Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Leader – gulur, rauður og grænn
Á faglegum nótum 19. september 2016

Leader – gulur, rauður og grænn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fjöldi framleiðenda á dráttarvélum á síðustu öld er ótrúlegur. Þrátt fyrir að sumar hafi aðeins verið framleiddar í tugum eða nokkur hundruð eintökum er saga þeirra áhugaverð. Leader er dæmi um dráttarvélar sem framleiddar voru af litaglöðum feðgum.

Á fjórða áratug síðustu aldar stunduðu feðgarnir Lewis og Walter Brockway búskap auk þess að reka lítið verkstæði og vera umboðsmenn fyrir Chevrolet-bifreiðar í Chagrin Falls í Ohio-ríki í Norður-Ameríku.

Árið 1937 reyndu feðgarnir fyrir sér í dráttarvélasmíð og settu saman lítinn fjögurra hjóla traktor með fjögurra strokka Chevrolet-mótor og gírkassa úr sams konar bíl. Traktorinn þótti hentugur smátraktor og næstu þrjú árin sérsmíðuðu feðgarnir um tuttugu slíka á ári eftir pöntun undir heitinu American Garden Tractor Co. Heiti traktoranna var annaðhvort American eða Leader eftir því hvernig lá á feðgunum. Dráttarvélarnar áttu það þó allar sameiginlegt að vera rauðar á litinn og áberandi.

Leader-nafnið ofan á

Í byrjum fimmta áratugarins varð nafnið Leader ofan á þegar feðgarnir stofnuðu Leader Tractor Company í Auburn í Ohio-ríki. Markmiðið með stofnun fyrirtækisins var að hanna og framleiða stærri og öflugri dráttarvél.

Þrátt fyrir að vera stærri og öflugri líktist fyrsta týpa nýju dráttarvélanna þeim minni í útliti fyrir utan það að vera dökkgrænir á litinn en ekki rauðir.

Árið 1943 setti fyrirtækið á markað nokkra stóra þriggja hjóla traktora sem að þessu sinni voru gulir að lit og með rauðum felgum. Model A, eins og týpan kallaðist, var með sex strokka Chrysler-vél, aðeins er vitað til að ein slík hafi varðveist til dagsins í dag.

Samhliða því framleiddi fyrirtækið traktor með fjögurra strokka Chevrolet-vél sem kallaðist Model B. Árið 1945 var framleiðslu á  Chevrolet-vélunum hætt og skipt yfir í vélar sem hétu Hercules IXB og voru einnig fjögurra strokka. Þeir traktorar voru rauðir að lit.

Ekkert pósthús

Brockway-feðgar voru stórhuga en salan takmörkuð. Þrátt fyrir að ýmsir hefðu áhuga á að kaupa sér Leader-dráttarvél gekk illa að hafa samband við framleiðendurna. Undir grillinu á traktorunum stóð „Made in Auburn Ohio“ og vitað er að fjöldi bænda sendi bréf til fyrirtækisins í Auburn Ohio. Hængur málsins var aftur á móti sá að það var ekkert pósthús í Auburn og fæst bréfanna bárust á áfangastað.

Model D

Árið 1947 tók Model D við af Model B. Metnaðurinn við sölu á þeirri týpu var mikill og sagt er að sá traktor hafi verið sá algengasti á landbúnaðarsýningum í Ohio árið sem hann var kynntur. Raunin var samt sú að Model D var nánast kópía af Model B nema hvað grillið var öðruvísi og undir því stóð „Made in Chargin Falls Ohio“. Enda var þar pósthús.

Fjárhagserfiðleikar og þrot

Tveimur árum síðar, 1947, var fyrirtækið komið í fjárhagsvandræði og yfirtekið af lánastofnun og sett í þrot.

Feðgarnir voru þrátt fyrir það ekki af baki dottnir og keyptu gamla járnsmiðju og hófu framleiðslu á dráttarvél sem fékk heitið Brockway. Sú dráttarvél var stærri en Leaderinn og fáanleg með bensín eða dísilvél. Þær voru dökkgular að lit og með skærrauðum felgum. Tæplega 500 slíkir voru framleiddir þar til framleiðslunni var hætt árið 1959.

Skylt efni: Gamli traktorinn | Leader

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar
Fréttir 11. apríl 2024

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar

Vigdís Häsler hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. ...

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður
Fréttir 11. apríl 2024

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður

Búast má við að innflutningur á mómosamold (sphagnumríkri mold) fari minnkandi á...

Bjarkey ætlar að skerpa línurnar
Fréttir 11. apríl 2024

Bjarkey ætlar að skerpa línurnar

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er nýr ráðherra matvælaráðuneytis en Svandís Svavars...

Greiðslumark færist til Norðvesturlands
Fréttir 11. apríl 2024

Greiðslumark færist til Norðvesturlands

Um sjötíu prósent mjólkurkvóta sem skipti um eigendur á síðasta tilboðsmarkaði f...

Nemendur vilja betri hádegismat
Fréttir 10. apríl 2024

Nemendur vilja betri hádegismat

Fulltrúar ungmennaráðs Mýrdalshrepps vöktu máls á skólamáltíðum á sveitarstjórna...