Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kristján Indriðason við eitt af vorhúsunum sem hann hefur komið sér upp.
Kristján Indriðason við eitt af vorhúsunum sem hann hefur komið sér upp.
Mynd / Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Fréttir 19. maí 2015

Lambfé hýst í vorhúsum á Norðausturlandi

Höfundur: Guðrún Bergrún Jóhannesdóttir
Í Þistilfirði og á Langanesi eru fjölmörg vorhús sem notuð eru til að hýsa lambfé í beitarhólfum. Fyrstu húsin voru reist laust fyrir aldamót eftir nokkur köld vor. Algengt er að bændur á svæðinu séu með tvö og allt upp í fjögur slík hús á jörðum sínum.
 
Sigurður Þór Guðmundsson, bóndi í Holti í Þistilfirði, segir að vorhúsin hafi komið í kjölfarið á nokkrum köldum vorum á svæðinu en þá þurfti stundum að hýsa allt fé í byrjun júní, jafnvel í snjóhríð. Það er ekki sjálfgefið að hafa pláss til að hýsa allt lambfé og því hafa margir farið þessa leið. Uppúr árinu 2000 fóru að sjást fleiri hús og eru núna flestir bændur í sveitinni með slík hús. Sigurður segir að þetta sé ekki bara spurning um skjól fyrir krapahríð heldur kulda, það sé erfitt fyrir lömb að þrífast í rigningu og tveggja gráðu hita. Þá segist hann hafa tekið eftir því að ærnar eigi það til að koma lömbum sínum fyrir inni í húsinu en fari sjálfar út á beit, en þegar kuldatíð er þá troðist þær allar inn í húsin.  Hann segir að slíkt skjól geti komið í veg fyrir lambadauða og einnig júgurbólgu.
 
Stærð húsanna er aðeins misjöfn en oftast er miðað við að um 40 lambær komist fyrir í húsunum. Kristján Indriðason, bóndi á Syðri Brekkum á Langanesi, er með þrjú vorhús í notkun og hefur stundum haft þar ær á vetrarbeit ef tíð er góð eftir áramót. Hann segist þó ekki hafa gert það í ár þar sem tíðin hafi ekki verið sérstök. Húsið sem sjá má á myndinni er 12m x 6m og miðast það við lengd raflínustauranna sem notaðir eru í kantinn og grindin smíðuð upp frá þeim. Engin einangrun er í húsunum heldur eru þetta bara einfaldar trégrindur og bárujárn. Hann segir það þó aðeins misjafnt hve mikla vinnu menn leggi í húsin, sumir vandi til verka og er þá gert ráð fyrir að nota húsin meira en bara að vorlagi. Yfirleitt er ekki gjafaaðstaða inni í húsunum en auðvelt að hafa gjafagrind fyrir utan. Kristján segir að sum hús séu þannig gerð að hægt sé að færa þau og er þetta hús fest niður með fjórum horndrumbum, og væri því hægt að færa það. Það er hægt að gera ef mikið tað er komið inn í húsið eftir margra ára notkun. Bændur eru orðnir nokkuð langeygir eftir vorinu eftir kuldatíð undanfarið og segir Kristján að þetta sé með því mesta af snjó sem hann hafi séð í maímánuði í lengri tíma. Hann segir að sauðburður sé að byrja og erfitt að horfa upp á túnin undir snjó því hætt sé við því að gróðurinn verði einhvern tíma að taka við sér eftir svo langa kuldatíð. 

6 myndir:

Skylt efni: Lambfé | vorhús

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?
Fréttir 28. nóvember 2022

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?

Nú eru uppi hugmyndir um að leggja hjólreiða- og göngustíg á milli Hellu og Hvol...

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...