Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Man – stopul framleiðsla
Fræðsluhornið 23. ágúst 2016

Man – stopul framleiðsla

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í dag þekkja margir farartækin frá MAN AG sem vöruflutningabíla en fyrirtækið framleiddi einnig dráttarvélar frá 1924 til 1956. Saga Manschinefabrik Augsburg-Nurnberg spannar 258 ára og nær aftur til ársins 1758.

Eins og nafn fyrirtækisins gefur til kynna er MAN þýsk að uppruna en er á alþjóðamarkaði í dag. Fyrirtækið er eitt af þeim þrjátíu stærstu í Þýskalandi samkvæmt DAX-kauphallarvísitölunni og elsta skráða fyrirtækið hjá DAX.

MAN er stórframleiðandi vöruflutningabíla, strætisvagna, dísilmótora og túrbína. Starfsmenn MAN eru rúmlega 50.000 og fyrirtækið er með umboðsaðila í 120 löndum.

Heilagur Antony
Upphaf fyrirtækisins er rakið til lítillar málmbræðslu og járnsmiðju í borginni Oberhauser við sem kallaðist Heilagur Antony. Reksturinn gekk vel og smám saman yfirtók Heilagur Antony fyrirtæki í svipuðum rekstri og stækkaði. Árið 1921 var nafninu breytt í Manschinefabrik Augsburg-Nurnberg.
Þrátt fyrir að MAN sé í dag þekktast fyrir framleiðslu á vöruflutningabílum hefur fyrirtækið víða komið við á langri sögu þess. Um tíma var það leiðandi í framleiðslu á prentvélum fyrir dagblöð og ein fyrsta frystivélin var framleidd af MAN. Á þriðja áratug tuttugustu aldarinnar framleiddi MAN dísilmótor fyrir kafbáta bandaríska sjóhersins en mótorarnir voru bilanagjarnir og óáreiðanlegir.

Fyrti traktorinn
Snemma á öðrum áratug síðustu aldar hóf MAN framleiðslu á plógum og 1924 setti fyrirtækið á markað fyrstu vöruflutningabílana og dráttarvélarnar.

Traktorarnir voru hannaðir í samvinnu við Rudolf Diesel og með fjögurra strokka dísilmótor. Salan var treg og framleiðslunni hætt eftir nokkur ár.

Vöruflutningabílarnir, sem einnig voru með dísilvél, seldust aftur á móti vel og fyrsti stóri viðskiptavinurinn var póstþjónustan í Bavaríu.

Hertrukkar og stríðstól
Framleiðsla MAN dráttarvéla hófst aftur 1938 og að þessu sinni með tilþrifum. Traktorarnir voru stærri og öflugri en eldri týpur og aðrar dráttarvélar á markaði á þeim tíma. Stærsta vélin kallaðist AS250 og var 50 hestöfl. Framleiðslu MAN traktora var aftur hætt í upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar og fyrirtækið hóf framleiðslu á hertrukkum og stríðstólum fyrir þýska herinn.

Við hernám Þjóðverja í Frakklandi tók MAN við rekstri frönsku Latil dráttarvélaverksmiðjunnar og rak hana meðan á hernáminu stóð.

Traktorar enn og aftur
Fimm árum eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar hóf MAN enn á ný framleiðslu á dráttarvélum. Traktorarnir þóttu tæknilega fullkomnir á þeirra tíma mælikvarða. Hægt var að fá þá með eða án húss, með drifi á tveimur eða fjörum dekkjum og á bilinu 25 til 50 hestöfl.

Þrátt fyrir ágæta sölu á þessum traktorum var framleiðsla og sala á dráttarvélum einungis lítill hluti af veltu fyrirtækisins. Árið 1958 var framleiðsla MAN dráttarvéla yfirtekin af dráttarvélaframleiðandanum Porsche. Fjórum árum síðar, 1962, hætti Mannesmann sem var eigandi Porscha á þeim tíma framleiðslu þeirra.

Alls voru framleiddir um fjörutíu þúsund dráttarvélar undir heitinu MAN frá 1924 til 1962 og var einkennislitur þeirra alla tíð grænn.

Skylt efni: Gamli traktorinn | Man

Ísteka riftir samningum við bændur
Fréttir 8. desember 2021

Ísteka riftir samningum við bændur

Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við þá bændur sem sjást beita hry...

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022
Fréttir 8. desember 2021

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022

New Holland dráttar­véla­framleiðandinn heldur áfram að sópa að sér verðlaunum o...

Konur borða meira af laufabrauði en karlar
Fréttir 8. desember 2021

Konur borða meira af laufabrauði en karlar

Um 90% þjóðarinnar borða laufabrauð um jólin samkvæmt könnun sem Gallup gerði fy...

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum
Fréttir 8. desember 2021

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum

Niðurstöður könnunar benda til skorts á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum. Sa...

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...