Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Lausnir á vandamálum í sauðburði
Fréttir 8. maí 2025

Lausnir á vandamálum í sauðburði

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í allmörg ár hefur verið venja hér í blaðinu að birta skýringarmyndir Þorsteins Ólafssonar og Hákons Hanssonar um lausnir á vandamálum í sauðburði.

Fyrir fimm árum bættist sauðfjárbændum við liðsauki fyrir þennan álagstíma þegar leiðbeiningarmyndbönd voru gefin út um burðarhjálp á YouTube og eru nú skráð 23 þúsund áhorf á þau myndbönd. Framleiðsla myndbandanna var í höndum Karólínu Elísabetardóttur í Hvammshlíð og Axels Kárasonar dýralæknis.

Flókin vandamál

Karólína segir að þau myndbönd sem hafa fengið langflest áhorf hafi verið „Afturábak“, „Legsnúningur“ og „Stór horn“ – sem sé rökrétt, því það séu flóknustu vandamálin að mati flestra bænda sem hún hafi talað við. Hún segir það áhugaverða staðreynd að flestir áhorfendur séu í aldurshópnum 25–31 ára, sem liggi kannski beint við þar sem í þeim hópi séu frekar ungir og ekki eins reyndir bændur, en næstflestir eru í aldurshópnum 45–54 ára – sem gefi til kynna að bændur séu alltaf spenntir fyrir því að læra eitthvað nýtt.

Útgáfur á öðrum tungumálum njóta vinsælda

Að sögn Karólínu eru myndböndin líka á þýsku og ensku og þær útgáfur njóta einnig talsverðra vinsælda, þó áhorfendur séu í langflestum tilfellum staðsettir á Íslandi.

Hún dregur þá ályktun að þannig þjóni þau vel tilgangi sínum, sem sé að veita erlendu aðstoðarfólki á íslenskum sauðfjárbúum góð ráð.

Öll hugsanleg burðarvandamál

Myndböndin eru alls 23, auk þess sem öll helstu myndböndin eru einnig til á þýsku og ensku. Þau eiga að ná til allra hugsanlegra burðarvandamála. Þá veitir Axel dýralæknir innsýn inn í hvað á sér stað inni í ánni, með notkun á lambalíkönum og mjaðmagrind í raunstærð.

Í tengslum við myndböndin var útbúið „ákvarðanatré“ sem er að sögn Karólínu gagnlegt tól til að greina aðsteðjandi vandamál við sauðburðinn skref fyrir skref.

Slóðirnar á myndböndin:

Á íslensku

Á ensku

Á þýsku 

Upphækkuð matjurtabeð hafa slegið í gegn á Akureyri
Fréttir 23. júní 2025

Upphækkuð matjurtabeð hafa slegið í gegn á Akureyri

Í gömlu ræktunarstöðinni við Krókeyri á Akureyri eru matjurtagarðar bæjarins þar...

Aukinn útflutningur á reiðhestum
Fréttir 23. júní 2025

Aukinn útflutningur á reiðhestum

Útflutningur á hrossum sveiflast nokkuð milli ára en samkvæmt gögnum Hagstofunna...

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...