Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Gestir nutu dagsins í einmuna veðurblíðu.
Gestir nutu dagsins í einmuna veðurblíðu.
Mynd / Esther Ösp Gunnarsdóttir
Fréttir 21. júlí 2015

Lárus Íslandsmeistari í skógarhöggi í sjötta sinn

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Fjölmenni lagði leið sína í Hallormsstaðaskóg á dögunum í tilefni af Skógardeginum mikla.   Veðrið lék við gesti sem nutu dagsins í einmuna blíðu. Fjöldi viðburða var á dagskrá.
 
Íslandsmeistaramótið í skógar­höggi er einn aðalviðburður Skógardagsins mikla á hverju ári og hefur sannarlega fest sig í sessi. Keppnin var spennandi og skemmtileg í ár eins og ávallt áður en skógarbóndinn og skógræktarráðunauturinn Lárus Heiðarsson á Droplaugarstöðum bar sigur úr býtum að þessu sinni. Þetta var í sjötta sinn sem Lárus hampaði Íslandsmeistaratitlinum og greinilegt að hann heldur sér vel við í greininni. Í öðru sæti varð Ólafur Áki Mikaelsson og Hörður Guðmundsson í því þriðja.  
 
Þá var einnig keppt í skógarhlaupi. Í karlaflokki skógarhlaupsins komst Hjalti Þórhallsson fyrstur í mark á tímanum 1.05.10 en í kvennaflokki sigraði Hjálmdís Zoëga á 1.10.50. Í öðru sæti urðu Jón Jónsson og Guðrún Helga Tryggvadóttir og í því þriðja Magnús Guðmundsson og Sigurlaug Helgadóttir. Þess má geta að sigurvegarinn í karlaflokki, Hjalti Þórhallsson, er skógarhöggsmaður á Hallormsstað. Skógarmenn stóðu því sannarlega fyrir sínu á Skógardeginum mikla 2015 segir á vef Skógræktar ríkisins. 

3 myndir:

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...