Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Svava Rafnsdóttir hjá Bjarkarási er hér á lífræna markaðnum í Norræna húsinu.
Svava Rafnsdóttir hjá Bjarkarási er hér á lífræna markaðnum í Norræna húsinu.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 3. október 2025

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í fjórða sinn

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur um allt land laugardaginn 20. ágúst.

Þetta er fjórða árið í röð sem blásið er til slíkra hátíðarhalda hérlendis, en tilgangurinn er fyrst og fremst að vekja athygli á lífrænni ræktun og framleiðslu á Íslandi, minna á lífræna hugsjón og mikilvægi hennar og skapa vettvang til þess að færa lífræna framleiðendur nær neytendum.

Áfram stutt við Lífrænt Ísland

Það var Lífrænt Ísland sem stendur fyrir Lífræna deginum, sér um skipulagningu og framkvæmd hans. Lífrænt Ísland er samstarfsverkefni stjórnvalda, VOR, félags um lífræna ræktun og framleiðslu, og Bændasamtaka Íslands. Lífrænt Ísland hefur þann tilgang að auka sýnileika lífrænna málefna, miðla fræðslu og fréttum til neytenda og stuðla þannig að aukinni lífrænni framleiðslu á Íslandi. Eitt af markmiðum í aðgerðaáætlun stjórnvalda til eflingar lífrænnar framleiðslu er einmitt að styðja við verkefnið Lífrænt Ísland og sjá til þess að því verði viðhaldið og að haldinn verði lífrænn dagur árlega.

Að sögn Elínborgar Erlu Ásgeirsdóttur, formanns VOR, var stærsti viðburður Lífræna dagsins haldinn í Norræna húsinu. „Þar var meðal annars fjölbreyttur lífrænn markaður framleiðenda, fræðslu og skemmtidagskrá fyrir börn og lífrænt spjall þar sem gestum gafst færi á að ræða við lífræna bændur og fá upplýsingar og ráðleggingar. Starfsmenn Vottunarstofunnar Túns voru einnig á staðnum til skrafs og ráðagerða,“ segir Elínborg sem flutti ávarp ásamt Önnu Maríu Björnsdóttur,  verkefnastjóra hjá Lífrænu Íslandi.

Samstarf við Matland

„Plantan Bistro, veitingastaðurinn í Norræna húsinu, var einnig með sérstakan rétt á matseðli sem gerður var úr lífrænt vottuðum íslenskum hráefnum í tilefni dagsins. Dagskráin endaði síðan á opinni sýningu á  heimildamyndinni GRÓA, sem fjallar um lífræna ræktun á Íslandi og í framhaldinu voru umræður um efni myndarinnar. Fyrir áhugasöm er myndin einnig aðgengileg í Sjónvarpi Símans.

Fjögur lífræn býli voru með opið hús þennan dag, kynntu starfsemi sína og framleiðslu fyrir gestum og gangandi auk þess sem hægt var að kaupa lífrænar afurðir beint frá  framleiðslustað. Þetta voru Akur organics á Þórshöfn, Móðir Jörð í Vallanesi á Fljótsdalshéraði, Búland í Austur-Landeyjum og Yrkja,  Syðra Holti í Svarfaðardal. Það má því með sanni segja að Lífræni dagurinn hafi verið haldinn hátíðlegur um land allt,“ segir Elínborg enn fremur.

Hún segir að skipulag Lífræna dagsins hafi verið í þróun frá ári til árs þessi fjögur ár – og þetta árið varð sú nýbreytni að Matland var fengið í samstarf með Lífrænu Íslandi. „Það má í raun segja að Matland hafi tekið forskot á sæluna því fyrir lífræna daginn innihélt grænmetiskassi vikunnar hjá því einungis lífrænt vottað grænmeti. Þannig gat fólk pantað fullan kassa af lífrænt vottuðu íslensku grænmeti og fengið hann sendan hvert á land sem er. Vert er að nefna að Matland á einnig oft til sölu bæði lífrænt lambakjöt og nautakjöt.“

Framúrskarandi árangur

„Það er síðan sérstaklega ánægjulegt að segja frá því að á Lífræna deginum í ár afhenti atvinnuvegaráðuneytið í fyrsta skipti viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í lífrænni framleiðslu,“ heldur Elínborg áfram. „Þar er um að ræða eitt af markmiðum úr aðgerðaáætlun stjórnvalda sem er komið til framkvæmda, en ráðgert er að afhending slíkrar viðurkenningar verði árviss héðan í frá á Lífræna deginum.

Það voru Kristján Oddsson og Dóra Ruf lífrænir kúabændur að Neðra-Hálsi í Kjós og stofnendur lífrænu mjólkurvinnslunnar Biobú sem hlutu viðurkenninguna í ár, auk mjólkurvinnslunnar sjálfrar, Biobú ehf.“

Afhending verðlaunanna fór fram í Norræna húsinu og veitti Bryndís Eiríksdóttir frá atvinnuvegaráðuneytisins viðurkenningar. Dóra var stödd erlendis en Kristján veitti viðurkenningunni viðtöku fyrir hönd þeirra hjóna og Helgi Rafn Gunnarsson framkvæmdastjóri Biobú fyrir hönd Biobú ehf.

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...