Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Í nýrri skýrslu um landbúnaðarstuðning er m.a. velt upp möguleikum á svæðisbundnum stuðningi sem álagi á nýliða- og fjárfestingastuðning. Slíkt væri einfaldara í framkvæmd en að deila úr „potti“. Stóra spurningin þar væri hins vegar hvaða forsendur ættu að liggja að baki álagsgreiðslunum og hvers konar bændur fengju greiðslurnar.
Í nýrri skýrslu um landbúnaðarstuðning er m.a. velt upp möguleikum á svæðisbundnum stuðningi sem álagi á nýliða- og fjárfestingastuðning. Slíkt væri einfaldara í framkvæmd en að deila úr „potti“. Stóra spurningin þar væri hins vegar hvaða forsendur ættu að liggja að baki álagsgreiðslunum og hvers konar bændur fengju greiðslurnar.
Fréttir 12. júní 2025

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Í nýrri skýrslu um svæðisbundinn stuðning í íslenskum landbúnaði er nokkrum möguleikum varpað fram. M.a. hvort hætta ætti svæðisbundnum stuðningi í gegnum búvörusamninga.

Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) gaf á dögunum út nýja skýrslu, Svæðisbundinn stuðningur í íslenskum landbúnaði, sem unnin var með styrk frá Byggðarannsóknasjóði Byggðastofnunar. Höfundar skýrslunnar eru Jóhanna Gísladóttir, Torfi Jóhannesson og Tómas H. Alexander.

Svæðisbundinn stuðningur er til að jafna aðstöðumun bænda milli svæða og tryggja matvæla- og fæðuöryggi. Einnig til að stuðla að byggðafestu og dreifbýlisþróun, vernda umhverfi og sjálfbæra nýtingu og viðhalda hefðbundnum búskaparháttum og menningararfi.

Í tilefni útgáfunnar var haldið rafrænt málþing 4. júní sl. þar sem höfundar skýrslunnar kynntu m.a. helstu niðurstöður. Svæðisbundinn stuðningur getur gegnt mikilvægu hlutverki í því að tryggja fæðuog matvælaöryggi, stuðla að byggðafestu og efla sjálfbæra nýtingu lands og náttúruauðlinda. Skýrslan varpar ljósi á hvernig svæðisbundinn stuðningur er nýttur í nágrannalöndum Íslands til að styrkja landbúnað og búsetu á svæðum þar sem aðstæður – hvort sem þær eru náttúrulegar eða hagrænar – eru óhagstæðar.

Mismunandi svæðisbundið greiðslufyrirkomulag er víða notað í Evrópu og byggir oftar en ekki á ítarlegri greiningu á þáttum eins og veðurfari, hæð yfir sjó, breiddargráðu, íbúaþróun, meðaltekjum og aðgengi að atvinnutækifærum. Í skýrslunni er rýnt í hvaða viðmið gætu nýst við svæðaskiptingu í tengslum við íslenskan landbúnað – þar á meðal náttúrulegar og hagrænar aðstæður, sem og stjórnsýsluleg mörk. Segir í kynningu að settar séu fram sviðsmyndir fyrir það hvernig unnt væri að útfæra svæðisbundinn stuðning í íslenskum landbúnaði út frá markmiðum stjórnvalda í málaflokknum. 

Jóhanna Gísladóttir.
Ýmsar leiðir koma til greina

Í máli Jóhönnu Gísladóttur, lektors við LbhÍ, kom meðal annars fram að meðaltals-heildargreiðslur svæðistengds stuðnings til hvers lögbýlis á Íslandi voru árið 2024 601.483 kr., eða að meðaltali 7,5% af heildarstuðningi hvers býlis. Hún fór yfir mögulegar sviðsmyndir stuðnings m.t.t. breiddargráðu, fjarlægðar frá þéttbýli, fjarlægðar frá þjóðvegi 1 og veðurfarslegra og náttúrulegra skilyrða.

Velt var upp möguleikum á svæðisbundnum stuðningi sem álagi á nýliða- og fjárfestingastuðning. Slíkt væri einfaldara í framkvæmd en að deila úr „potti“. Stóra spurningin þar væri hins vegar hvaða forsendur ættu að liggja að baki álagsgreiðslunum og hvers konar bændur fengju greiðslurnar. Þetta gæti stutt við markmið stjórnvalda um að styðja við kynslóðaskipti í landbúnaði og stuðlað að uppbyggingu á fjölbreyttari atvinnuháttum í sveitum.

Jafnframt er í skýrslunni velt upp markvissri beitingu svæðisbundins stuðnings til að stýra landbúnaðarframleiðslu. Það gæti átt við ef meginmarkmið stjórnvalda væri að tryggja örugga, hagkvæma og samkeppnishæfa matvælaframleiðslu fyrir innlendan markað. Stuðningskerfið væri þá nýtt sem hvatakerfi kerfisbundinna breytinga og myndi styðja við flutning eða þróun ákveðinna greina þar sem framleiðsluskilyrði væru best. Það kallaði hins vegar á að sett væru skýr markmið og að skýr skilgreining á tilgangi svæðisbundins stuðnings væri til staðar.

