Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Gunnar Örn Þórðarson á Akri í Laugarási segir að samhliða heimsendingarþjónustunni gangi verslunin í Nethyl í endurnýjun lífdaga og verður opnunarhátíð 16. júní næstkomandi.
Gunnar Örn Þórðarson á Akri í Laugarási segir að samhliða heimsendingarþjónustunni gangi verslunin í Nethyl í endurnýjun lífdaga og verður opnunarhátíð 16. júní næstkomandi.
Mynd / smh
Fréttir 14. júní 2016

Lífrænn matur heimsendur á 90 mínútum

Höfundur: smh
Um nokkurra ára skeið hefur matvörumarkaður verið rekinn í Nethyl 2c í Reykjavík undir heitinu Bændur í bænum. Þar hafa lífrænar vörur verið í boði, bæði íslenskar og innfluttar, auk þess sem netverslun hefur verið starfrækt undir heitinu „Grænmeti í áskrift“, þar sem vörur hafa verið seldar í gegnum netið. Nú stendur til að taka þann hluta skrefinu lengra og bjóða upp á heimsendingarþjónustu.
 
Sem stendur er boðið upp á vikulegar sendingar þar sem vörurnar eru afhentar á miðvikudögum og fimmtudögum. Nú mun það breytast í dagvöruverslunina  http://www.baenduribaenum.is/ þar sem fólk  getur pantað og fengið heimsent upp að dyrum innan 90 mínútna eða eftir nánara samkomulagi – og einnig getur fólk á landsbyggðinni fengið sent daginn eftir.
 
Markaðurinn gengur í endurnýjun lífdaga
 
Það er stórfjölskyldan á Akri í Laugarási, hjónin Þórður Halldórsson og Karólína Gunnarsdóttir og hjónin Gunnar Örn Þórðarson og Linda Viðarsdóttir sem standa að rekstri matvörumarkaðarins Bændur í bænum. Að sögn Gunnars verður heimsendingarhlutinn unninn í samvinnu við vefverslunina Allra hagur, eða aha.is.  Hann segir að markaðurinn í Nethyl 2c muni ganga í endurnýjun lífdaga samhliða þessari nýjung í heimsendingarþjónustunni og verður opnunarhátíð þann 16. júní næstkomandi þar sem allir eru velkomnir að koma og sjá nýju „lífrænu búðina“. 
 

9 myndir:

Skylt efni: lífrænar búvörur

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...