Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kýrnar slettu úr klaufunum
Mynd / MÞÞ
Fréttir 14. júní 2018

Kýrnar slettu úr klaufunum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Kýrnar á bænum Garði í Eyjafjarðar­sveit gripu tækifærið fegins hendi þegar þeim var hleypt út í fyrsta sinn á þessu sumri föstudaginn 1. júní. 
 
Viðtökur enda góðar utandyra, sól og blíða og nýsprottið grasið grænt og safaríkt. Orðatiltækið að skvetta úr klaufunum átti vel við þegar kýr tóku á rás úr fjósi og niður á tún. Alls eru um 140 kýr í Garði, en á efri hæð fjóssins er Kaffi Kú, þar sem gestum gefst færi á að njóta veitinga og fylgjast í leiðinni með daglegu lífi íbúa fjóssins. Gestir og gangandi fylgdust af áhuga með þegar kúm var hleypt út og í tilefni dagsins var boðið upp á frískandi og ískalt sítrónute og roastbeef samloku að bíta í með. 

17 myndir:

Skylt efni: Slett úr klaufunum

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...