svæði sem voru mjög erfið yfirferðar, til dæmi mikil sprungusvæði. Kuldinn fór mest í 56 stiga frost og á tímabili duttu öll fjarskipti út vegna sólstorms.

Arctic Trucks skipulagði ferðina á Suðurpólinn

Í símaviðtali við Guðmund Guðjónsson, verkefnisstjóra Suðurskautsverkefna hjá Arctic Trucks, sagði hann að ferðin hefði gengið nánast án bilana og óhappa, en í upphafi ferðarinnar þegar frostið var sem mest hrukku í sundur boltar í fjöðrunarbúnaðinum á húsinu í dráttarvélinni.

Stoppað var í sólarhring á Suðurpólnum þar til haldið var til baka sömu leið, og er gert ráð fyrir að enn fljótlegra verði að keyra til baka í hjólförunum eftir dráttarvélina og bílana.  Dráttarvélinni til halds og trausts eru tvær AT44 6X6 Arctic Trucks bifreiðar.

Skylt efni: Tæki

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...