Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Gestir nutu dagsins í einmuna veðurblíðu.
Gestir nutu dagsins í einmuna veðurblíðu.
Mynd / Esther Ösp Gunnarsdóttir
Fréttir 21. júlí 2015

Lárus Íslandsmeistari í skógarhöggi í sjötta sinn

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Fjölmenni lagði leið sína í Hallormsstaðaskóg á dögunum í tilefni af Skógardeginum mikla.   Veðrið lék við gesti sem nutu dagsins í einmuna blíðu. Fjöldi viðburða var á dagskrá.
 
Íslandsmeistaramótið í skógar­höggi er einn aðalviðburður Skógardagsins mikla á hverju ári og hefur sannarlega fest sig í sessi. Keppnin var spennandi og skemmtileg í ár eins og ávallt áður en skógarbóndinn og skógræktarráðunauturinn Lárus Heiðarsson á Droplaugarstöðum bar sigur úr býtum að þessu sinni. Þetta var í sjötta sinn sem Lárus hampaði Íslandsmeistaratitlinum og greinilegt að hann heldur sér vel við í greininni. Í öðru sæti varð Ólafur Áki Mikaelsson og Hörður Guðmundsson í því þriðja.  
 
Þá var einnig keppt í skógarhlaupi. Í karlaflokki skógarhlaupsins komst Hjalti Þórhallsson fyrstur í mark á tímanum 1.05.10 en í kvennaflokki sigraði Hjálmdís Zoëga á 1.10.50. Í öðru sæti urðu Jón Jónsson og Guðrún Helga Tryggvadóttir og í því þriðja Magnús Guðmundsson og Sigurlaug Helgadóttir. Þess má geta að sigurvegarinn í karlaflokki, Hjalti Þórhallsson, er skógarhöggsmaður á Hallormsstað. Skógarmenn stóðu því sannarlega fyrir sínu á Skógardeginum mikla 2015 segir á vef Skógræktar ríkisins. 

3 myndir:

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims
Fréttir 13. nóvember 2024

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims

Ragnheiður Björk Halldórsdóttir, iðnaðarverkfræðingur og sjálfbærniráðgjafi, lei...

Skrefagjald innleitt
Fréttir 13. nóvember 2024

Skrefagjald innleitt

Ísafjarðarbær hefur ákveðið að innheimta svokallað skrefagjald vegna sorphirðu.

Sjónum beint að fiskauganu
Fréttir 12. nóvember 2024

Sjónum beint að fiskauganu

Ekki hefur enn fundist flötur á því hér á Íslandi að nýta fiskaugu sérstaklega ú...

Ný Hrútaskrá og hrútafundir
Fréttir 12. nóvember 2024

Ný Hrútaskrá og hrútafundir

Von er á prentaðri útgáfu Hrútaskrárinnar mánudaginn 18. nóvember, þar sem 54 sæ...

Litafjölbreytni og æði skrautleg litaheiti
Fréttir 12. nóvember 2024

Litafjölbreytni og æði skrautleg litaheiti

Í íslenska sauðfjárstofninum finnast ótal litaafbrigði sem Karólína Elísabetardó...

Hækkun á minkaskinnum
Fréttir 12. nóvember 2024

Hækkun á minkaskinnum

Björn Harðarson, formaður deildar loðdýrabænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir ...

Land tryggt undir vindmyllusvæðin
Fréttir 11. nóvember 2024

Land tryggt undir vindmyllusvæðin

Skipulagsstofnun hefur fengið fyrirhugaðan vindorkugarð í Fljótsdalshreppi inn á...

Fjárstuðningur skilar árangri í kornrækt
Fréttir 11. nóvember 2024

Fjárstuðningur skilar árangri í kornrækt

Erfðarannsóknir í íslenskri kornrækt sækja í sig veðrið um þessar mundir, ekki s...