Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Gunnar Örn Þórðarson á Akri í Laugarási segir að samhliða heimsendingarþjónustunni gangi verslunin í Nethyl í endurnýjun lífdaga og verður opnunarhátíð 16. júní næstkomandi.
Gunnar Örn Þórðarson á Akri í Laugarási segir að samhliða heimsendingarþjónustunni gangi verslunin í Nethyl í endurnýjun lífdaga og verður opnunarhátíð 16. júní næstkomandi.
Mynd / smh
Fréttir 14. júní 2016

Lífrænn matur heimsendur á 90 mínútum

Höfundur: smh
Um nokkurra ára skeið hefur matvörumarkaður verið rekinn í Nethyl 2c í Reykjavík undir heitinu Bændur í bænum. Þar hafa lífrænar vörur verið í boði, bæði íslenskar og innfluttar, auk þess sem netverslun hefur verið starfrækt undir heitinu „Grænmeti í áskrift“, þar sem vörur hafa verið seldar í gegnum netið. Nú stendur til að taka þann hluta skrefinu lengra og bjóða upp á heimsendingarþjónustu.
 
Sem stendur er boðið upp á vikulegar sendingar þar sem vörurnar eru afhentar á miðvikudögum og fimmtudögum. Nú mun það breytast í dagvöruverslunina  http://www.baenduribaenum.is/ þar sem fólk  getur pantað og fengið heimsent upp að dyrum innan 90 mínútna eða eftir nánara samkomulagi – og einnig getur fólk á landsbyggðinni fengið sent daginn eftir.
 
Markaðurinn gengur í endurnýjun lífdaga
 
Það er stórfjölskyldan á Akri í Laugarási, hjónin Þórður Halldórsson og Karólína Gunnarsdóttir og hjónin Gunnar Örn Þórðarson og Linda Viðarsdóttir sem standa að rekstri matvörumarkaðarins Bændur í bænum. Að sögn Gunnars verður heimsendingarhlutinn unninn í samvinnu við vefverslunina Allra hagur, eða aha.is.  Hann segir að markaðurinn í Nethyl 2c muni ganga í endurnýjun lífdaga samhliða þessari nýjung í heimsendingarþjónustunni og verður opnunarhátíð þann 16. júní næstkomandi þar sem allir eru velkomnir að koma og sjá nýju „lífrænu búðina“. 
 

9 myndir:

Skylt efni: lífrænar búvörur

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...