Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Leifar af kókaíni, þunglyndis-, verkja- og sýklalyfjum finnast í villtum laxi
Fréttir 5. september 2017

Leifar af kókaíni, þunglyndis-, verkja- og sýklalyfjum finnast í villtum laxi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Leifar af áttatíu og einni gerð af lyfjum og snyrtivörum hafa greinst í villtum laxi sem veiðist við árósa Puget-svæðis sem er skammt frá Seattle-borg í Washington-ríki í Bandaríkjunum. Meðal lyfja eru kókaín, þunglyndis-, verkja- og sýklalyf.

Stundum er er því haldið fram að villtur lax sé einhver hollasti matur í heimi. Fullur af ómega 3, próteini og góðum fitusýrum. Rannsóknir á villtum laxi við árósa Puget-svæðis skammt frá Seattle-borg í Washington-ríki í Bandaríkjunum er einnig stappfullur af leifum af alls konar lyfjum og snyrtivörum.

Meðal þeirra áttatíu og eins lyfjaleifa sem fundist hafa í laxi við árósana er talsvert magn af kókaín, þunglyndis-, verkja- og sýklalyfjum.

Áætlað er að um 45 tonn af lyfjum og snyrtivörum berist í árósana á ári.

Lyfjum sturtað niður

Flest bendir til að lyfin hafi borist í laxinn úr lyfjum sem fólk hefur skolað niður og hreinsistöðvar hafi ekki náð að skilja út áður en þau bárust í ána. Í Seattle Times er haft eftir fulltrúa bandaríska lyfjaeftirlitsins að magn efnanna í laxinum  hafi verið mun meira en búist hafði verið við og að mismunandi efni hafi fundist í 62% sýna. Auk þess sem leifar af lyfjum og snyrtivörum fundust einnig í vatnssýnum sem tekin voru við árósana.

Veiðieftirlitsmenn í Washington-ríki segjast hafa miklar áhyggjur af því hvaða áhrif lyfjakokteillinn geti haft á dýralíf á Puget-svæðinu og öðrum svæðum þar sem mikið magn af lyfjum kann að finnast í náttúrunni. Mælingar sýna að lax sem sækir í árósa við Puket deyr að jafnaði mun yngri en laxar sem sækja í ár sem ekki eru mengaðar af lyfjum og snyrtivörum.

Líkt og mengun vegna plasts og gróðurhúsalofttegunda, sem mikið er í umræðunni núna, er mengun vegna lyfja og snyrtivara vaxandi vandamál sem alfarið er af mannavöldum.

Skylt efni: villtur lax | lyf

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...