Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Leiðbeiningar um smitvarnir, þrif og sótthreinsun á gróðurhúsum
Fréttir 1. mars 2018

Leiðbeiningar um smitvarnir, þrif og sótthreinsun á gróðurhúsum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Síðastliðið haust greindust tveir plöntusjúkdómar í tómatrækt hérlendis og einn í agúrkurækt. Um er að ræða pepino mosaic virus (PepMV) og spóluhnýðilssýking (Potato Spindle Tuber Viroid) í tómatrækt og cucumber green mottle mosaic virus (CGMMV) í agúrkurækt.

Í kjölfari birti atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið reglugerð um aðgerðir til varnar útbreiðslu plöntusjúkdóma og Matvælastofnun birti leiðbeiningar um smitvarnir við garðyrkjurækt. Einnig var ráðgerð sýnataka í tómatrækt, agúrkurækt og kartöflurækt.

Eins og fram kemur í reglugerð 933/2017 um aðgerðir til varnar útbreiðslu plöntusjúkdóma er ræktendum garðyrkjuafurða gert að taka upp smitvarnir til þess að takmarka útbreiðslu plöntusjúkdóma. Matvælastofnun vill benda á birtar leiðbeiningar stofnunarinnar um smitvarnir en leiðbeiningarnar verða uppfærðar eftir því sem við á.

• Leiðbeiningar Matvælastofnunar um almennar smitvarnir fyrir ræktendur garðyrkjuafurða


Ræktendur þurfa að greina umfang eigin rekstrar og taka smitvarnir föstum tökum til þess að fyrirbyggja að smit berist til og frá ræktunarstöðum. Birtar hafa verið lágmarks smitvarnir sem miða að þríþættri nálgun smitvarna: 1) smitvarnir við inn- og útganga 2) svæðaskipting og skipulag húsnæðis og 3) staðlað verklag starfsmanna. Mikilvægt er að ræktendur taki upp eins víðtækar smitvarnir og kostur er.

• Leiðbeiningar Matvælastofnunar um lágmarkssmitvarnir í gróðurhúsum


Matvælastofnun beinir því enn fremur til ræktenda sem ákveða að þrífa og sótthreinsa hús hjá sér að kynna sér aðferðir og efnanotkun vandlega áður en tekist er á við verkefnið. Við slík þrif er mikið undir og afar mikilvægt að þrif og sótthreinsun beri árangur. Reglubundin þrif á gróðurhúsi eru mikilvæg fyrir gott plöntuheilbrigði. Birtar hafa verið leiðbeiningar um þrif og sótthreinsun gróðurhúsa verða uppfærðar eftir því sem við á.

• Leiðbeiningar Matvælastofnunar um þrif og sótthreinsun á gróðurhúsum

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f