Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Landbúnaðarráðherra segir þjóna litlum tilgangi að auka fjárveitingar til sauðfjárræktarinnar
Mynd / HKr.
Fréttir 20. júlí 2017

Landbúnaðarráðherra segir þjóna litlum tilgangi að auka fjárveitingar til sauðfjárræktarinnar

Höfundur: VH & TB

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra segir að núverandi landbúnaðarkerfi sé ekki að skila tilætluðum árangri í sauðfjárrækt, hvorki fyrir bændur né neytendur. Því þjóni litlum tilgangi að auka fjárveitingar til greinarinnar.

Á fundi með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur 3. júlí síðastliðinn lögðu Bændasamtök Íslands og Landssamtök sauðfjárbænda fram minnisblað með tillögum til úrbóta vegna bágrar stöðu sauðfjárræktar í landinu vegna birgðasöfnunar og slæmrar markaðsstöðu sauðfjárafurða um þessar mundir.

Svar ráðuneytisins

Í svarbréfi ráðuneytisins dagsettu 11. júlí síðastliðinn segir meðal annars að ráðuneytið hafi fullan skilning á erfiðri stöðu framleiðenda sauðfjárafurða og sé reiðubúið að eiga viðræður við samtökin um öll möguleg ráð til að koma til móts við þessar aðstæður, innan þess ramma sem gildandi búvörusamningar segja. Þeir rammi í megindráttum þau framlög til landbúnaðar sem Alþingi hefur ákveðið. Í samtölum við forustu bænda hefur ráðherra undirstrikað mikilvægi þess að koma til móts við bændur þannig að það skili öflugri sauðfjárrækt til lengri tíma og betra umhverfi til neytenda.

Forystumönnum bænda var brugðið við þessi viðbrögð og furða sig á því að ráðherra leggi ekki meira til málanna en fram kemur í bréfinu.

Kerfið er ekki að skila árangri

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra sagði í samtali við Bændablaðið að hún hefði fullan skilning á slæmri stöðu sauðfjárbænda í landinu en að eins og staðan sé í dag sé um offramleiðslu á sauðfjárafurðum að ræða og slíkt gangi ekki til lengdar.

„Að mínu mati þjónar litlum tilgangi að auka fjárveitingar til markaðssetningar á lambakjöti miðað við óbreytt kerfi. Núverandi kerfi er ekki að skila þeim árangri sem til stóð og ekki að skila því sem það á að gera beint til sauðfjárbænda eða neytenda. Þetta þyrfti endurskoðunarnefndin meðal annars að fara yfir. Fjárhagsrammi þessa málaflokks er samkvæmt fjárlögum 2017 fullnýttur en rétt er að geta þess að til viðbótar því sem bundið er til markaðssetningar á lambakjöti í búvörusamningnum samþykkti Alþingi 100 milljónir króna til markaðsstarfs. Einnig ákvað framkvæmdanefnd um búvörusamninginn að setja vannýttar beingreiðslur, einnig að fjárhæð 100 milljónir króna, í markaðsmál. Því hefur í raun verulegum fjárhæðum verið bætt í markaðsstarf fyrir lambakjöt.

Ég tel að við eigum að leggja aukna áherslu á innanlandsmarkað þegar kemur að markaðssetningu lambakjöts og markaðssetja það í frekari mæli fyrir ferðamenn sem hingað sækja. Ég hef einnig sagt að ég muni beita mér fyrir því að gera búvörusamninginn „framhlaðinn“ ef það má vera til þess að bæta þá erfiðleika sem við stöndum frammi fyrir.“

Að sögn Þorgerðar Katrínar er samtali við Bændasamtök Íslands og Landssamtök sauðfjárbænda um alvarlega stöðu sauðfjárræktar í landinu engan veginn lokið og leita verði allra leiða til að bæta stöðu greinarinnar, til skemmri og lengri tíma litið.

Mikil vonbrigði segir formaður LS

Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, tekur djúpt í árinni í viðtali við Bændablaðið þar sem hún segir stöðuna alvarlega og að tíminn til að leita lausna sé að renna út. Það séu mikil vonbrigði að hið opinbera virðist ætla að bregðast við þessar fordæmalausu aðstæður.

„Þótt svörin valdi vonbrigðum þá er hins vegar óþolandi og í raun mjög alvarlegt að ráðherra skuli draga bændur á svörum, í fjóra mánuði, og leggja til grútmáttlausar aðgerðir sem eru á engan hátt fallnar til að takast á við þann vanda sem við blasir. Þennan tíma hefði mátt nýta svo miklu, miklu betur,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. 

Minnisblað LS og BÍ - pdf

Svarbréf ráðherra - pdf

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...