Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Local Food Festival haldinn í Hofi Akureyri
Mynd / MÞÞ
Líf og starf 4. apríl 2019

Local Food Festival haldinn í Hofi Akureyri

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Margmenni sótti matvælasýninguna Local Food Festival sem haldin var í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri á dögunum. Félagið Matur úr héraði á Norðurlandi stendur fyrir þessum viðburði annað hvert ár. Alls tóku 38 fyrirtæki þátt og kynntu matvæli af margvíslegu tagi og gáfu gestum að smakka. Markaðstorg var á svæðinu, vínsvæði og þá sýndi Iðnaðarsafnið alls kyns varning sem tengdist matvælaiðnaði fyrri tíðar.

Viðburðir af ýmsu tagi voru í boði. Klúbbur matreiðslumeistara á Norðurlandi stóð fyrir kokkakeppni og var hún þrískipt, forréttakeppni matreiðslunema, aðalréttakeppni matreiðslumanna og eftirréttakeppni bakara og matreiðslunema/-manna. 

Sigursælir frá Strikinu

Í nemakeppninni var dagskipun sú að útbúa rétt úr bleikju og blómkáli sem aðalhráefni og setja saman á 30 mínútum fyrir framan áhorfendur. Sigurvegari  í þeirri keppni varð Bjarni Þór Ævarsson hjá Strikinu. Í kokkakeppninni var markmiðið að elda lamb á tvo vegu og höfðu keppendur 30 mínútur til að skila af sér fullbúnum rétti til dómara. Árni Þór Árnason hjá Strikinu fór með sigur af hólmi í þeirri keppni. Loks var  eftirréttakeppni þar sem kokkar og bakarar útbjuggu eftirrétt sem innihélt m.a. Ricotta ost og vanillu og höfðu líkt og hinir 30 mínútur til að setja réttinn saman. Sá sem vann til fyrstu verðlauna í þessum flokki var Jón Arnar Ómarsson hjá Strikinu. 

Það var vinsælt að smakka á Fjallalambi frá Kópaskeri.

Málþing um matvælaframleiðslu og orkunýtingu

Eimur sem er samstarfsverkefni um bætta nýtingu orkuauðlinda og nýsköpum í orkumálum á Norðurlandi eystra efndi til málþings í tengslum við sýninguna með yfirskriftinni „Tækifæri og takmarkanir“. Þar var fjallað um vaxandi þörf fyrir framleiðslu matvæla og möguleikana til nýtingar jarðhita við framleiðsluna og við frekari vinnslu matvæla. Snæbjörn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Eims, fjallaði um tækifæri í fjölnýtingu jarðhita og Sigurður Markússon, verkefnastjóri hjá Landsvirkjun, um orkufreka matvælaframleiðslu og hvort þar væri komin ný stoð í grænu hagkerfi. Arnar Freyr Jónsson, rekstrarstjóri Silfurstjörnunnar, fjallað um landeldi á laxi í Öxarfirði með jarðhita og Christin Schröder, skordýrabóndi á Húsavík, ræddi um þá áskorun að byggja upp skordýraræktun á Norðurlandi. Loks hélt Rannveig Björnsdóttir, forseti Viðskipta- og raun--vísindasviðs Háskólans á Akureyri, erindi sem nefndist; Verð-mætasköpun úr hlið-ar-afurðum matvæla-framleiðslu, tækifæri og takmarkanir.

Matarkista Skagafjarðar þótti eiga fallegasta básinn.

Viðurkenningar

Uppboð var haldið til styrktar Krabba-meinsfélagi Akureyrar og nágrennis og bauðst gestum þá að bjóða í ýmsa hluti, m.a. matarboð fyrir allt að 10 manns þar sem kokkar úr Klúbbi matreiðslumeistara á Norðurlandi sjá um veisluna. Um 250 þúsund krónur söfnuðust á uppboðinu. 

Veitt voru verðlaun fyrir fallegasta og frumlegasta bás sýningarinnar og einnig verðlaun sem nefnast Frumkvöðull ársins í mat og matarmenningu.  Matarkista Skagafjarðar þótti eiga fallegasta básinn, Milli fjöru og fjalla var með frumlegasta bás sýningarinnar og Norðlenska hreppti titilinn Frumkvöðull ársins. 

14 myndir:

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...

Heitt vatn óskast
Fréttir 19. júní 2024

Heitt vatn óskast

Bláskógaveita, sem er í eigu sveitarfélagsins Bláskógabyggð, hefur óskað eftir t...

Minni innflutningur og meiri framleiðsla
Fréttir 19. júní 2024

Minni innflutningur og meiri framleiðsla

Um 300 tonn af nautakjöti voru flutt inn á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2024.