Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Marshall – breska útgáfan af Lanz
Á faglegum nótum 14. janúar 2016

Marshall – breska útgáfan af Lanz

Höfundur: Vilmundur Hansen

Marshall-dráttarvélar nutu mikilla vinsælda á Bretlandi um og eftir miðja síðustu öld. Traktorinn var markaðssettur sem bresk hönnun en var að mestu leyti endurgerð á þýskum Lanz Bulldog.

Breska fyrirtækið Marshall, Sons & Co hóf framleiðslu á landbúnaðartækjum í Lincoln-skíri árið 1848. Fyrirtækið framleiddi meðal annars gufu- og þreskivélar, valtara, þúfnabana og fleiri gerðir jarðvinnslutækja.

Árið 1900 setti Marshall á markað eins strokka sprengimótor sem kallaðist Colonials og var ætluð fyrir dráttarvélar. Mótorinn var fáanlegur í tveimur stærðum, 16 og 33 hestöfl á þess tíma mælikvarða og seldust rúmlega 300 slíkir á næstu fjórtán árum. Fyrsta dráttarvélin frá Marshall kom á markað 1908 en framleiðslu hennar var fljótlega hætt. 

Flugvélar fyrir herinn

Í lok annars og upphafi þriðja áratugar síðustu aldar einbeitti Marshall sér að framleiðslu lítilla tvívængja herflugvéla fyrir breska flugherinn sem kölluðust Bristol F.2. Flugvélarnar voru einfaldar að gerð og einfalt var að taka þær í sundur og flytja í pörtum og setja saman annars staðar. Slíkt þótti kostur til að leyna fyrir staðsetningu þeirra og hvaðan þær hæfu sig til lofts næst.

Byggður á Lanz

Næsta tilraun Marshall til framleiðslu á dráttarvél var árið 1930 og byggði hönnun hennar  á hinum þýska Lanz Bulldog. Sú vél kallaðist Marshall Model E og fáanleg 15 og 30 hestafla. Þrátt fyrir að vélin væri að þýskri fyrirmynd var hún markaðssett sem bresk hönnun og naut mikilla vinsælda sem slík. Sagt er að breskir bændur hafi borgað talsvert meira fyrir Marshall en sambærilegar og ódýrari dráttarvélar til að styrkja breskan iðnað.

Árið 1938 var sá traktor uppfærður í Model M en var að mestu leyti eins og fyrri útgáfan nema hvað bremsurnar þóttu betri. Það var ekki fyrr en árið 1955 að raunveruleg uppfærsla var sett á markað og kallaðist þá Field-Marshall og var í framleiðslu til 1957 í mismunandi útfærslum.

Sameining við Fowler

Undir lok fimmta áratugs síðustu aldar sameinaðist Marshall fyrirtæki sem kallaðist John Fowler & Co og var nafni þeirra slegið saman í Marshall-Fowler Ltd.

Fyrir sameininguna hafði Fowler einnig  framleitt landbúnaðartæki, aðallega plóga og varahluti fyrir þá. Fyrr á öldinni framleiddi Fowler stóra gufuknúna plóga en þeirri framleiðslu var hætt og þess í stað framleiddi fyrirtækið lestarvagna og búnað tengdum járnbrautalestum.

Rekstur Marshall-Fowler Ltd. gekk vel og árið 1982 keypti fyrirtækið framleiðsluréttinn á Leyland-traktorum sem höfðu orðið til við sameiningu British Motor Corporation og Leyland Motors árið 1968. British Motor Corporation hafði yfirtekið réttinn á framleiðslu Nuffield-dráttarvéla árið 1968. 

Eftir yfirtökuna voru Leyland-traktorar seldir undir vörumerki Marshall. Salan gekk þokkalega og stóð undir framleiðslunni en ekki nógu vel til að kosta hönnun nýrra véla sem stóðust samanburð við tækninýjungar frá öðrum framleiðendum. Smám saman fjaraði undan dráttarvélaframleiðslu fyrirtækisins og henni var hætt árið 1992.
 

Skylt efni: Gamli traktorinn | Marshall

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...