Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Landbúnaðurinn skilar rúmum 73 milljörðum í þjóðarbúið
Fréttir 14. febrúar 2019

Landbúnaðurinn skilar rúmum 73 milljörðum í þjóðarbúið

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Í síðustu viku kom út skýrslan „Landfræðilegt og efnahagslegt litróf landbúnaðar á Íslandi.“ Meðal niðurstaðna er að rekstrartekjur landbúnaðar á Íslandi voru 73,2 milljarðar króna árið 2017 og höfðu aukist um 13 milljarða frá 2008 að raungildi. Er þá fiskeldi meðtalið. Endanlegar tölur fyrir 2018 liggja ekki fyrir.

Sé horft til skiptingar rekstrartekna eftir landshlutum er landbúnaður stærstur á Suðurlandi, um 28%, og næststærstur á Norðurlandi eystra og Vestfjörðum, eða 16% á hvoru landsvæði um sig. Minnstur er hann á Suðurnesjum, eða 3%.

Höfundur skýrslunnar er Vífill Karlsson, en skýrslan var unnin í samstarfi við öll atvinnuþróunarfélög og landshlutasamtök á landinu.

 

 

Hlutfallslega mikilvægast fyrir Norðurland vestra

Þegar horft var til vægis landbúnaðar innan hvers landshluta kom í ljós að hann var mikilvægastur á Norðurlandi vestra þar sem hann vó 8% af framleiðsluvirði landshlutans og 6% á Suðurlandi. Á Norðurlandi eystra og á Vestfjörðum var hlutfallslegt vægi landbúnaðar um 3% og um 2% á Austurlandi og Vesturlandi. Á sama mælikvarða hefur hann minnstu þýðingu á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum.

Höfuðborgarsvæðið öflugt í svína- og alifuglarækt

Í ljósi vægis landbúnaðar á atvinnulíf landshlutanna þá vekur athygli hvað tvær búgreinar eru hlutfallslega stórar á höfuðborgarsvæðinu. Það er svínaræktin, en 24% hennar er á höfuðborgarsvæðinu, og alifuglaræktin þar sem 27% af þeirri grein er á því svæði. Einungis Suðurland er með stærra hlutfall í þessum búgreinum, eða 31% í svínarækt og einnig 31% í alifuglarækt.

Á eftir höfuðborgarsvæði og Suðurlandi með samanlagt 55% hlutfall í svínaræktinni, kemur Vesturland með 15% hlutdeild eins og og Suðurnes. Þá er Norðurland eystra með 14% og Norðurland vestra með 1%, en Austfirðir og Vestfirðir eru ekki með neina svínarækt.

Skiptingin er aðeins dreifðari í alifuglaræktinni. Á eftir Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu, sem eru samanlagt með 58% af heildinni, þá koma Suðurnes með 25%. Síðan kemur Vesturland með 9%, Norðurland eystra með 5%, Austurland með 2% og Norðurland vestra með 1%. Vestfirðir eru ekki með mælanlegt hlutfall í þeirri framleiðslugrein.

Landbúnaðurinn mikilvægur fyrir ferðaþjónustuna

Ólíkt ýmsum öðrum atvinnugreinum hefur landbúnaður stutt við ýmsa mikilvæga þætti aðra en að framleiða matvæli. Það má sjá t.d. á fjölþættri tengingu hans við ferðaþjónustu, bæði hvað varðar að stuðla að dreifðri þjónustu við ferðamenn, öryggi vegfarenda, aðgengi að fjölda náttúru- og menningarminja sem og sagnaarfi. Einnig bendir skýrsluhöfundur á mikilvægi þess að landbúnaðurinn hefur viðhaldið sérstöðu íslenskra matvæla, búfjárkynja og ullarvara gagnvart erlendum gestum.
 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f