Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Gunnar Örn Þórðarson á Akri í Laugarási segir að samhliða heimsendingarþjónustunni gangi verslunin í Nethyl í endurnýjun lífdaga og verður opnunarhátíð 16. júní næstkomandi.
Gunnar Örn Þórðarson á Akri í Laugarási segir að samhliða heimsendingarþjónustunni gangi verslunin í Nethyl í endurnýjun lífdaga og verður opnunarhátíð 16. júní næstkomandi.
Mynd / smh
Fréttir 14. júní 2016

Lífrænn matur heimsendur á 90 mínútum

Höfundur: smh
Um nokkurra ára skeið hefur matvörumarkaður verið rekinn í Nethyl 2c í Reykjavík undir heitinu Bændur í bænum. Þar hafa lífrænar vörur verið í boði, bæði íslenskar og innfluttar, auk þess sem netverslun hefur verið starfrækt undir heitinu „Grænmeti í áskrift“, þar sem vörur hafa verið seldar í gegnum netið. Nú stendur til að taka þann hluta skrefinu lengra og bjóða upp á heimsendingarþjónustu.
 
Sem stendur er boðið upp á vikulegar sendingar þar sem vörurnar eru afhentar á miðvikudögum og fimmtudögum. Nú mun það breytast í dagvöruverslunina  http://www.baenduribaenum.is/ þar sem fólk  getur pantað og fengið heimsent upp að dyrum innan 90 mínútna eða eftir nánara samkomulagi – og einnig getur fólk á landsbyggðinni fengið sent daginn eftir.
 
Markaðurinn gengur í endurnýjun lífdaga
 
Það er stórfjölskyldan á Akri í Laugarási, hjónin Þórður Halldórsson og Karólína Gunnarsdóttir og hjónin Gunnar Örn Þórðarson og Linda Viðarsdóttir sem standa að rekstri matvörumarkaðarins Bændur í bænum. Að sögn Gunnars verður heimsendingarhlutinn unninn í samvinnu við vefverslunina Allra hagur, eða aha.is.  Hann segir að markaðurinn í Nethyl 2c muni ganga í endurnýjun lífdaga samhliða þessari nýjung í heimsendingarþjónustunni og verður opnunarhátíð þann 16. júní næstkomandi þar sem allir eru velkomnir að koma og sjá nýju „lífrænu búðina“. 
 

9 myndir:

Skylt efni: lífrænar búvörur

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...

Hver á Ísland?
Fréttir 7. febrúar 2025

Hver á Ísland?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur að átaksverkefni við að áætla eignarmörk ...