Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Úlfar Sveinbjörnsson, trételgja með meiru.
Úlfar Sveinbjörnsson, trételgja með meiru.
Líf og starf 10. desember 2018

Margt smátt gerir eitt stór

Höfundur: Hlynur Gauti Sigurðsson
Á sumrin vaxa skógar á Íslandi og dafna. Að vetri hvíla þeir sig til næsta vors. Skógarbændur fá að njóta alls þess sem skógurinn hefur upp á að bjóða. 
 
Margir þeirra nýta efnivið úr skógarauðlindinni til ýmissa smíða. Íslensk skógartré má nota til skrauts og/eða gagns. Fjöldi hagleiksmanna um allt land nýta efnivið úr íslenskum skógum. Hér á eftir verður kíkt í kaffi á fimm stöðum á landinu.
 
Benjamín Örn Davíðsson og Halla Hafbergsdóttir í Víðigerði, rétt innan við Hrafnagil í Eyjafjarðar­sveit, stofnuðu fyrirtækið Lupus Luna og selja þar margs konar handverks­muni. 
 
 
Fjölskyldufyrirtækið Lupus Luna í Eyjafjarðarsveit
 
Á Norðurlandi búa Benjamín Örn Davíðsson og Halla Hafbergs­dóttir  í Víðigerði, rétt innan við Hrafnagil í Eyja­fjarðarsveit. Skógur er þeirra líf og yndi og má glöggt greina það á heimili þeirra. Vegna fjölda eftirspurna eftir vörum sem þau hanna og smíða, ákváðu þau nýverið að stofna fjölskyldufyrirtækið Lupus Luna. Nú þegar eru margar vörur til sölu í heimabyggð og alltaf einhverjar vörur í þróun. Lupus Luna notar eingöngu smíðavið úr skógum í nágrenninu. 
 
Einar Halldórs­son vinnur mikið úr trjávið frá Hallormsstað, m.a. leikföng, eldhúsáhöld og stóla. 
 
 
 
Leikföng og fleira af Austurlandi
 
Á Austurlandi hefur Einar Halldórs­son farið út í að smíða eitt og annað eftir að hann hætti að vinna. Hann kom sér upp lítilli aðstöðu og smíðar allt sem honum dettur í hug. Nú vinnur hann mestmegnis leikföng, aðallega úr lerki sem hann fær á Hallormsstað, en einnig hefur hann handleikið öspina aðeins. 
 
Hann fullþurrkar viðinn heima fyrir áður en hann hefst handa. Leikföngin eru 100% náttúruvæn því eftir pússun eru þau olíusoðin í grænmetisolíu. Auk leikfang­anna hefur hann gert kolla, skammel, bakstóla, laufa­brauðspressur, þunn morgunverðarbretti, spaða og smjörhnífa svo fátt eitt sé nefnt.  Hann vill benda á að tími sé kominn til að skipta út plastinu og nota það sem náttúran gefur, sem er mun fallegra og endist og endist.
 
Daníel Þórarins­son og Ingibjörg Nordal, skógarbændur í Stapaseli á Vesturlandi. 
 
 
 
Skógarnytjar í Stapaseli í Norðurárdal
 
Á Vesturlandi er jörðin Stapasel í Stafholtstungum í Norðurárdal. Daníel Þórarins­son  og Ingibjörg Nordal eru þar skógarbændur í Vesturlandsskógum og hafa einnig verið með íslenskar varphænur og býflugur. 
Á jörðinni vex mikið birki, sem þarf að grisja til að komast um skóginn. Á milli bústarfa dunda þau sér við að búa til fallega servíettuhringi úr því birki sem leggst til við grisjunina.
 
Guðjón Bjarnason, bóndi í Hænuvík, vinnur mikið úr rekavið og rennir meðal annars forláta vasa. 
 
 
Unnið úr rekavið í Hænuvík
 
Á Vestfjörðum á jörðinni Hænuvík í Rauðasandshreppi er lífrænt sauðfjárbú. Hjónin á staðnum, Guðjón Bjarnason og María Ólafsdóttir, eru einnig með ferðaþjónustu. Guðjón hefur verið ötull við að vinna muni úr viði sem rekur á strendur við bæinn en ekki síður úr íslenskum efnivið, svo sem birki og lerki. Nánast allar viðartegundir koma til greina en þær þurfa að vera vel þurrar. Hann hefur mikið dálæti á gullregni en hefur ekki enn áskotnast það. 
 
Úlfar Sveinbjörnsson, trételgja með meiru.  
 
 
Tálgað úr tré á Suðurlandi
 
Á Suðurlandi er fyrir að hitta Úlfar Sveinbjörnsson, trételgju með meiru. Hann býr á Selfossi en leggur gjarnan leið sína á Flúðir til kollega síns, Guðmundar Magnússonar, til að nálgast efnivið í verk sín. Úlfar kann vel að meta íslenskt birki en Úlfar er þekktur fyrir hárnákvæma tálgun á fuglum úr íslenskri fánu.

18 myndir:

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.