Á tólf mánaða tímabili jókst framleiðsla á hrossakjöti mest, eða um 6,5 prósent.
Á tólf mánaða tímabili jókst framleiðsla á hrossakjöti mest, eða um 6,5 prósent.
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl átta prósent minni en í apríl á síðasta ári.

Þess ber að geta að framleiðslutölur fyrir hrossakjöt eru ekki inni í tölum Hagstofunnar, en í öðrum kjötgreinum minnkar framleiðslan þegar bornir eru saman þessir tveir aprílmánuðir. Mest minnkar nautakjötsframleiðslan, eða um 17 prósent, framleiðsla á svínakjöti minnkar um sex prósent og alifuglakjöti um tvö prósent. Þó var útungun alifugla fimm prósent meiri nú í apríl en á síðasta ári.

Mesti vöxturinn í hrossakjötsframleiðslu

Þegar skoðaðar eru kjötframleiðslutölur á Mælaborði landbúnaðarins sést að á þessu 12 mánaða tímabili hefur hins vegar samtals verið 0,7 prósent vöxtur í kjötframleiðslu, þar sem hrossakjötsframleiðsla er einnig tekin inn í heildarmyndina. Vöxturinn í þeirri grein er mestur, eða 6,5 prósent, og svínakjötsframleiðslan er næst með 6,3 prósent vöxt. Framleiðsla á alifuglakjöti jókst um 3,4 prósent.

Kindakjötsframleiðslan minnkaði um 4,8 prósent samtals á þessum 12 mánuðum og nautgripakjötsframleiðslan um 3,7 prósent.

Sala á þessu 12 mánaða tímabili jókst langmest á hrossakjöti, eða 38,1 prósent, og svo á svínakjöti um 6,1 prósent.

Skylt efni: kjötframleiðsla

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...

Endurskoðuð landsáætlun um útrýmingu á riðu
Fréttir 14. júlí 2025

Endurskoðuð landsáætlun um útrýmingu á riðu

Landsáætlun stjórnvalda og bænda um útrýmingu á sauðfjárriðu var nýlega endurútg...