Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ræktandinn Sigurður Unuson færði blaðamanni gnægð af fersku grænmeti.
Ræktandinn Sigurður Unuson færði blaðamanni gnægð af fersku grænmeti.
Mynd / ghp
Líf&Starf 18. september 2017

Mannbætandi félagslandbúnaður

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Sigurður Unuson er ræktandi í Seljagarði, sameiginlegum matjurtagarði í Breiðholti. Þar stunda um 20 Breiðhyltingar saman matjurtaræktun á sínum leigureitum. Sigurður heillast af hugmyndum um samfélagslega rekna ræktunarstarfsemi og hyggst koma á fót félagslandbúnaði í borginni.
 
„Félagslandbúnaður er leið sem samfélagið getur notað til að rækta grænmeti í sínu nágrenni. Félagið safnar saman tilteknum fjölda af meðlimum, t.d. 40–50 manns, og ræður svo einn eða fleiri starfsmenn til að annast ræktunina. Umfangið ræðst svo af því hvað fólk vill borða  af grænmeti yfir árið, en því fjölbreyttari tegundir, eins og litrík beðja og safaríkur hvítlaukur, því heilsusamlegra og skemmtilegra verður það,“ segir Sigurður. 
 
Meðlimir Seljagarðs koma reglulega saman og njóta góðs af uppskerunni í góðum félagsskap.
 
Leggur grunn að umhverfisvænna samfélagi
 
Félagslandbúnaður er sniðinn að fólki í fullri vinnu því hann hentar fólki sem vill taka þátt í ræktun en hefur ekki áhuga eða tíma til að vera alltaf bundinn yfir því. 
 
„Þetta er líka tækifæri til að vera mjög meðvitaðir neytendur, minnka sóun við flutning og gera mengandi plastumbúðir óþarfar við framleiðslu grænmetis. En ávinningurinn er enn ríkari, enda er fólk þarna partur af hóp sem hefur  skýra stefnu í umhverfismálum  og það er partur af þessu að uppskera úr garðinum reglulega. Meðlimir borga ársgjald, sem fer þá í að greiða starfsmanni laun og kaupa inn þau efni sem vantar,“ segir Sigurður og bendir á sambærilegt félag á Ísafirði, Gróanda, en félagar hans telja nú um 50 manns.
 
„Fyrir þá sem vilja vera virkari og meira í moldinni verður boðið upp á nokkur vinnunámskeið, þar sem hægt er að læra hvernig garður verður til, hvernig maður reytir eða sleppir því að reyta arfa og hvernig maður gengur frá garði að uppskeru lokinni. Þetta fólk er mikilvægt fyrir félagslandbúnaðinn því það deilir þekkingunni áfram til annarra meðlima út í samfélagið.“
 
Sigurður segir mikilvægt fyrir þróun okkar samfélags að rækta matinn inni í borgum, það gerir fólk að hæfari þátttakendum í vistkerfinu, skapi meðvitaðri lífsstíl sem lengir líf borgarbúa og með minni sóun lengir það líftíma jarðarinnar.
 
Í Seljagarði er hægt að stunda matjurta­ræktun í útireitum og inni í gróðurhúsi. Á næsta ári mun hópurinn leggja grunn að félagslandbúnaði. Teikningin sýnir framtíðarsýn garðsins. Mynd / Þórey Mjallhvít
 
Fjölbreytt uppskera
 
Sigurður er núna meðlimur í Seljagarði í Breiðholti, en þar hafa hverfisbúar ræktað saman matvæli síðan árið 2014. Seljagarður var hugarfóstur hugsjónamanna um borgarbúskap og lögðu þau grunn að Seljagarði og Laugargarði í Laugardal í nafni Borgarbýlis. 
 
Hugsjónin að baki garðinum var að auka tækifæri borgarbúa til að rækta sinn eigin heilnæma mat, vinna saman og kynnast nágrönnum sínum, að gefa borgarbúum aðgang að náttúru innan borgarmarkanna. Hugsjónin rennur undan rifjum vistræktar (e. permaculture). 
 
Garðurinn býður upp á einkareiti úti og inni í gróðurhúsi. Þátttakendum Seljagarðs hefur fjölgað jafnt og þétt og eru nú 19 manns.
 
Garðurinn var uppfullur af ferskum matvælum þegar fregnkonu Bændablaðs bar að garði. Þar mátti finna beðjur, baunir, spínat, alls kyns kál í mismunandi litum, fjölda afbrigða af kartöflum ásamt kryddjurtum og lauk. Inni í gróðurhúsinu mátti svo finna tómata, paprikur, ber og kúrbít.
 
Garðurinn uppsker meira en ræktendurnir þurfa og hefur Sigurður brugðið á það ráð að deila með áhugasömum uppskerunni um leið og hann kynnir ræktunarstarfið og félagslandbúnað. 
 
„Það fylgir því mikil jarðtenging í ræktun og hún hefur bætt mig sem manneskju. Ég velti oft fyrir mér hvernig hægt er að takast á við vandamál í samfélaginu. Ræktun er ein leið til þess. Í gegnum hana tengist maður umhverfi sínu og nær þannig ákveðnu jafnvægi gagnvart hraða samfélagsins, það mun lengja líf mitt og lengja líftíma jarðarinnar að skapa umhverfismeðvitara samfélag,“ segir hann. 
 
Mannbætandi að rækta
 
Sigurður hefur stundað ræktun í nokkur ár. Hann lærði fyrst af móður sinni og fór svo til Írlands þar sem hann tók Vistræktarhönnunarnámskeið (PDC) sem var yfir einn vetur.
 
„Þar öðlaðist ég meiri þekkingu á vistfræði, auk þess að fá praktíska reynslu, en ég áleit þetta vera mikilvæga færni að hafa. Ég kynntist líka sjálfbærum hugmyndum. Það er hægt að stefna að sjálfbærni á ýmsan hátt, maður getur gert það sem einstaklingur eða með fjölskyldu sinni, eða samfélaginu öllu ef maður er nógu hvetjandi.“ 
 
Kynningarfundur um félagslandbúnað verður haldinn í Árskógum 2 fimmtudaginn 7. september kl. 20. „Það er greinilega frjór jarðvegur fyrir félagslandbúnað, það er mikilvægt skref fyrir aukna sjálfbærni í samfélaginu og það er mikil tilhlökkun fyrir komandi ári,“ segir Sigurður Unuson.
Nýir liðsmenn Bændablaðsins
Fréttir 21. júní 2024

Nýir liðsmenn Bændablaðsins

Lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum efnisþáttum í blaðinu í vor. Hugarleikfi...

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun
Fréttir 21. júní 2024

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármög...

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...