Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Háskólinn á Hólum í Hjaltadal.
Háskólinn á Hólum í Hjaltadal.
Mynd / Aðsend
Fréttir 1. nóvember 2023

Málþing Jóni til heiðurs

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Málþing til heiðurs Jóni Bjarnasyni frá Bjarnarhöfn, fyrrum rektors Háskólans á Hólum, verður haldið að Hólum í nóvember af tilefni áttræðisafmælis Jóns í desember.

Nokkrir vinir og velunnarar Jóns ásamt Háskólanum á Hólum efna til málþingsins en efnistök þess verða með skírskotun í sögu skólahalds á Hólum. „Umfram allt verður sjónum beint að þeim verðmætum sem háskóli í dreifbýli býr yfir og tækifærum sem nábýli skólans við náttúru, mannauð og atvinnulífið bjóða fram,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.

Þar segir að Jón hafi verið fenginn til að endurreisa Bændaskólann að Hólum í Hjaltadal árið 1981 og hann hafi flutt þangað með konu sinni, Ingibjörgu Kolku, og börnum. Skólinn hafði þá ekki starfað um hríð en hann var stofnaður 1882. „Engum blandast hugur um hve mikið þrekvirki Jón vann á skólastjóraárum sínum á Hólum. Staðurinn var í niðurníðslu, byggingar, ræktun og skólastarf. Á fáum árum risu ný mannvirki og eldri byggingar voru endurbættar. Dómkirkjunni og kirkjustarfi var sýndur mikill sómi. Aðsókn að Hólaskóla varð mikil og samhliða aðlagaðist námið að breyttum aðstæðum í samfélaginu. Nám í fiskeldi, hestamennsku og síðar ferðamálum litu dagsins ljós. Þetta eru þær greinar sem Háskólinn á Hólum byggir nú háskólanám sitt á og eru mikilvægar atvinnugreinar um land allt, ekki síst í hinum dreifðu byggðum,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Jón lét af skólastjórn árið 1999.

Málþingið mun fara fram á Hólum í Hjaltadal þann 16. nóvember kl. 9–16. Kaffiveitingar og hádegismatur verða í boði fyrir gesti.

Skylt efni: Háskólinn á Hólum

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...