Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Markmið LS að draga úr framleiðslu
Mynd / BBL
Fréttir 2. maí 2018

Markmið LS að draga úr framleiðslu

Höfundur: smh
Í 7. tölublaði Bændablaðsins var greint frá tillögu sem aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) samþykkti á dögunum, um breytingar á greiðslufyrirkomulagi frá gildandi samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar milli ríkis og sauðfjárbænda. Tvö meginmarkmið liggja að baki tillögunni; draga úr framleiðslu annars vegar og auðvelda sauðfjárbændum að hætta í greininni eða fækka fé hins vegar.
 
Tillagan gerir ráð fyrir frystingu á gæðastýringargreiðslum, býlisgreiðslum og gripagreiðslum í fjögur ár en á móti yrði bætt við beingreiðslum svo heildar stuðningsupphæðin yrði sú sama til ársins 2022.
 
Hvati fyrir þá sem vilja hætta eða fækka
 
„Meginmarkmið tillögunnar er að draga úr framleiðslu. Annars vegar með því að frysta gæðastýringargreiðslur, býlisgreiðslur og gripagreiðslur til 4 ára. Hins vegar með því að lækka ásetningshlutfall úr 0,7 í 0,5 samhliða því að greiðslumark verður áfram framseljanlegt,“ útskýrir Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri LS. 
 
„Annað markmið tillögunnar er síðan að búa til hvata fyrir þá sem vilja hætta í greininni eða fækka.  Þannig virkar tillagan bæði á það að aðilar fái tækifæri til að fara út úr greininni og ekki síður að þeir sem eftir verða hafi ekki hvata til þess að framleiða meira.
 
Það eru skiptar skoðanir meðal sauðfjárbænda með þessa tillögu.  Við því mátti búast enda er mjög breytilegt hvernig stuðningsgreiðslur eru samsettar hjá hverjum og einum,“ segir Unnsteinn Snorri.
 
Hann segir að frá því að aðalfundi LS lauk hafi stjórn unnið að nánari útlistun á tillögunni. Einkum varðandi útfærslur á hvötum til þeirra sem vilja draga úr framleiðslu eða hætta alveg. Fram undan sé að kynna tillöguna eins og hún kom frá nefndinni fyrir endurskoðunarnefnd búvörusamninga. Hún skilar svo af sér tillögum til ráðherra undir lok árs.  Í framhaldi fer af stað samningsferli milli ríkis og bænda. 
 
 
Tillaga aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda. Miðað við sama verðlag og reiknað var með í gerð sauðfjársamnings, geta greiðslur til sauðfjárbænda litið út með þessum hætti til ársins 2023.
 
Greiðslur samkvæmt gildandi samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar.
Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Bændur selja Búsæld
13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Gerum okkur dagamun
13. september 2024

Gerum okkur dagamun