Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Lausnir á vandamálum í sauðburði
Fréttir 8. maí 2025

Lausnir á vandamálum í sauðburði

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í allmörg ár hefur verið venja hér í blaðinu að birta skýringarmyndir Þorsteins Ólafssonar og Hákons Hanssonar um lausnir á vandamálum í sauðburði.

Fyrir fimm árum bættist sauðfjárbændum við liðsauki fyrir þennan álagstíma þegar leiðbeiningarmyndbönd voru gefin út um burðarhjálp á YouTube og eru nú skráð 23 þúsund áhorf á þau myndbönd. Framleiðsla myndbandanna var í höndum Karólínu Elísabetardóttur í Hvammshlíð og Axels Kárasonar dýralæknis.

Flókin vandamál

Karólína segir að þau myndbönd sem hafa fengið langflest áhorf hafi verið „Afturábak“, „Legsnúningur“ og „Stór horn“ – sem sé rökrétt, því það séu flóknustu vandamálin að mati flestra bænda sem hún hafi talað við. Hún segir það áhugaverða staðreynd að flestir áhorfendur séu í aldurshópnum 25–31 ára, sem liggi kannski beint við þar sem í þeim hópi séu frekar ungir og ekki eins reyndir bændur, en næstflestir eru í aldurshópnum 45–54 ára – sem gefi til kynna að bændur séu alltaf spenntir fyrir því að læra eitthvað nýtt.

Útgáfur á öðrum tungumálum njóta vinsælda

Að sögn Karólínu eru myndböndin líka á þýsku og ensku og þær útgáfur njóta einnig talsverðra vinsælda, þó áhorfendur séu í langflestum tilfellum staðsettir á Íslandi.

Hún dregur þá ályktun að þannig þjóni þau vel tilgangi sínum, sem sé að veita erlendu aðstoðarfólki á íslenskum sauðfjárbúum góð ráð.

Öll hugsanleg burðarvandamál

Myndböndin eru alls 23, auk þess sem öll helstu myndböndin eru einnig til á þýsku og ensku. Þau eiga að ná til allra hugsanlegra burðarvandamála. Þá veitir Axel dýralæknir innsýn inn í hvað á sér stað inni í ánni, með notkun á lambalíkönum og mjaðmagrind í raunstærð.

Í tengslum við myndböndin var útbúið „ákvarðanatré“ sem er að sögn Karólínu gagnlegt tól til að greina aðsteðjandi vandamál við sauðburðinn skref fyrir skref.

Slóðirnar á myndböndin:

Á íslensku

Á ensku

Á þýsku 

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...