Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Starfsstöð Nesbúeggja á Vatnsleysuströnd.
Starfsstöð Nesbúeggja á Vatnsleysuströnd.
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggjum á Vatnsleysuströnd aðfaranótt 17. nóvember.

Stefán Már Símonarson.

Að sögn Stefáns Más Símonarsonar framkvæmdastjóra hefur tjónið ekki verið metið til fulls, en þó sé vitað að ef reisa ætti sambærilegt hús og þarna brann myndi það kosta um 150 milljónir. Þar liggi langstærsti hluti hins fjárhagslega tjóns, en síðan sé tjónið á varphænunum sem sé meira tilfinningalegt.

Stefán telur að um 15 prósent af þeim varphænum sem voru á starfsstöðinni á Vatnsleysuströnd hafi drepist en fyrirtækið er þar með sex samliggjandi hús sem tengjast starfseminni. „Það var í raun mikið lán að ekki fór verr, en í þessu húsi sem brann var skilgreint brunahólf sem hélt og því horfum við ekki upp á mun verra tjón,“ segir Stefán.

Hann segir ekki alveg ljóst hvernig staðið verði að því að endurreisa þann hluta framleiðslunnar sem brann. „Það er hin vegar klárt að við munum koma sambærilegum fjölda fugla fyrir í nýju eða gömlu húsnæði með einhverjum hætti áður en langt um líður því við viljum halda áfram að keyra okkar bú á fullum afköstum,“ segir Stefán og bætir við að gera megi ráð fyrir að sex þúsund varphænur skili um 100 tonnum eggja á hverju ári.

Nesbúegg eru með starfsemi á þremur öðrum stöðum á landinu og eru næststærsti eggjaframleiðandi landsins á eftir Vallá.

Skylt efni: Nesbú

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...