Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Lítil skilgreining á lífhagkerfi
Fréttir 3. júlí 2015

Lítil skilgreining á lífhagkerfi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þekkt er að hagsmunir liggja víða saman t.a.m. bendir margt til þess að matvælaframleiðendur hafi magra áþekka sameiginlega hagsmuni þó þeir séu fjölbreyttur hópur ólíkra aðila.

Í því felast kostir fyrir framleiðendur sjávarfangs að líta á sig tilheyra sömu heild og bændur innan lífhagkerfisins.

Á heimasíðu Matís segir að undanförnu hafi í vaxandi mæli orðið vart við hugtakið lífhagkerfi. Sem dæmi um það má nefna að formennska Íslands í Norræna ráðherraráðinu snérist um Lífhagkerfi Norðurlanda og jafnframt tekur núverandi formennska Dana í norrænaráðherraráðinu mið af lífhagkerfinu og þá sérstaklega því sem tengist hafinu. Í samhengi við þá áherslu má nefna velheppnaða ráðstefnu sem haldin var í Færeyjum í nýliðnum júní mánuði lífhagkerfi í kjölfar áherslu á þekkingar samfélög. Evrópskt samstarf um rannsóknir og þróun tiltók þekkingar miðað lífhagkerfi sem eina af áherslum samstarfsins á árunum 2007-2013.

Aukin heldur hafa Kínverjar reynt að temja sér álíka hugsun um lífhagkerfi frá árinu 2005. Reyndar var lífhagkerfi hleypt af stokkunum í Kína og í Evrópu með dags millibili haustið 2005.

Matvælaframleiðendur hafa æði samþætta hagsmuni og samstarf milli ólíkra greina matvælaframleiðslu getur nýst hvorttveggja hverjum og einum sem og samheitinu matvælaframleiðendur. Matvælalandið Ísland hefur dregið fram í dagsljósið ótvíræða kosti fjölþætts samstarfs innan lífhagkerfisins.


Hér er ein skilgreining sem æ fleiri hampa mælt fram af munni þess sem stundum hefur verið nefndur faðir lífhagkerfisins í Evrópu: Lífhagkerfi er efnahagslega hegðun sem nýtir endurnýjanlegar lífrænar auðlindir. Auðlindir sem notaðar eru í fjölbreyttum virðiskeðjum sem notast við framleiðslu á nýjum afurðum, með nýjum eiginleikum. Sjálfbærni er lykilþáttur í lífhagkerfi.
 

Skylt efni: Matís | lífhagkerfi

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...