Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Alþingi við Austurvöll. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar má ekki greina mikla stefnubreytingu þegar kemur að landbúnaði.
Alþingi við Austurvöll. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar má ekki greina mikla stefnubreytingu þegar kemur að landbúnaði.
Mynd / Sikeri – Wikimedia Commons
Fréttir 11. september 2025

Litlar breytingar á ramma

Höfundur: Ástvaldur Lárusson og Þröstur Helgason

Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er ekki gert ráð fyrir mikilli breytingu á þeim fjármunum sem fara til landbúnaðar.

Gert ráð fyrir 2,5% hækkun til búvörusamninga sem eiga væntanlega að endurspegla verðlagsuppfærslu. Framlög til Matvælastofnunar hækka um 10,2% og skrifstofu atvinnuvegaráðuneytisins um 35%.

Helstu verkefnum í málaflokknum á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, er skipt í þrjú markmið. Fyrst er að efla fæðuöryggi og standa vörð um heilbrigði plantna og dýra, velferð dýra og öryggi matvæla. Í öðru lagi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna landbúnaðar og auka bindingu og í þriðja lagi að skapa skilyrði til fjölbreyttari landbúnaðarframleiðslu með sjálfbærni og verðmætasköpun að leiðarljósi.

Undir fyrsta markmiðið fellur meðal annars efling kornræktar til aukningar á innlendri framleiðslu á korni til fóðurs og til manneldis þar sem unnið verður að aðgerðum samkvæmt aðgerðaáætluninni Bleikir akrar. Á meðal aðgerða eru fjárfestingastuðningur, framleiðslustuðningur og þróunarverkefni og er fjárveitingunni haldið innan ramma. 120 milljónum verður varið til innleiðingar verndandi arfgerða gegn riðuveiki í íslenska sauðfjárstofninum, sem er tíu milljón króna aukning frá síðasta ári.

Fjárveitingu til heildstæðrar stefnumótunar um dýravelferð og endurskoðun viðeigandi laga verður haldið innan ramma. Fimmtíu milljónum verður varið aukalega í eflingu eftirlits með lagareldi með fjölgun stöðugilda hjá Matvælastofnun og hugbúnaðarog tæknikaupum, en á síðustu fjárlögum var 176 milljóna króna framlagi veitt til verkefnisins.

Innan þess markmiðs að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda fellur verkefnið að efla rannsóknir og bæta þekkingu á loftslagsáhrifum íslensks landbúnaðar í samræmi við alþjóðlegar gæðakröfur um losunarbókhald. Fjárveitingin þar verður innan ramma. Tíu milljóna króna aukning verður á þeim fjármunum sem varið er í innleiðingu aðgerða í landbúnaði samkvæmt aðgerðaáætlun í loftslagsmálum.

Undir markmiðið að skapa skilyrði til fjölbreyttari landbúnaðarframleiðslu fellur heildarendurskoðun á stuðningskerfi í landbúnaði og er fjárveitingin til þess verkefnis innan ramma.

Skylt efni: fjárlög

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...