Dóra frá Helgafelli með lömbin sín; svartbotnóttur, svartbotnublesótt og hreinhvít.
Dóra frá Helgafelli með lömbin sín; svartbotnóttur, svartbotnublesótt og hreinhvít.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 12. nóvember 2024

Litafjölbreytni og æði skrautleg litaheiti

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í íslenska sauðfjárstofninum finnast ótal litaafbrigði sem Karólína Elísabetardóttir hefur gert skil í bók sinni Litadýrð.

Karólína er sauðfjárbóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð, sem leggur í sinni ræktun áherslu á litafjölbreytileika og ullarframleiðslu. Hún er aðflutt frá Þýskalandi og tók eftir að mikill áhugi er á litum í íslensku sauðfé og að óvenjulegir litir veki mikla athygli, en fólk virðist alls ekki sammála um litaheitin.

Við nánari athugun fannst henni furðulítið til af upplýsingaefni og ákvað því sjálf fyrir nokkrum árum að safna markvisst myndum og lýsingum af alls konar litaafbrigðum og gefa út í bók, sem kom út síðasta vor.

Hér eru nokkur sýnishorn af litafjölbreytileikanum í íslenska sauðfjárstofninum og viðeigandi litaheiti, sem mörg hver eru einnig æði skrautleg.

Svartgolsuglámblesótt eða svartgolsubaugótt. Hanna frá Gróustöðum, forystuær.

Rós er grábotnuflekkótt.

Heiðar Mattason frá Straumi er móbaugóttur.

Þrír sauðir. Sá efsti er hélusvartbotnuarnhöfðóttur, sá í miðið mógolsubotnóttur og svo grámórauður.

Hrúturinn Hjörtur Elsuson Seladóttur Nikulássonar er svartbotnustjörnóttur.

Skylt efni: litir sauðfé

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...

Kjúklingar aftur í Grindavík
Fréttir 29. nóvember 2024

Kjúklingar aftur í Grindavík

Reykjagarður hf. hefur endurvakið kjúklingarækt í Grindavík eftir ellefu mánaða ...

Svissnesk ferðaþjónusta við Hengifoss
Fréttir 28. nóvember 2024

Svissnesk ferðaþjónusta við Hengifoss

Svissneska parið Isabelle og Steff Felix komu í Fljótsdalinn snemma árs 2022 og ...