Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Lambakjöt frá Seglbúðum og velferðarkjúklingur í Matarbúrið
Mynd / smh
Fréttir 24. nóvember 2015

Lambakjöt frá Seglbúðum og velferðarkjúklingur í Matarbúrið

Höfundur: smh

Eins og fram hefur komið hér í blaðinu fluttist Matarbúrið fyrir skemmstu búferlum með holdanautakjötsafurðir sínar, frá Hálsi í Kjós á Grandagarðinn í Reykjavík. Fyrst um sinn buðu þau Lisa Boije og Þórarinn Jónsson, bændur á Hálsi, að mestu leyti upp á sitt eigið nautakjöt, en reyndar kanínukjöt líka frá Birgit Kositzke á Hvammstanga – auk þess að vera með eigin chutney, sultur og sinnep.

Nýlega bættu þau við sig lambakjöti frá Seglbúðum í Landbroti og velferðarkjúlingi frá Litlu gulu hænunni – en um vandaðar afurðir smáframleiðenda er að ræða. „Þetta hefur bara gengið nokkuð vel, reyndar erum við í smá vandræðum stundum með að eiga nóg af nautakjötinu. En það er virkilega gaman að fá þessa viðbót, lambakjötið og kjúklinginn, og fólk kann að meta hana. Kjúklingarnir rokseljast og lambakjötið hefur líka farið vel. Reynda var dálítið gaman að sjá það að skankarnir fóru fyrst; maður er hér með dýrindis fullmeyrnaða vöðva og fólk valdi skankana fyrst. Held að það hljóti að vera einhver tískubylgja í gangi – einhver sjónvarpskokkurinn hefur kannski verið að tala um hvað þetta er gott hráefni,“ segir Þórarinn. 

Hann segir að þrátt fyrir að búvörurnar sem eru í boði í Matarbúrinu séu aðeins dýrari en gengur og gerist með vörur frá stærri framleiðendum, þá séu neytendur að fá mikið fyrir peninginn. Álagningin sé ekki há. „Ég get tekið dæmi með lambakjötið frá Seglbúðum sem er látið hanga í heila þrjá sólarhringa eftir slátrun.

Bragðgæði kjúklingsins eru ósvikin. Hann er ekki alveg hvítur – eins og gjarnan er með kjúkling úr stórmörkuðum – og hann er mjög safaríkur. Mest selst ennþá af kanínukjötinu til fólks sem hefur vanist þessu kjöti í útlöndum – en það hlýtur fljótlega að koma að því að Íslendingar átti sig á því hvað þetta er skemmtilegt hráefni.“

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...