Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hans Þór Hilmarsson og Kylja frá Stóra-Vatnsskarði, sem var sýnd á Fjórðungsmóti Vesturlands árið 2017 í Borgarnesi.
Hans Þór Hilmarsson og Kylja frá Stóra-Vatnsskarði, sem var sýnd á Fjórðungsmóti Vesturlands árið 2017 í Borgarnesi.
Mynd / Eiðfaxi
Fréttir 1. júlí 2021

Kynbótasýning á Fjórðungsmóti Vesturlands frá 7. til 11. júlí

Fjórðungsmót á Vesturlandi verður haldið dagana 7. júlí–11. júlí í Borgarnesi. Hross sem eru í eigu aðila á Vesturlandi, Vestfjörðum, Húnavatnssýslum eða Skagafirði eiga þátttökurétt á kynbótasýningu á mótinu og er miðað við að lágmarki 25% eignarhlut.

Ákveðinn fjöldi efstu hrossa í hverjum flokki á þátttökurétt og er því ekki um einkunnalágmörk að ræða (sjá fjölda í töflu 1). Miðað er við að 68 kynbótahross verði á mótinu þar sem um 75% hrossa í hverjum flokki verða valin eftir aðaleinkunn og um 25% hrossa eftir aðaleinkunn án skeiðs. Er þetta gert til að auðvelda bestu klárhrossum með tölti að komast inn á mótið. Þetta er sama leið og áætlað var að fara fyrir síðasta Landsmót.

Stöðulisti verður birtur í WorldFeng sem sýnir hvaða hross eru inni á mótinu hverju sinni. Ef fleiri en eitt hross eru jöfn í síðasta sæti inn á mótið þá er þeim öllum heimil þátttaka á mótinu. Eins verða eigendur hrossa, sem vinna sér þátttökurétt á mótinu, en ætla sér ekki að mæta með þau af einhverjum ástæðum, beðnir um að láta vita fyrir 22. júní nk. Þá er hægt að bjóða eigendum hrossa sem eru neðar á listanum þátttöku á mótinu.

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri
Fréttir 27. janúar 2023

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri

Samkvæmt niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) úr skýrsluhaldi na...

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar
Fréttir 27. janúar 2023

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar

Skeljungur og Fóðurblandan hafa birt verðskrá fyrir þær tegundir af áburði sem f...

Ekkert veiðibann á döfinni
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna...

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt
Fréttir 26. janúar 2023

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt

Stakkhamar 2 í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi hefur skotist á toppinn ...

Niðurtröppun greiðslumarks að hefjast
Fréttir 25. janúar 2023

Niðurtröppun greiðslumarks að hefjast

Niðurtröppun á greiðslumarki í sauðfjárrækt hefst á þessu ári, samkvæmt núgildan...

Úrræði sem eigi að nýtast ungum bændum
Fréttir 24. janúar 2023

Úrræði sem eigi að nýtast ungum bændum

Ungir bændur hafa verið að kalla eftir því að þeir geti nýtt öll fasteignakaupsú...

Útgáfa fyrstu vottuðu kolefniseininganna
Fréttir 23. janúar 2023

Útgáfa fyrstu vottuðu kolefniseininganna

Yggdrasill Carbon hefur fengið útgefnar fyrstu íslensku vottuðu kolefniseiningar...

Vinnsla á próteini úr grasi
Fréttir 20. janúar 2023

Vinnsla á próteini úr grasi

Þörf heimsins fyrir prótein er alltaf að aukast og sífellt er leitað leiða til a...