Stuðningi gegnum búvörusamninga hætt

Jóhanna benti einnig á þann möguleika að svæðisbundnum stuðningi í gegnum búvörusamninga yrði hreinlega hætt. Nú þegar væru til stuðningskerfi líkt og Brothættar byggðir og uppbyggingarsjóður sóknaráætlana og hægt að beina opinberu fjármagni í slíka farvegi. Væri það stuðningur við atvinnulíf og búskaparskilyrði á landsbyggðinni, sem og landbúnaðarframleiðslu og búskap.

„Að baki svæðisbundnum greiðslum í nágrannalöndunum liggur skýr markmiðasetning um mikilvægi þess að viðhalda byggð og landbúnaðarframleiðslu um allt land, ásamt vel skilgreindum aðstöðumun í búrekstrarskilyrðum milli svæða. Þessar forsendur eru ekki endilega til staðar á Íslandi,“ sagði Jóhanna og spurði hvort búseta í dreifbýli væri mögulega frekar tryggð með því að styrkja byggðakjarna og efla þar þjónustu og innviði. Mögulega mætti færa stærri hluta landbúnaðarstuðnings í stuðningskerfi sem væru ekki beintengd við framleiðslumagn eða búgreinar, til að styðja hlutfallslega meira við landbúnað á harðbýlli svæðum.

Arne Bardalen.
Sterkar aðgerðir í Noregi

Arne Bardalen, sérfræðingur hjá Norsk institutt for bioøkonomi, NIBIO, lýsti í erindi sínu, Þróun dreifbýlis og svæða á Norðurlöndunum, grunnreglum norskrar landbúnaðarstefnu. Hann sagði hana innihalda sterkar aðgerðir til svæðisbundinnar dreifingar og sérhæfingar. Framleiðslukerfi væru svæðisbundin og byggð á vistfræðilegum aðstæðum í landbúnaði, landnýtingu og möguleikum hvers svæðis.

Landi þar sem eru bestu loftslagsskilyrðin með mestu möguleika fyrir krefjandi uppskeru sé forgangsraðað undir korn, grænmeti, ávexti og ber. Svæðum með loftslagseða landslagstakmarkanir sé forgangsraðað fyrir fóðurframleiðslu og hjálpi til að viðhalda stórum landbúnaðarsvæðum og landbúnaði um allt land. Þetta sé almennt viðurkennd stefna til að hámarka nýtingu auðlinda um allan Noreg, og einnig til að hámarka heildarframleiðslu og sjálfstæði.

Reglur og gjöld fyrir landbúnaðarstuðning, þar á meðal styrkir fyrir svæði og menningarlandslag, eru að sögn Arne, ákveðin og samþykkt sem hluti af landbúnaðarsamningnum. Stuðningur vegna svæðis og menningarlandslags getur verið veittur fyrir fullræktað land og yfirborðsræktað land, sem og innlenda haga. Eitt af markmiðum slíks stuðnings er að stuðla að þróun, verndun og viðhaldi menningarlandslags með virkri stjórnun.

Fyrir svæðisstuðning er landinu skipt í styrkjasvæði þar sem styrkjahlutföll fyrir hverja tegund ræktunar eru mismunandi milli svæðanna. Svæðisstyrkur er einn af nokkrum styrkjum sem hægt er að sækja um í umsókn um framleiðslustyrki.

Nokkrar aðrar styrkjaáætlanir nota sömu svæðaskiptingu og svæðisstyrkurinn.

Þrettán prósent ónýtt

Arne ræddi einnig um markvissara stuðningskerfi fyrir landbúnaðarland sem ekki væri nýtt. Hann sagði um 13% af landbúnaðarlandi Noregs ekki notað til virkrar framleiðslu, í sumum sveitarfélögum væri um að ræða allt að 50% af landbúnaðarlandi. Farið er í gang tilraunaverkefni þar sem rannsaka á og prófa lóðabundið stuðningskerfi, sem mun stuðla að rekstri lítilla og krefjandi svæða. Tilgangur tilraunaverkefnisins er að koma í veg fyrir að svæði fari úr notkun og að þróa kerfi til að stjórna slíku markvissu stuðningskerfi. Tilraunaverkefnið verður prófað í 12 sveitarfélögum í Norður-Noregi á þessu ári.

Hann kom enn fremur inn á svæðisbundnar áætlanir um þróun dreifbýlis í landbúnaði. Svæðisbundið sérsniðið verkefni væri í hverju fylki, byggt á sértækri greiningu á áskorunum hvers svæðis. Þau væru þróuð í samvinnu við bændasamtök á svæðisstigi, Innovasjon Norge og aðra svæðisbundna aðila. Slíkar svæðisbundnar áætlanir væru keyrðar saman úr þremur stefnum: Forgangsröðun fyrir fjárfestingarsjóði ríkisins í landbúnaði, svæðisbundna umhverfisáætlun og skógræktar- og loftslagsáætlun.

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...

Endurskoðuð landsáætlun um útrýmingu á riðu
Fréttir 14. júlí 2025

Endurskoðuð landsáætlun um útrýmingu á riðu

Landsáætlun stjórnvalda og bænda um útrýmingu á sauðfjárriðu var nýlega endurútg...