Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Leiðbeiningar um smitvarnir, þrif og sótthreinsun á gróðurhúsum
Fréttir 1. mars 2018

Leiðbeiningar um smitvarnir, þrif og sótthreinsun á gróðurhúsum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Síðastliðið haust greindust tveir plöntusjúkdómar í tómatrækt hérlendis og einn í agúrkurækt. Um er að ræða pepino mosaic virus (PepMV) og spóluhnýðilssýking (Potato Spindle Tuber Viroid) í tómatrækt og cucumber green mottle mosaic virus (CGMMV) í agúrkurækt.

Í kjölfari birti atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið reglugerð um aðgerðir til varnar útbreiðslu plöntusjúkdóma og Matvælastofnun birti leiðbeiningar um smitvarnir við garðyrkjurækt. Einnig var ráðgerð sýnataka í tómatrækt, agúrkurækt og kartöflurækt.

Eins og fram kemur í reglugerð 933/2017 um aðgerðir til varnar útbreiðslu plöntusjúkdóma er ræktendum garðyrkjuafurða gert að taka upp smitvarnir til þess að takmarka útbreiðslu plöntusjúkdóma. Matvælastofnun vill benda á birtar leiðbeiningar stofnunarinnar um smitvarnir en leiðbeiningarnar verða uppfærðar eftir því sem við á.

• Leiðbeiningar Matvælastofnunar um almennar smitvarnir fyrir ræktendur garðyrkjuafurða


Ræktendur þurfa að greina umfang eigin rekstrar og taka smitvarnir föstum tökum til þess að fyrirbyggja að smit berist til og frá ræktunarstöðum. Birtar hafa verið lágmarks smitvarnir sem miða að þríþættri nálgun smitvarna: 1) smitvarnir við inn- og útganga 2) svæðaskipting og skipulag húsnæðis og 3) staðlað verklag starfsmanna. Mikilvægt er að ræktendur taki upp eins víðtækar smitvarnir og kostur er.

• Leiðbeiningar Matvælastofnunar um lágmarkssmitvarnir í gróðurhúsum


Matvælastofnun beinir því enn fremur til ræktenda sem ákveða að þrífa og sótthreinsa hús hjá sér að kynna sér aðferðir og efnanotkun vandlega áður en tekist er á við verkefnið. Við slík þrif er mikið undir og afar mikilvægt að þrif og sótthreinsun beri árangur. Reglubundin þrif á gróðurhúsi eru mikilvæg fyrir gott plöntuheilbrigði. Birtar hafa verið leiðbeiningar um þrif og sótthreinsun gróðurhúsa verða uppfærðar eftir því sem við á.

• Leiðbeiningar Matvælastofnunar um þrif og sótthreinsun á gróðurhúsum

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...