Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Frá setningu Landsmóts hestamanna í Reykjavík 2012.
Frá setningu Landsmóts hestamanna í Reykjavík 2012.
Mynd / HKr
Fréttir 26. júní 2018

Landsmót hestamanna handan við hornið

Höfundur: Bjarni Rúnarsson
Undirbúningur er kominn vel á veg og svæðið farið að taka á sig endanlega mynd. Framkvæmdir hafa gengið samkvæmt plani fram að þessu og ekki komið upp stórkostleg vandamál í undirbúningnum. Landsmótið í ár er hið 23. í röðinni og er nú haldið í Reykjavík í þriðja sinn, áður voru þau haldin þar árin 2000 og 2012. Síðasta landsmót var haldið á Hólum í Hjaltadal árið 2016.
 
Nokkrar breytingar á svæðinu
 
Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna, segir að svæðið hafi tekið nokkrum breytingum frá því að mótið var haldið síðast í Reykjavík. Ber þar helst að nefna að kynbótabraut hefur verið færð þaðan sem hún var á nýjan stað og þykir einkar glæsileg. Nýja brautin er talsvert nær aðalvellinum og því ættu allir að geta fylgst vel með því sem þar fer fram samhliða keppni á aðalvelli.
 
Merki Landsmóts hestamanna 2018.
Samhliða þessari breytingu var útbúin ný mön við aðal keppnisvöllinn andspænis fyrri brekku. Með þeirri brekku ætti að myndast hálfgert hringleikahús í kringum keppnisvöllinn. Öll aðstaða er til mikillar fyrirmyndar á svæði Fáks þar sem nægt hesthúsapláss er fyrir alla keppnishesta á svæðinu sem ætti að draga úr flutningi hrossa til og frá keppnissvæðinu. Þannig geta knapar sömuleiðis notið mótsins betur.
 
Hestar á heimsmælikvarða mæta til leiks
 
Fjöldi fulltrúa sem eiga þátttökurétt á Landsmóti er í hámarki en í ár eiga 122 fulltrúar rétt á að taka þátt á landsmóti. Auk þess eiga til viðbótar 6 efstu hross á landsvísu, sem ekki komust inn í gegnum úrtöku í fullorðinsflokkum í gæðingakeppni, rétt til þátttöku. Það verða því 128 hross sem eiga rétt til þátttöku í fullorðinsflokkum í gæðingakeppni. Það er um 15% aukning í fjölda hrossa í gæðingakeppni frá síðasta landsmóti og byggist á aukningu í fjölda félagsmanna innan Landssambands hestamannafélaga. Kynbótahrossin mæta sterk til leiks og nú þegar hafa verið slegin tvö heimsmet á kynbótasýningum í aðdraganda Landsmóts.

Á Landsmótum mætir rjóminn af íslenskum hestakosti til keppni og sýninga, auk þess fara fram kappreiðar, töltkeppni, heiðursverðlauna­sýningar kynbótahrossa og ræktunarbúsýningar.
 
Áhersla á góða upplifun gesta
 
Áskell Heiðar Ásgeirsson býst við því að liðlega 10.000 gestir, innlendir og erlendir, munu sækja Landsmótið þegar leikar standa sem hæst, sem verður að öllum líkindum á laugardags­kvöldi og sunnudegi þegar úrslit ráðast. Mikil áhersla hefur verið lögð á að upplifun allra gesta verði sem best. Liður í því er að færa markaðstjald nær áhorfendum og bæta við öðru tjaldi þar sem sýnt verður beint frá Heimsmeistara­mótinu í knatt­spyrnu á 15 fer­metra risaskjá. Þar verður sýnt frá 16 liða og 8 liða úrslitum mótsins og vonandi verð­ur íslenska liðið þar á meðal. Knatt­spyrnuþyrstir hestamenn verða ekki sviknir af stemningunni sem mun myndast í tjaldinu.
 
Markaðstjaldið fastur liður
 
Flestir sem leggja leið sína á Landsmót komast ekki hjá því að rölta í gegnum markaðstjaldið sem býður upp á margs konar vörur og þjónustu sem kemur hestamennsku við með beinum og óbeinum hætti. Markaðstjaldið verður sett upp fyrir ofan aðalbrekkuna og því ætti að vera auðvelt að bregða sér inn í tjald á milli atriða á keppnisvellinum. Þess ber að geta að tjaldið er fullbókað af verslunum og þjónustuaðilum, þar á meðal eru erlendir aðilar sem bjóða upp á hestatengdar vörur.
 
Gæðafóður í boði fyrir hesta og menn
 
Hungur ætti ekki að sækja á nokkurn þann sem sækir Landsmót hesta­manna heim því reið­höllin í Víðidal verður vett­vangur mik­­illa kræs­­inga þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Til viðbótar verða útistöðvar fyrir framan reiðhöllina með fjölbreyttri veitingasölu. Yfir vikuna lýkur keppni yfirleitt um kl. 21. Þegar helgin gengur í garð og gestum fjölgar verður dagskrá að lokinni keppni á svæðinu. Í reiðhöllinni verða haldin alvöru sveitaböll á föstudags- og laugardagskvöldinu. Einnig verða trúbadorar sem munu skemmta gestum í HM-tjaldinu.
 
Opnunarhátíðin opin öllum
 
Sú nýbreytni verður á Landsmóti í ár að hafa frítt inn fyrsta dag mótsins, sem er sunnudagurinn 1. júlí. Áskell Heiðar segir að þann dag verði í boði fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Keppni í barna- og unglingaflokki hefst þann dag og einnig verða ýmis tónlistar atriði og skemmtidagskrá samhliða því. Tilvalið sé fyrir fólk að koma og upplifa íslenska hestinn í návígi og eiga ánægjulegan dag í Víðidal. Allar nánari upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðu Landsmóts, www.landsmot.is 

 

3 myndir:

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku
Fréttir 23. febrúar 2024

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku

Íslenskar blóðmerar áttu auðvelt með að halda uppi eðlilegum blóðhag þrátt fyrir...

Áhersla á greiðslumarkið
Fréttir 22. febrúar 2024

Áhersla á greiðslumarkið

Á deildarfundi sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands var samþykkt nær samhljóð...

Nú þarf að láta verkin tala
Fréttir 22. febrúar 2024

Nú þarf að láta verkin tala

Halldóra Hauksdóttir verður áfram formaður búgreinadeildar eggjabænda. Meðstjórn...

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar
Fréttir 22. febrúar 2024

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar

Tveir mjólkurframleiðendur uppfylltu ekki yfir 200.000 lítra af greiðslumarki í ...

Formannsslagur í vændum
Fréttir 22. febrúar 2024

Formannsslagur í vændum

Gunnar Þorgeirsson og Trausti Hjálmarsson hafa gefið kost á sér í embætti forman...

Betri afkoma í garðyrkju
Fréttir 22. febrúar 2024

Betri afkoma í garðyrkju

Afkoma ylræktenda fer batnandi en útiræktenda versnandi.

Seljavellir fyrirmyndarbú ársins 2024
Fréttir 22. febrúar 2024

Seljavellir fyrirmyndarbú ársins 2024

Seljavellir í Nesjum í Hornafirði var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda Bænda...

Opið fyrir umsóknir
Fréttir 21. febrúar 2024

Opið fyrir umsóknir

Opnað var fyrir umsóknir í Matvælasjóð þann 1. febrúar síðastliðinn.