Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Leiðbeiningar um smitvarnir, þrif og sótthreinsun á gróðurhúsum
Fréttir 1. mars 2018

Leiðbeiningar um smitvarnir, þrif og sótthreinsun á gróðurhúsum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Síðastliðið haust greindust tveir plöntusjúkdómar í tómatrækt hérlendis og einn í agúrkurækt. Um er að ræða pepino mosaic virus (PepMV) og spóluhnýðilssýking (Potato Spindle Tuber Viroid) í tómatrækt og cucumber green mottle mosaic virus (CGMMV) í agúrkurækt.

Í kjölfari birti atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið reglugerð um aðgerðir til varnar útbreiðslu plöntusjúkdóma og Matvælastofnun birti leiðbeiningar um smitvarnir við garðyrkjurækt. Einnig var ráðgerð sýnataka í tómatrækt, agúrkurækt og kartöflurækt.

Eins og fram kemur í reglugerð 933/2017 um aðgerðir til varnar útbreiðslu plöntusjúkdóma er ræktendum garðyrkjuafurða gert að taka upp smitvarnir til þess að takmarka útbreiðslu plöntusjúkdóma. Matvælastofnun vill benda á birtar leiðbeiningar stofnunarinnar um smitvarnir en leiðbeiningarnar verða uppfærðar eftir því sem við á.

• Leiðbeiningar Matvælastofnunar um almennar smitvarnir fyrir ræktendur garðyrkjuafurða


Ræktendur þurfa að greina umfang eigin rekstrar og taka smitvarnir föstum tökum til þess að fyrirbyggja að smit berist til og frá ræktunarstöðum. Birtar hafa verið lágmarks smitvarnir sem miða að þríþættri nálgun smitvarna: 1) smitvarnir við inn- og útganga 2) svæðaskipting og skipulag húsnæðis og 3) staðlað verklag starfsmanna. Mikilvægt er að ræktendur taki upp eins víðtækar smitvarnir og kostur er.

• Leiðbeiningar Matvælastofnunar um lágmarkssmitvarnir í gróðurhúsum


Matvælastofnun beinir því enn fremur til ræktenda sem ákveða að þrífa og sótthreinsa hús hjá sér að kynna sér aðferðir og efnanotkun vandlega áður en tekist er á við verkefnið. Við slík þrif er mikið undir og afar mikilvægt að þrif og sótthreinsun beri árangur. Reglubundin þrif á gróðurhúsi eru mikilvæg fyrir gott plöntuheilbrigði. Birtar hafa verið leiðbeiningar um þrif og sótthreinsun gróðurhúsa verða uppfærðar eftir því sem við á.

• Leiðbeiningar Matvælastofnunar um þrif og sótthreinsun á gróðurhúsum

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...