Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Stjórn NOVA, fulltrúar stjórnsýslu og nemenda frá samstarfsskólunum áttu tveggja daga vel heppnaðan fund á Hvanneyri á dögunum.
Stjórn NOVA, fulltrúar stjórnsýslu og nemenda frá samstarfsskólunum áttu tveggja daga vel heppnaðan fund á Hvanneyri á dögunum.
Fréttir 28. júní 2023

Leiða norrænt háskólasamstarf

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Landbúnaðarháskóli Íslands hefur tekið við formennsku NOVA University Network til næstu þriggja ára.

NOVA University Network er samstarf norrænna háskóla á sviði landbúnaðar, dýralækninga, skógfræði og skyldra greina með áherslu á sameiginleg námskeið fyrir doktorsnema. Sjö norrænir háskólar standa að samstarfinu, en það eru LbhÍ, Lífvísindaháskólinn í Noregi (NMBU), Háskólinn í Helsinki, Háskólinn í Austur-Finnlandi (UEF), Kaupmannahafnarháskóli, Háskólinn í Árósum og Landbúnaðarháskólanum í Svíþjóð (SLU). LbhÍ tekur nú við formennsku af þeim síðastnefnda að því er fram kemur í tilkynningu frá skólanum.

Þar segir enn fremur að stjórn NOVA, fulltrúar stjórnsýslu og nemenda frá samstarfsskólunum hafi átt tveggja daga vel heppnaðan fund á Hvanneyri. „Á fundinum tóku Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, og Christian Schultze rannsókna- og alþjóðafulltrúi formlega við keflinu af Ylvu Hilbur og Geir Löe frá SLU. Ylvu og Geir var þakkað fyrir sitt góða starf á undanförnum árum, en NOVA samstarfið hefur styrkst mjög undir þeirra stjórn.

Farið var yfir stefnu NOVA og áherslur til næstu ára. Áfram verður lögð áhersla á samstarf um doktorsnámskeið og gæði námsins, fjölgun námskeiða og að námskeiðin séu auglýst með góðum fyrirvara. Þá var einnig rætt um matskerfið sem notað er til að fylgjast með gæðum NOVA námskeiða og hvernig megi bæta það enn frekar með aðstoð nemenda. Nemendur samstarfsháskólanna eru virkir þátttakendur í NOVA og fer Anna Mariager, doktorsnemi við Landbúnaðarháskóla Íslands, fyrir nemendahópi NOVA.“

NOVA var stofnað árið 1995. Aðildarháskólarnir vinna á sviði landbúnaðar, dýravísinda, skógræktar, dýralækninga, matvæla, umhverfisvísinda, fiskeldis og skyldra lífvísindagreina. Háskólarnir eiga það sameiginlegt að stuðla að sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda, þróun í matvælaframleiðslu, heilsu- og velferðarvernd manna og dýra og að efla getu til nýtingar lands, vatns, plantna og dýra samkvæmt sjálfbærum meginreglum.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...