Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Landsmóti hestamanna 2020 frestað
Fréttir 17. apríl 2020

Landsmóti hestamanna 2020 frestað

Höfundur: Ritstjórn

Sú ákvörðun hefur verið tekin af Landssambandi hestamannafélaga, Félagi hrossabænda og Rangárbökkum, þjóðaleikvangi íslenska hestsins ehf. að fresta Landsmóti hestamanna sem fara átti fram á Hellu dagana 6. – 11. júlí.

Í tilkynningu kemur fram að í samráði við Hestamannafélagið Sprett muni mótið fara fram á Hellu sumarið 2022. Af þeim sökum verður Landsmót hestamanna haldið í Kópavogi árið 2024 í stað 2022 eins og samningar gerðu ráð fyrir.

Þeim aðilum sem sótt höfðu um að halda landsmótið 2024 hefur verið gefin kostur á að færa þær umsóknir yfir á landsmótið árið 2026.

Sú heilsufarsvá sem stafar af COVID-19 faraldrinum á heimsvísu er ekki liðin hjá og mun hafa ýmsar takmarkanir í för með sér á næstu mánuðum. Í máli sóttvarnalæknis, Þórólfs Guðnasonar hefur komið fram að fjöldasamkomur skuli takmarkaðar við 2000 manns a.m.k. út ágústmánuð.  Landsmót hestamanna er því of fjölmenn samkoma til að hægt sé að halda hana í sumar.

Þeir sem keypt hafa miða á viðburðinn munu fá tölvupóst frá tix miðasölu ásamt því að allar upplýsingar eru aðgengilegar á www.landsmot.is. Miðahafar geta valið um þrennt a) fá endurgreitt b) láta miðann gilda fram til 2022 eða c) styrkja viðburðinn. Allar bókanir á tjaldsvæðum verða endurgreiddar. Fyrirspurnir varðandi viðburðinn skal senda á landsmot@landsmot.is en varðandi miðasölu á info@tix.is.

Öll él styttir upp um síðir. Málsaðilar senda hestamönnum baráttukveðjur og hvetja til þess að allir fari að útgefnum reglum og tilmælum Almannavarna ríkislögreglustjóra,“ segir í tilkynningunni.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...