Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Markmið LS að draga úr framleiðslu
Mynd / BBL
Fréttir 2. maí 2018

Markmið LS að draga úr framleiðslu

Höfundur: smh
Í 7. tölublaði Bændablaðsins var greint frá tillögu sem aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) samþykkti á dögunum, um breytingar á greiðslufyrirkomulagi frá gildandi samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar milli ríkis og sauðfjárbænda. Tvö meginmarkmið liggja að baki tillögunni; draga úr framleiðslu annars vegar og auðvelda sauðfjárbændum að hætta í greininni eða fækka fé hins vegar.
 
Tillagan gerir ráð fyrir frystingu á gæðastýringargreiðslum, býlisgreiðslum og gripagreiðslum í fjögur ár en á móti yrði bætt við beingreiðslum svo heildar stuðningsupphæðin yrði sú sama til ársins 2022.
 
Hvati fyrir þá sem vilja hætta eða fækka
 
„Meginmarkmið tillögunnar er að draga úr framleiðslu. Annars vegar með því að frysta gæðastýringargreiðslur, býlisgreiðslur og gripagreiðslur til 4 ára. Hins vegar með því að lækka ásetningshlutfall úr 0,7 í 0,5 samhliða því að greiðslumark verður áfram framseljanlegt,“ útskýrir Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri LS. 
 
„Annað markmið tillögunnar er síðan að búa til hvata fyrir þá sem vilja hætta í greininni eða fækka.  Þannig virkar tillagan bæði á það að aðilar fái tækifæri til að fara út úr greininni og ekki síður að þeir sem eftir verða hafi ekki hvata til þess að framleiða meira.
 
Það eru skiptar skoðanir meðal sauðfjárbænda með þessa tillögu.  Við því mátti búast enda er mjög breytilegt hvernig stuðningsgreiðslur eru samsettar hjá hverjum og einum,“ segir Unnsteinn Snorri.
 
Hann segir að frá því að aðalfundi LS lauk hafi stjórn unnið að nánari útlistun á tillögunni. Einkum varðandi útfærslur á hvötum til þeirra sem vilja draga úr framleiðslu eða hætta alveg. Fram undan sé að kynna tillöguna eins og hún kom frá nefndinni fyrir endurskoðunarnefnd búvörusamninga. Hún skilar svo af sér tillögum til ráðherra undir lok árs.  Í framhaldi fer af stað samningsferli milli ríkis og bænda. 
 
 
Tillaga aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda. Miðað við sama verðlag og reiknað var með í gerð sauðfjársamnings, geta greiðslur til sauðfjárbænda litið út með þessum hætti til ársins 2023.
 
Greiðslur samkvæmt gildandi samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar.
Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...