Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Minni háttar óhreinindi/slettur í námd við spenana.
Minni háttar óhreinindi/slettur í námd við spenana.
Á faglegum nótum 25. nóvember 2015

Lægri frumutala með hreinni kúm

Höfundur: Snorri Sigurðsson
Það umhverfi sem við búum kúnum okkar hefur mikil áhrif á það hvernig okkur tekst til með að halda góðum mjólkurgæðum, sér í lagi þegar horft er til tíðni júgurbólgu. 
 
Vissulega er það svo að margir samverkandi þættir geta haft áhrif á það hvort kýr fái júgurbólgu eða ekki en einn af þessum þáttum eru óhreinindi í nánasta umhverfi kúnna. Margar rannsóknir hafa t.a.m. sýnt fram á að því hreinni sem kýrnar eru, því minni líkur eru á því að kýrnar fái júgurbólgu af völdum umhverfissmits.
 
Smitefnin leynast víða
 
Í fjósum nú til dags geta smitefnin leynst víða í nærumhverfi kúnna s.s. á gangsvæðum, legusvæðum kúnna, í drykkjarkerum eða á fóðrunarsvæði. 
 
Þetta eru svo sem engin tíðindi en mikilvægt er að gera sér grein fyrir því hvar kýrnar geta „náð“ í smitefnið og að gera viðeigandi ráðstafanir til þess að draga úr líkunum á því að slíkt geti gerst. Reynslan sýnir að þetta er best gert með því að búa svo um kýrnar að þær séu í eins hreinu umhverfi og hægt er, allan sólarhringinn. Það er eitt og sér ekki einfalt verkefni og krefst töluverðrar vinnu eins og að skafa básana oft á dag, láta sköfukerfi fjarlægja skít af rimlum eða sléttum flórum reglulega, þrífa drykkjarker a.m.k.  þrisvar í viku og þar fram eftir götunum.
 
Hreinleikadæma kýrnar
 
Oft biðja kúabændur ráðunauta sína um aðstoð ef tíðni umhverfis­júgurbólgu er of há og eitt af því sem þá er oft gert, við slíkar ráðgjafaheimsóknir, er einmitt að meta það umhverfi sem kúnum er búið og jafnframt að hreinleikadæma kýrnar. Þó svo að hreinleikamat á kúm hafi ekki verið gert hér á landi, með reglubundnum hætti a.m.k., þá er það afar einfalt í framkvæmd og getur í raun hver og einn bóndi gert það í sinni hjörð og lagt þannig hlutlægt mat á það hvort kýrnar séu nógu hreinar.
 
Einfalt kerfi
 
Það matskerfi sem líklega er notað oftast í heiminum í dag er í raun afar einfalt í notkun. Það byggir á því að hverri kú er gefin einkunn á bilinu einn til fjórir eða fimm, eftir því hve mikið af óhreinindum eru á afturfótum og júgri. Kýrin fær því tvær aðskildar einkunnir og því lægri sem einkunnirnar eru, því minni líkur eru taldar á því að hún sé líkleg til þess að fá háa frumutölu og öfugt. 
 
Ástæðan fyrir því að þessi svæði eru valin, byggja á rannsókn á samhengi hreinleikamats á kúm og frumutölu en tilraunin var framkvæmd við háskólann í Minnesota í Bandaríkjunum. Í rannsókninni voru 1.093 kýr í 9 hjörðum hreinleikametnar á skalanum einn til fimm og matið svo borið saman við frumutölu mjólkursýnanna sem tekin voru á sama tíma. Vísindamennirnir fundu að eftir því sem kýrnar fengu hærri einkunn, þ.e. voru óhreinni, á afturfótum (neðanverðum) og júgri, þá jókst frumutalan að jafnaði einnig. Niðurstaða þeirra var sú að í fjósum, þar sem umhverfissmit er vandamál, mætti lækka frumutöluna um 40–50 þúsund með því að ná að lækka einkunn fyrir hreinleika um eitt stig.
 
Meta út frá myndum
 
Þegar mat á hreinleika er framkvæmt, er líklega einna einfaldast að gera það út frá myndum til samanburðar. Ágætt slíkt myndakerfi (sjá meðfylgjandi myndir og skýringatexta) hefur verið útfært af háskólanum í Wisconsin-Madison og fer hér stutt samantekt þess kerfis, en markmið hönnuða kerfisins var að útbúa einfalt matskerfi sem auðvelt væri fyrir hvern sem er að nota í þeim tilgangi að meta hreinleika kúa. Þetta kerfi er notað víða um heim, m.a. í Danmörku. Þegar búið er að meta allar mjólkurkýrnar í samræmi við kerfið, eru einkunnirnar þrír og fjórir taldar saman en því oftar sem kýrnar fá þær einkunnir, því meiri líkur eru á því að þær geti fengið júgurbólgu.
 
Krefjandi verkefni
 
Það dylst engum að það er töluvert mikið verk að halda kúm hreinum í nútíma fjósum. Jafnframt má sérhverjum vera ljóst að það, að gera það ekki, getur kostað mikið og dregið úr arðsemi búrekstursins vegna tapaðra afurða vegna júgurbólgu, styttri endingar kúnna, dýralæknakostnaðar og minna innleggs mjólkur svo dæmi séu tekin. Þess utan er ætíð töluverð vinna fólgin í því að meðhöndla og vinna með frumuháar kýr. Þegar allt framansagt er tekið með í reikninginn ætti því að vera auðvelt að reikna út arðsemi þess að vera með fyrirbyggjandi aðgerðir í fjósum eins og að halda kúnum hreinni en ella.
 
Benda má áhugasömum um áþekkt efni í grein í 10. tölublaði Bændablaðsins í ár, þar sem fjallað er um þrif á spenaendum og einkunnagjöf hreinleika spenaendanna.
 
Snorri Sigurðsson
sns@seges.dk
Ráðgjafi hjá SEGES P/S 
Danmörku

8 myndir:

Skylt efni: frumutala | hreinar kýr

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...