Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Landini – lífseigur Ítali
Á faglegum nótum 21. maí 2015

Landini – lífseigur Ítali

Höfundur: Vilmundur Hansen

Járnsmiðurinn Giovanni Landini sem Landini dráttarvélarnar eru nefndar eftir hóf framleiðslu á landbúnaðartækjum í borginni Fabbrico í Ítalíu norðanverðri árið 1884. Hann hóf framleiðslu á gufuvélum 1911.

Landini lést 1924 en hafði þá lagt drögin að nýrri dráttarvél. Synir járnsmiðsins héldu nafni hans á lofti og komu fyrstu Landini traktorarnir á markað árið1925. Vélarnar voru eins strokka og 30 hestöfl og gengu fyrir dísilolíu. Vél traktorsins var í raun mjög einföld og gat nánast gengið fyrir hvaða olíu sem var.

1000 traktorar á ári

Sala fyrstu vélanna gekk vonum framar og ekki leið á löngu þar til bræðurnir hófu framleiðslu á stærri tveggja strokka 40 og 50 hestafla traktorum sem báru framleiðsluheiti eins og Velite, Bufalo og Super.

Landini var í fararbroddi ítalskra dráttarvélaframleiðenda á fjórða áratug síðustu aldar og árið 1934 voru starfmenn fyrirtækisins 250 og ársframleiðslan tæplega 1000 traktorar á ári. Vinsældir 40 og 50 hestafla vélanna voru svo miklar og þær voru í framleiðslu til ársins 1957 með margs konar nýjungum og endurbótum.

Hlé varð á framleiðslunni í seinni heimsstyrjöldinni og náði fyrirtækið sér aldrei almennilega á strik eftir stríðið.
Samningur við Perkins

Árið 1950 var fyrirtækið komið í mjög slæma fjárhagsstöðu og á leiðinni í gjaldþrot þegar framkvæmdastjóri þess landaði samningi við framleiðanda Perkins vél. Sama ár komu kom á markað Landini C 35 beltatraktor með Perkins dísilvél sem Landini framleiddi á Ítalíu með sérleyfi.

Þrátt fyrir baráttuvilja eigenda Landini tók dráttarvéla­framleiðandinn Massey-Ferguson yfir 100% hlut í fyrirtækinu árið 1960. Áhugi Massey-Ferguson á Landini stafaði að stórum hluta af áhuga þeirra á nýju beltatraktorunum.

Reksturinn gekk vel hjá nýju eig­endunum og Landini gekk í endurnýjun lífdaga. Auk þess að framleiða minni traktora sem henta á vínekrum í Evrópu lagði fyrirtækið áherslu á stærri traktora fyrir Bandaríkjamarkað gegnum dótturfélag Massey-Ferguson í Kanada.

Blizzard bar af

Árið 1973 setti fyrirtækið á markað 500 seríuna sem voru stórar dráttarvélar, yfir 100 hestöfl og með háu og lágu drifi. Í upphafi níunda áratugs nítjándu aldarinnar jók Landini enn á fjölbreytni framleiðslunnar með auknu úrvali minni traktora sem hentuðu ávaxta- og berja­framleiðendum. Auk þess sem það framleiddi millistórar dráttar­vélar á hjólum, þar á meðal svokallaðan Blizzard sem var 80 hestöfl og þótti bera af öðrum dráttarvélum á sínum tíma.

Í eigu ARGO

ARGO samsteypan eignaðist meirihluta á Landini 1989 þegar Massey-Ferguson seldi 66% hlut í fyrirtækinu. AGCO yfirtók Massey-Ferguson 1994. Þegar ARGO keypti AGCO árið 1994 eignaðist samsteypan Landini að fullu.

Í dag framleiðir ARCO dráttarvélar undir þremur vörumerkjum; Landini,  McCormick og Valpadana og er hverju vörumerki ætlað að þjóna ólíku markaðssvæði.
 

Skylt efni: Gamli traktorinn | Landini

Bláskógabyggð fremst í flokki
Fréttir 12. nóvember 2025

Bláskógabyggð fremst í flokki

Bláskógabyggð hefur verið útnefnd í fyrsta sæti af fjórum „Sveitarfélögum ársins...

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...