Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Á tólf mánaða tímabili jókst framleiðsla á hrossakjöti mest, eða um 6,5 prósent.
Á tólf mánaða tímabili jókst framleiðsla á hrossakjöti mest, eða um 6,5 prósent.
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl átta prósent minni en í apríl á síðasta ári.

Þess ber að geta að framleiðslutölur fyrir hrossakjöt eru ekki inni í tölum Hagstofunnar, en í öðrum kjötgreinum minnkar framleiðslan þegar bornir eru saman þessir tveir aprílmánuðir. Mest minnkar nautakjötsframleiðslan, eða um 17 prósent, framleiðsla á svínakjöti minnkar um sex prósent og alifuglakjöti um tvö prósent. Þó var útungun alifugla fimm prósent meiri nú í apríl en á síðasta ári.

Mesti vöxturinn í hrossakjötsframleiðslu

Þegar skoðaðar eru kjötframleiðslutölur á Mælaborði landbúnaðarins sést að á þessu 12 mánaða tímabili hefur hins vegar samtals verið 0,7 prósent vöxtur í kjötframleiðslu, þar sem hrossakjötsframleiðsla er einnig tekin inn í heildarmyndina. Vöxturinn í þeirri grein er mestur, eða 6,5 prósent, og svínakjötsframleiðslan er næst með 6,3 prósent vöxt. Framleiðsla á alifuglakjöti jókst um 3,4 prósent.

Kindakjötsframleiðslan minnkaði um 4,8 prósent samtals á þessum 12 mánuðum og nautgripakjötsframleiðslan um 3,7 prósent.

Sala á þessu 12 mánaða tímabili jókst langmest á hrossakjöti, eða 38,1 prósent, og svo á svínakjöti um 6,1 prósent.

Skylt efni: kjötframleiðsla

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...