Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Leifar af kókaíni, þunglyndis-, verkja- og sýklalyfjum finnast í villtum laxi
Fréttir 5. september 2017

Leifar af kókaíni, þunglyndis-, verkja- og sýklalyfjum finnast í villtum laxi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Leifar af áttatíu og einni gerð af lyfjum og snyrtivörum hafa greinst í villtum laxi sem veiðist við árósa Puget-svæðis sem er skammt frá Seattle-borg í Washington-ríki í Bandaríkjunum. Meðal lyfja eru kókaín, þunglyndis-, verkja- og sýklalyf.

Stundum er er því haldið fram að villtur lax sé einhver hollasti matur í heimi. Fullur af ómega 3, próteini og góðum fitusýrum. Rannsóknir á villtum laxi við árósa Puget-svæðis skammt frá Seattle-borg í Washington-ríki í Bandaríkjunum er einnig stappfullur af leifum af alls konar lyfjum og snyrtivörum.

Meðal þeirra áttatíu og eins lyfjaleifa sem fundist hafa í laxi við árósana er talsvert magn af kókaín, þunglyndis-, verkja- og sýklalyfjum.

Áætlað er að um 45 tonn af lyfjum og snyrtivörum berist í árósana á ári.

Lyfjum sturtað niður

Flest bendir til að lyfin hafi borist í laxinn úr lyfjum sem fólk hefur skolað niður og hreinsistöðvar hafi ekki náð að skilja út áður en þau bárust í ána. Í Seattle Times er haft eftir fulltrúa bandaríska lyfjaeftirlitsins að magn efnanna í laxinum  hafi verið mun meira en búist hafði verið við og að mismunandi efni hafi fundist í 62% sýna. Auk þess sem leifar af lyfjum og snyrtivörum fundust einnig í vatnssýnum sem tekin voru við árósana.

Veiðieftirlitsmenn í Washington-ríki segjast hafa miklar áhyggjur af því hvaða áhrif lyfjakokteillinn geti haft á dýralíf á Puget-svæðinu og öðrum svæðum þar sem mikið magn af lyfjum kann að finnast í náttúrunni. Mælingar sýna að lax sem sækir í árósa við Puket deyr að jafnaði mun yngri en laxar sem sækja í ár sem ekki eru mengaðar af lyfjum og snyrtivörum.

Líkt og mengun vegna plasts og gróðurhúsalofttegunda, sem mikið er í umræðunni núna, er mengun vegna lyfja og snyrtivara vaxandi vandamál sem alfarið er af mannavöldum.

Skylt efni: villtur lax | lyf

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...