Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.

Útbreiðsla og þéttleiki makríls, síldar og hrognkelsa ásamt hitastigi í yfirborðslagi sjávar á 10 metra dýpi. Yfirborðstogstöðvar með engum afla af viðkomandi tegund eru merktar með bláum punkti.
Útbreiðsla og þéttleiki makríls, síldar og hrognkelsa ásamt hitastigi í yfirborðslagi sjávar á 10 metra dýpi. Yfirborðstogstöðvar með engum afla af viðkomandi tegund eru merktar með bláum punkti.
Mynd / Hafrannsóknastofnun
Fréttir 5. september 2022

Makríll útbreiddur við landið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bráðabirgðaniðurstöður úr uppsjávarvistkerfisleiðangri rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar frá því fyrr í sumar sýna að magn og útbreiðsla makríls í íslenskri landhelgi er mun meira en undanfarin tvö sumur.

Leiðangurinn var hluti af IESSNS, International Ecosystem Summer Survey in the Nordic Seas, og alls tóku sex skip þátt í rannsókninni, sitt hvort skipið frá Íslandi og Færeyjum og fjögur frá Noregi.

Í leiðangrinum Árna Friðrikssonar var rannsökuð útbreiðsla og þéttleiki makríls, síldar og kolmunna í íslenskri landhelgi að undanskildum austurhluta hennar sem Færeyingar og Norðmenn rannsökuðu.

Teknar 48 togstöðvar kringum landið, gerðar sjónmælingar og sýni tekin í átuháfa á yfirborðstogstöðvum.

Mælingar á hitastigi sjávar sýna að hitastig í yfirborðslagi var álíka og sumarið 2021 og aðeins hlýrra en sumarið 2020.

Mikil útbreiðsla makríls

Bráðbirgðaniðurstöður sýna að magn og útbreiðsla makríls í íslenskri landhelgi er mun meira en undanfarin tvö sumur. Makríll fannst meðfram suður- og vesturströnd landsins, bæði á landgrunninu og utan þess. Fyrir sunnan fannst makríll í Íslandsdjúpi suður að 62 °N breiddargráðu en makríll hefur ekki fengist í þessum leiðangri svo sunnarlega síðan sumrið 2016.

Bráðabirgðaniðurstöður norsku og færeyska rannsóknaskipanna sýndu að makríl var einnig að finna austan við land.

Norsk-íslensk vorgotssíld

Líkt og undanfarin ár var norsk- íslenska vorgotssíld að finna á flestum togstöðvum fyrir norðan og austan landið og íslensk sumargotssíld á landgrunninu fyrir sunnan og vestan landið.

Kolmunni og hrognkelsi

Kynþroska kolmunni mældist við landgrunnsbrúnina sunnan og vestan við landið.

Magn og útbreiðsla hrognkelsa var minni í ár en undanfarin ár. Í leiðangrinum voru merkt alls 64 hrognkelsi.

Skylt efni: Makríll

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...